Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 06.01.2012, Qupperneq 42
30 bækur Helgin 6.-8. janúar 2012  RitdómuR StjaRna StRindbeRgS Almanak Háskólans, öðru nafni Íslandsalmanakið, hefur komið út samfellt síðan árið 1837. Útgáfan fyrir árið 2012 trónir nú í efsta sæti á bóksölulista Eymundsson. Höfundur, eins og undanfarin ár, er Þorsteinn Sæmundsson. 175 áRa útgáfuSaga  RitdómuR mannviSt – SýniSbók íSlenSkRa foRnleifa S tór bók – 470 síður í brotinu 20 x 25,5 – með atriðaskrá, heimilda-skrá og aftanmálsgreinum; helguð stöðunni í íslenskum fornleifarann- sóknum, forsögu rannsókna allt aftur á stofnunartíma Fornleifafélagsins 1879 og raunar lengra aftur og markar að auki í huga lesandans ómarkvissa hugmynd um brýna nauðsyn þess að í landinu fái að þrífast víðtæk sátt um vel fjármagnað rannsóknarstarf á mannvistum þjóðar- innar til lengri tíma, er fagnaðarefni. Höf- undurinn, Birna Lárusdóttir, gerir, ásamt átta öðrum fræðimönnum, grein fyrir stöðunni í þrjátíu og tveimur köflum í vel unnum og hugsuðum texta sem dýpkaður er með afbragðsgóðu myndefni, teikn- ingum, kortum, bæði frá fornu og nýju. Einkum eru það loftmyndirnar sem svifta hulunni af mannvistarleifum vítt og breitt um landið, yfirskyggðir staðir í landslag- inu verða sýnilegir svo lesandinn verður gapandi. Þó fornminjaskráningu virðist ekki að fullu lokið er staðan þessi: Það eru 130 þúsund minjastaðir þegar skráðir og þeim á eftir að fjölga – mikið. Af þeim hefur við aðeins nartað í moldina, kíkt í örfá prósent af því sem jörðin geymir og alltaf er eitthvað að koma okkur á óvart. Ritaðar heimildir eru ekki aðeins fátæklegar heldur beinlínis þegjandi um sitthvað sem hér hefur gerst. Hér er á ferðinni mikið öndvegisrit, al- þýðlegt í grunninn og prýðilega læsilegt; nákvæmt í útskýringum og útmálun á býsna miklu magni upplýsinga því víða þarf að setja staðreyndir í samhengi víðara svæðis í þekkingu okkar, orða hug- myndir um langa þróun og vel en veikt studdar kenningar og í því fara höfundar sér hvergi óðslega heldur gefa okkur hug- mynd af varfærni. Íslensk fornleifafræði er sannarlega hörkuspennandi fræðasvið. Margt er hér á sviði skipulagsfræðinnar; hver kafli ber yfirskrift um sitt, fyrstan ber að telja Bæjarhóla, þá Eyðibyggðir, Kuml, Kirkjur og kirkjugarða, Legstaði utan þeirra og svo má telja allt að loka kaflanum um Nýminjar. Ritið í heild sinni segir lesanda að breytingin sem leyfði almenna sam- keppni og sjálfstæðan rekstur í forn- leifarannsóknum hafi ekki aðeins svalað einkavæðingarþrá menntamálaráðherr- ans, Björns Bjarnasonar, og sumpart dregið úr getu Þjóðminjasafns til að halda úti rannsóknarstarfi í nýrannsóknum, heldur líka hleypt nýju blóði og fjármagni í einkaaðila á þessu sviði þar með talið erlendum stofnunum sem hljóta að líta á landið með öllum sínum huldu minjum sem gnægtabrunn. Stofnun Kristnihátíð- arsjóðs var vissulega mikil búbót, en nú er hann fallinn saman og enn er fjármagn háð hinu kenjaríka og fáfróða fjárveit- ingavaldi. Og það sem verst er: Úrvinnsla gagna, vinnan til að komast að birtri nið- urstöðu er ekki eins sexí og vinna á vett- vangi, hópur af fólki í sól að moka með skeið. Þetta er mikið áhyggjuefni. Bara sú hugmynd að ráðast í einu að Hólum, Þingvöllum og Skálholti í einu sama vett- vangi sýnir í hnotskurn galið sjónarhorn því einn staður af þessum þremur kallaði líkast til á fimm sinnum fimm ár. Þessa bók á að gefa öllum þingmönnum ef ein- hver vill vera rausnarlegur svo þeir öðlist nóga þekkingu á þessu sviði vísindastarfs í landinu. Mannvist Birnu Lárusdóttur er mikil og merkileg bók og þarft rit sem bak- hjarl kennslu í mörgum greinum grunn- skóla, framhaldsskóla og háskóla. Það vekur upp langa röð spurninga sem ekki verður svalað um sinn, minnir á óleystar gátur: Hvað er á bak við garðakerfin fyrir norðan? Hvað olli endalokum selstöðu upp til fjalla, hvað olli meginbreytingu á nýtingu búfjár þegar ekki var lengur fært frá? Hvað er að baki búðakjarnanum á Þingvöllum? Bókin vekur raunar fleiri spurningar en að hún veiti fullnægjandi svör. Hún er þannig hugvekja og ef vel tekst til um dreifingu hennar, lestur og not, getur hún orðið sprengiefni í hreyfli íslenskra mannvistarrannsókna. Útgef- andinn, Opna, allir aðstandendur og höfundur verksins eiga mikið hrós skilið fyrir þetta fallega, vel unna og mikilvæga verk. