Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 23
arionbanki.is – 444 7000
Opnir kynningarfundir Arion banka
Haltu áfram að spara
Arion banki býður þér á opinn kynningarfund þar sem farið verður
yfir tímabundna lækkun viðbótarlífeyrissparnaðar úr 4% í 2% sem tók
gildi nú um áramótin.
Til að ráðstöfunartekjur haldist óbreyttar við starfslok er mikilvægt að
halda áfram að spara í innlánum eða sjóðum í kjölfar lækkunarinnar.
Einnig verður farið yfir úrval sparnaðarleiða sem standa viðskiptavinum
til boða.
Haldnir verða tveir fundir þriðjudaginn 10. janúar kl. 12:00 og kl. 17:30 í
höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.
Skráning fer fram á arionbanki.is eða hjá þjónustuveri í síma 444-7000.
eingöngu húðliturinn og ekkert
annað,“ segir Ólafur og honum
er mikið niðri fyrir. Hann horfir
alvarlegur á mig: „Þetta gekk svo
langt að það var skotið úr hagla
byssu í gegnum rúðuna heima hjá
okkur. Bróðir minn hefði fengið
kúlu í hausinn ef hann hefði staðið
nokkrum sentimetrum framar. Ég
held að þá hafi mamma fengið nóg
og við fluttum skömmu síðar.“
Gekk í herinn tvítugur
Ólafur hefur búið á fjölmörgum
stöðum um ævina og á meðan
hann var enn í húsum móður sinn
ar flutti hann fimm sinnum á milli
staða innan Bandaríkjanna.
„Ég bjó meðal annars í Omaha
í Nebraska og San Diego og svo
Virginiu. Þessir staðir eru auðvit
að eins og sitt hvert landið. Maður
kynntist alls konar hlutum og fékk
mikla lífsreynslu út úr þessu. En
þetta var ekki alltaf gaman. En ég
náði að fara í háskóla og mennta
mig. Þegar ég var tvítugur gekk
ég svo í herinn og fékk starf við
bráðaþjónustu fyrir þá sem höfðu
meiðst í átökum. Mamma var
hjúkrunarfræðingur og ég hafði
alltaf haft áhuga á að starfa við
þetta. Ég var fyrst í hernum í þrjú
ár og kom svo heim. Fór svo aftur
út í þrjú ár og hélt þá að ég myndi
ekki fara aftur. En 1994 byrjaði
ég aftur í hernum og fékk þá að
klára menntunina sem þurfti til
að fá leyfi sem bráðahjúkrunar
fræðingur. Í því starfi átti ég eftir
að kynnast ótrúlegum hlutum.
Ég fór nokkrum sinnum til Mið
Austurlanda, ég var í Egyptalandi
og svo fór ég til Kosovo þegar
stríðið geisaði þar. Þetta var virki
lega erfitt á köflum. En ég verð
alltaf þakklátur fyrir alla mennt
unina sem ég fékk í hernum þó að
launin hafi ekki verið neitt til að
hrópa húrra fyrir,“ segir Ólafur,
sem nú fær 24 þúsund krónur á
mánuði í bætur sem fyrrverandi
hermaður úr bandaríska hernum.
Hann hefur marga fjöruna sopið
og vann meðal annars um árabil í
bönkum í Bandaríkjunum á milli
þess sem hann starfaði í hernum.
Svo tók hann að sér að hafa uppi
á fólki sem var í vanskilum fyrir
innheimtufyrirtæki; eins konar
einkaspæjarastarf, eins og hann
orðar það sjálfur. Hann var á end
anum búinn að vinna nógu lengi
til að verða fullgildur spæjari, en
lét ekki verða af því. En öll þessi ár
var Ísland í hjarta hans, þó að það
hafi ekki verið fyrr en árið 2004
sem Ólafur kom loksins heim til Ís
lands á ný, þá sem Tom Scarboro
ugh frá Bandaríkjunum.
„Ég hafði verið með algjörlega
brennandi þrá eftir því að kom
ast til Íslands í öll þessi ár. Alveg
síðan ég var fimm ára polli. En
út af börnum mínum og vinnu og
fleiri atvika í mínu lífi hafði ég
ekki komist fyrr en þarna loksins.
