Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Qupperneq 35

Fréttatíminn - 06.01.2012, Qupperneq 35
Helgin 6.-8. janúar 2012 heilsa 11 Yfirnáttúrulegur veitingastaður Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á. Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is Opnunartími: Virka daga 11-21 · Laugardaga 11-17 KYNNING  MaNNslíKaMINN Stöðugt álag M jaðmagrindina má kalla miðju mannslíkamans. Alltaf hvílir einhver þungi á mjaðmagrindinni hvort sem við sitjum, stöndum eða liggjum. Þessvegna er hún alltaf undir álagi og því mikið í húfi að hafa hana í lagi. Innan mjaðma- grindarinnar eru mörg innri líf- færi og vöðvar sem með flóknu samspili vinna saman að því að allt hreyfist og virki eins og það á að gera. Það er staðreynd að vandamál tengd mjaðmagrindinni sem leita inn á borð sjúkraþjálfara og lækna eru mun algengari hjá konum en körlum. Það er vegna þess að líkami kvenna er flóknari að þessu leyti en líkami karla og er til að konur geti gengið með börn. Því má þó ekki gleyma að þegar kemur að almennum hreyf- ingum og vöðvavinnu á þessu svæði þá eru kynin ekki svo ólík. Á meðgöngu reynir mikið á mjaðmagrindina hjá konum. Áhrif hormónsins relaxin sem, eins og nafn þess gefur til kynna, slakar á liðböndum mjaðma- grindarinnar til að hún geti gefið eftir og stækkað eftir því sem barnið vex, valda því stundum að konur fá verki í mjaðmagrindina á meðgöngu. Nokkuð algengt er að konur finni fyrir einhverj- um einkennum í mjaðmagrind á meðgöngu en það er þó ekki algilt. Það sem skiptir mestu máli er góð líkamsstaða, rétt líkamsbeiting og hófleg þjálfun líkamans eftir ástandi hverrar konu fyrir sig. Aðrir þættir skipta þó einnig miklu máli eins og til dæmis hvernig vinnu viðkomandi vinnur, það er að segja er mikið um líkamlegt eða einhæft álag í vinnu svo sem kyrrseta og fleira. Til þess að bregðast rétt við er nauðsynlegt að fá rétta fræðslu og leiðbeiningar hjá sjúkraþjálf- ara sem þekkir til. Stundum vill svo verða að konur fá grindarlos eða jafnvel grindargliðnun en þá er mun meiri óstöðugleiki í einhverjum af þremur aðalliða- mótum mjaðmargrindarinnar (spjaldliðunum tveimur eða líf- beini) og jafnvel í öllum þremur. Þegar það verður þarf konan að fara sér mun hægar og vera undir eftirliti eða í meðferð hjá sjúkraþjálfara á meðgöngunni. Hér er sá listi ekki tæmdur um sértækari vandamál sem konur geta upplifað í mjaðmagrindinni á meðgöngu. Sú umræða hefur oft komið upp síðustu ár hvers vegna verkir í mjaðmagrind og vandamál tengd meðgöngu virðast mun algengari í dag en þau voru hjá kynslóðunum á undan. Ýmsar kenningar eru á lofti en þó er ekkert sannað í þeim málum. Undirrituð hefur haft mikinn áhuga á því síðustu árin að skoða Mjaðmagrindin er miðja líkamans Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari, Gáska sjúkraþjálfun. hvort við getum komið í veg fyrir eða minnkað þau vandamál sem margar konur fást við eftir með- göngu og fram eftir aldri. Þessi vandamál eru meðal annars sig á grindaholslíffærum (aðallega þá þvagblöðru og legi) og aðrir kvillar því tengdir. Ýmislegt hefur breyst og batnað í fræðslu og upplýsinga- flæði til kvenna á meðgöngu og eftir hana og því er það áhugavert að skoða hvort vinna megi á móti þessum vandamálum með fræðslu, skoðun og greiningu sjúkraþjálf- ara sem sérhæfir sig á þessu sviði í samvinnu við lækni. Ef gripið er nógu snemma inn í þá má minnka eða lækna hvimleið vandamál og jafnvel koma í veg fyrir aðgerðir. Það getur haft mikil áhrif á lífs- gæði að vera með verki og því ætti enginn að spara sér það að fá faglegt mat og greiningu á sínum vandamálum. Ef gripið er nógu snemma inn í þá má minnka eða lækna hvimleið vandamál og jafnvel koma í veg fyrir aðgerðir. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa- dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.