Fréttatíminn - 06.01.2012, Qupperneq 37
Ég óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til hamingju með hugrakkt
framboð sitt, sem hún óx af. Því Hanna Birna endurspeglaði
þann kraft og hugrekki sem býr í sönnu lýðræði Sjálfstæðis-
flokksins engu síður en heilbrigt endurkjör formannsins.
S á andi vináttu og sátta milli sam-herja sem einkenndi Landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember
2011 verður lengi í minnum hafður,
því sumir eru vissulega ódælli en aðrir
í þeim hópi. Og glæsilegt endurkjör
Bjarna Benediktssonar sem formanns
eina stjórnmálaflokksins á Íslandi sem
berst fyrir frelsi einstaklingsins, við-
skiptafrelsi og jafnrétti í raun – þrátt fyr-
ir frækið mótframboð frá Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarfulltrúa – sýnir
svo ekki verður um villst þann lýðræðis-
kraft sem býr í flokkstarfinu.
Dirfska Hönnu Birnu
Virða ber þá miklu dirfsku sem felst í því að bjóða
sig fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins.
En hafa skal í huga að til þess að slíkt framboð nái
flugi þarf frambjóðandinn auðvitað að hafa byggt
afar traustan grunn undir flugbrautina. Og ef fram-
boð Davíðs Oddssonar gegn Þorsteini Pálssyni til
formanns Sjálfstæðisflokksins árið 1991 er borið
saman við framboð Hönnu Birnu gegn Bjarna Bene-
diktssyni nú í nóvember, blasir við hve mikið vantaði
upp á að þessi grunnur væri nægilega sterkur. Því
þegar Davíð bauð sig fram gegn Þorsteini hafði hann
verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins í tvö ár.
Og borgarstjóri Reykjavíkur í 9 ár, hvorki meira né
minna. Þess vegna vann hann. Og þó með naumum
mun (52 prósent atkvæða).
Segja má að ef til vill hafi Bjarna Benediktsson
vantað eitthvað upp á slíkan grunn þegar hann var
kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins 29. mars 2009.
En það er öllum ljóst núna að frá þeim tíma hefur
Bjarni eflst og styrkst við hverja raun. Því getur
enginn haldið fram í dag að Bjarni Benediktsson sé
óbarinn biskup. Þvert á móti hefur Bjarni nú þegar
og af hugrekki tekist á við margan viðkvæman
vanda af þeirri skynsemi, styrk og sveigjanleika sem
formennska stærsta og breiðasta stjórnmálaafls á Ís-
landi krefst.
Vissulega er Hanna Birna Kristjánsdóttir feiki-
lega öflugur stjórnmálamaður eins og Bjarni Bene-
diktsson þótt með ólíkum hætti sé. Og hún hefur
töluverða reynslu í ólgusjó stjórnmálanna, ekki síst
á vettvangi Reykjavíkurborgar. En var þessi reynsla
nægileg til að bjóða sig fram gegn formanni Sjálf-
stæðisflokksins? Svo virðist ekki vera.
Og þess vegna vann Bjarni með meiri
mun en Davíð.
Hvað er jafnrétti í raun?
Sumir virðast halda að sumir karlar séu
svo þröngsýnir að þeir kjósi karla bara af
því að þeir eru karlar. Og að sumar kon-
ur séu svo þröngsýnar að þær kjósi kon-
ur bara af því að þær eru konur. Sem er
viss mismunun. Og hlægileg rangtúlkun
á raunveruleikanum. Því auðvitað eru
konur djúpgreindari en svo. Og karlar
líka. Enda næðu margir karlar aldrei
kjöri án stuðnings frá konum. Og marg-
ar konur næðu aldrei kjöri án stuðnings frá körlum.
Að sjálfsögðu. Því það er jafnrétti í raun.
Og ekkert er fjarri stefnu Sjálfstæðisflokksins
en að búa til heift og skotgrafir á milli kynjanna. Er
ekki orðið nóg af ofstækisfólki sem hefur brennandi
áhuga á slíkum hernaði milli kvenna og karla? Slíkur
hugsunarháttur er óvinveittur jafnrétti í raun og til-
heyrir steinöld en ekki 21. öld. Það eru stjórnmál
komin niður á sandkassastigið. Slíkt ofstæki grefur
undan lýðræðinu. Slík þröngsýni elur á ójafnrétti,
andlýðræði, óvild og hatri milli fólks. Í stað alvöru
jafnréttis. Alvöru lýðræðis. Virðingar. Og vináttu.
Konur þurfa á körlum að halda. Og karlar þurfa
jafnmikið á konum að halda til að reka heilbrigt og
framsækið nútímaþjóðfélag sem byggir á lifandi
mannréttindum og djúpri virðingu fyrir öllum borg-
urum þess. Af báðum kynjum. Frá vöggu til grafar.
Enda hafnar Sjálfstæðisflokkurinn mismunun á
fólki eftir kyni. Ekkert frekar en eftir kynhneigð eða
litarhætti. Enda eru allar konur sem starfa á vegum
Sjálfstæðisflokksins þar eingöngu vegna eigin
kraftmiklu verðleika. Alls ekki einungis vegna kyns
síns. Ekkert frekar en karlarnir. Því það stríðir gegn
jafnrétti í raun.
Ég óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til ham-
ingju með hugrakkt framboð sitt, sem hún óx af. Því
Hanna Birna endurspeglaði þann kraft og hugrekki
sem býr í sönnu lýðræði Sjálfstæðisflokksins engu
síður en heilbrigt endurkjör formannsins. Og Bjarna
Benediktssyni óska ég til hamingju með sterkt og
skýrt umboð sitt sem formaður eina stjórnmála-
flokksins á Íslandi sem berst fyrir frelsi einstaklings-
ins, viðskiptafrelsi og jafnrétti í raun.
Hamingjuóskir til Hönnu Birnu
Hver átti að vinna
í formannskjöri
Sjálfstæðisflokksins?
ORMSSON · LÁGMÚLA 8 · 2. HÆÐ · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 / 530 2821 · www.hth.dk
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15
2. LAGERVARA OG ÓSAMSETT
Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH
1. SÉRPANTAÐ OG SAMSETT
Veldu réttu
innréttinguna
fyrir heimilið þitt.
HTH er hágæða
dönsk framleiðsla
og þú hefur 2
valkosti!
HTH FRAMLEIÐIR
INNRÉTTINGAR Í:
· ELDHÚS
· BAÐHERBERGI
· ÞVOTTAHÚS
OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI
Persónuleg og góð þjónusta
Viltu að við
hönnum sérstaklega
fyrir þig nýju eldhús- eða bað-
innréttinguna – án greiðslu?
Viltu fá faglegar ráðleggingar
við endurnýjun innréttinga og
svo pottþétt verðtilboð?
Endilega komdu þá
í heimsókn!
5 ára ábyrgð
á vöru og virkni
12 mánaða vaxtalaus
staðgreiðslulán
Ragnar Halldórsson
ráðgjafi.
Náðu árangri með
Fréttatímanum
*Capacent nóvember 2011
**Capacent september 2011
Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á
árangur - skilaboðin rata til sinna.
92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu
segjast vita að Fréttatíminn berst á
heimilið *
65% blaðalesenda á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann í viku
hverri.**
viðhorf 25Helgin 6.-8. janúar 2012