Nokkru áður hafði ég hitt konu
sem heitir Bíbí Þorgrímsdóttir
sem var á ferðalagi í San Diego,
þar sem ég bjó. Hún hjálpaði mér
mikið og eftir fundi okkar var ekki
aftur snúið. Ég ákvað að fara til Ís
lands.“
Komst aftur til Íslands og fann
fyrir forfeðrunum
Þegar hér er komið sögu gerir
Ólafur hlé á máli sínu og horfir
niður á meðan hann rifjar upp
stundina þegar hann kom aftur til
Íslands – stund sem var augljós
lega tilfinningaþrungin.
„Það var ótrúleg upplifun að
stíga aftur á íslenska jörð. Orkan
reis upp eftir hryggnum á mér og
sló mig í hnakkann. Ég vissi undir
eins að ég yrði að flytjast hingað,“
segir hann og ekki er laust við að
hann klökkni eilítið við að lýsa
þeim miklu tilfinningum sem fóru
um hann á þeirri stundu. „Ég hef
ferðast um allan heim, en aldrei
fundið neitt í líkingu við þetta. Ég
andaði að mér loftinu og mér leið eins
og forfeður mínir væru að tala við mig.
Þetta var ótrúlegt. Ég fór út aftur eftir
þessa heimsókn, en vissi að nú væri
allt breytt. Ég sagði syni mínum að ég
myndi flytja til Íslands. Ári seinna kom
ég svo hingað til að vera og hann með
mér. Við fluttum á Sauðárkrók og þar
bý ég ennþá.“
Bíður dóms fyrir að rækta
kannabis
Í dag lifir Ólafur rólegu lífi með kett
inum sínum á Sauðárkrók. Hann lifir
á bótum frá Bandaríkjunum, enda er
hann öryrki. Bæði er hann illa haldinn
af áfallastreitu eftir árin í hernum og
svo lenti hann í slæmu bílslysi hér
í febrúar árið 2009. Þá var honum
haldið sofandi í öndunarvél í þrjá
sólarhringa og var nær dauða en lífi.
Taugar í hálsi Ólafs sködduðust og
hann er meðal annars stöðugt skjálf
hentur eftir bílslysið. Til þess að halda
þeim einkennum niðri reykir hann
kannabis og eins til að slá á martraðir
og slæmar minningar úr herþjónust
unni. Hann bíður nú dóms fyrir að
hafa ræktað fimm plöntur af marijuana
á Sauðárkróki.
„Kannabisið hjálpar mér mikið eftir
taugaskaðann sem ég varð fyrir í bíl
slysinu og líka við einkennum áfalla
streitunnar. Ég reyki smá kannabis
á kvöldin og þá fæ ég ekki stöðugar
martraðir eins og annars gerist. Ég
ákvað að rækta efnið sjálfur af því
að ég hef til þess alla þá þekkingu
sem þarf og mér er það gjörsamlega
ómögulegt siðferðilega að versla við
eiturlyfjasala. Þá veit ég ekkert í hvað
peningarnir eru að fara. Kannski eru
þeir notaðir til að fjármagna sterkari
efni, sem eru svo seld unglingum. Ég
er harður talsmaður þess að kannabis
verði leyft í lækningaskyni og lít á það
sem eitt af mínum hlutverkum í lífinu
núna að berjast fyrir því. Ég tek því
sem verður í þessu máli eins og öðr
um. Ef ég fæ dóm verður svo að vera.“
Ólafur Einar unir annars hag sínum
vel og segist eyða dögunum í róleg
heitum í að afla sér fróðleiks og njóta
lífsins í smábænum Sauðárkróki.
Þar segist hann ætla að búa áfram á
meðan hann dregur andann.
„Ísland er algjörlega yndislegt land.
Það er einangrað og fólkið er saklaust.
Hér vil ég vera alla tíð,“ segir Ólafur
að lokum.
Ég var búinn
að brenna
inni í mér
af þrá til
Íslands allt
mitt líf !
viðtal 23 Helgin 6.-8. janúar 2012