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Skyldulesning landsmanna Fimmta árið í röð eiga konur á Íslandi orðið í daga- talsbók bókútgáfunnar Sölku. Hún geymir hnyttnar tilvitnanir og fallega myndskreyttar. Eins og fyrr var sendur út keðjupóstur og konur beðnar um að skrifa hugleiðingar um hvaðeina frá eigin brjósti. Að baki bókarinnar standa 55 konur og allar veita þær örlitla innsýn í sitt daglega líf og þankagang í nútímanum. Hlutverk þessarar dagatalsbókar er bæði að vera hjálp í skipulaginu en líka að hvetja lesendur til að huga jafnt að því smáa sem stóra í því sem lífið býður upp á. Jafn meðal kvenna sem karla. Viðfangsefnin í gegnum árin hafa verið eins ólík og þau eru mörg og má þar til dæmis nefna jafnrétti, ástin í öllum sínum myndum, umhverfisvernd, listin, áttavitar, súkkulaði og hælaháir skór! Bókin dugar þannig körlum þeim sem vilja ná sambandi við sína kvenlegu hlið. Myrra Leifsdóttir hannar bókina sem fæst í öllum skárri bókabúðum. -pbb Konur eiga orðið allan ársins hring Mælingastofa Nelson var með fingurinn á sölulist- unum í Bretlandi í lok árs og hver haldið þið að hafi verið þar í efsta sæti seldra eintaka (935. 355 eintök)? Jú, rómaninn Einn dagur eftir David Nic- holls sem Bjartur gaf út og sat lengi vel efst á met- sölulistum hér en komst á endanum ekki einu sinni inn á lista yfir tuttugustu efstu sætin á lista bóksala sé litið til ársins alls. Í Bretlandi var svo sjónvarps- kokkurinn Jamie Oliver í öðru sæti en halaði þó mest inn tekna af öllum. Á enska listanum er Stieg Larson með þrjú pláss á topp tíu, John Grisham er í áttunda sæti með Játningar sínar en Kathryn Stockett í fimmta sæti með Húshjálpina. -pbb Breskar metsölubækur  Stjarna Strind- bergs Jan Wallentin: Þórdís Gísladóttir þýddi. Bjartur, 355 síður, 2011. Hinn menntaði reyfari er orðinn einhverskonar undirdeild í þeirri framreiðslugrein og í mörgum þeirra koma fyrir kátlegar og athyglisverðar hug- myndir, gjarnan á sviði samsæriskenninga um liðna atburði. Bjartsmenn voru snöggir til að kaupa útgáfurétt af Stjörnu Strindbergs sem kom út hjá Bonniers og víðar árið 2010 og að láta Þórdísi Gísladóttur þýða hana. Höfundurinn er blaðamað- ur, Jan Wallentin, fæddur 1970 og var spennusagan seld víða um álfur strax á undirbúningsstigi fyrir frumútgáfuna (svar Svíþjóðar við Dan Brown) og svo er kvikmyndarétturinn seldur. Í sögunni er ýmsu blandað saman: Hella- og námukönnun, nýrri túlkun á André-leiðangrinum með loftbelg á norðurpólinn, ástandi kirkjugarða fyrri heimstyrjaldar umhverfis Ypres, skammta- fræði þeirra sem eiga gott heimaapótek af „öps“ og „dáners“ og Sven Hedin og Ágúst Strindberg stinga inn nefinu. Svo eru enn nýttir sögupartar úr stuttri en alræmdri starfstíð þýskra nasista sem er sænskum hjartfólgin svo nærri sem þeir stóðu Þýskalandi allan þann tíma, bæði í viðskiptum og víða hugsjónalega líka. Ætlar sú náma að reynast sænskum krimmahöfundum djúp. Stjarna Strindberg er hröð í gang og heldur áhuga lesanda vel fram yfir miðju en þá verða slík ólíkindi í sögunni að hætta er á að margir loki á framhaldið, ég keyrði áfram á viljastyrknum einum og undraðist oft hversu höfundurinn var kominn langt fram úr sjálfum sér í vitleysislegum hug- myndum til að keyra söguna áfram. Sögur af þessu tagi, sem víkja frá hefðbundnum slóðum og sækja sér efni í fræðikima ýmiskonar til að gera sögu- heiminn breytilegan frá hinum velþekkta heimi klisjubókmennta skáldsögunnar fengu byr undir báða vængi í kjölfar velgengni Dan Brown. Þess- háttar bókmenntir eru skrifaðar af hagnaðarvon einni og megna sumar að skaffa höfundum sínum, útgefendum og umboðsmönnum gott lifibrauð. Margar bjóða uppá lausnamiðað ferli sem felst í því að stóra gátan er upplýst eftir rannsókn á nokkrum sjónarhornum. Könnunarsveitin er gjarna samsett af karli og konu (einsog hér) og þau eru andstæður í háttum (einsog hér). Oft er leitað á afvikna staði (kirkjugarður og forn kastali koma fyrir hér) og gjarna sýna þeir holur hins falda valds sem er karl- lægt og aldrað og byggir á fornum reglum. Í þessu tilviki tókst vel til þar til komið var inn í plottið mitt enda fór þá að skína í lausn furðusögu sem sveif niður á plan fantasíu. -pbb Stærsti leyndardómur heimsins  mannvist – sýnis- bók íslenskra fornleifa Birna Lárusdóttir Opna, 474 síður, 2011. Mannvist Birnu Lárusdóttur er mikil og merkileg bók, öndvegisrit, alþýðlegt í grunninn og prýðilega læsilegt. Birna Lárusdóttir Ef vel tekst til með dreifingu og lestur getur bók hennar orðið sprengiefni í hreyfli íslenskra mannvistarrann- sókna. [ég] undraðist oft hversu höfundurinn var kominn langt fram úr sjálfum sér í vitleysislegum hugmyndum til að keyra söguna áfram. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.