Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 52

Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 52
Helgin 6.-8. janúar 201240 tíska Fjölbreytt tíska í fjöllunum Í vikunni skellti ég mér á skíði í Bláfjöll, eins og vonandi flestir Reykvíkingar. Gömlu skíðagræjurn- ar voru teknar fram og allt tilheyrandi: Föðurland- ið, skærbleiku skíðabuxurnar mínar, úlpan og öll þau hlýju föt sem hlífðu mér fyrir þessu frosti sem beit í kinnar þegar ég brunaði niður brekkurnar á fleygiferð, voru dregin fram. Ég var ekki sú eina sem hafði dregið fram gömlu skíðafötin og þóttist alveg hæstánægð með þær græjur sem hafa þjónað mér ágætlega í gegnum árin. Skipta mátti fólki gróflega í tvo hópa: Skíðafólk og brettafólk. Mig grunar að brettafólkið, sem flest var ungt, hugsi og pæli meira í hverju það klæðist í brekk- unum. Sumt þeirra skildu úlpuna eftir heima, kusu frekar hettu- peysu en þykka skíðaúlpu, en vonandi klæddust þau hlýjum og þéttum flíkum undir henni. Skíðafólkinu virðist standa meira á sama um klæðaburðinn. Unga fólkið telur það almennt lúðalegra að þeytast um á skíðum í brekkunum. Sem af leiðir að þau sem kjósa frekar skíðin stendur meira á sama um hvort þau geri sig lúða- legri með því að klæða sig í gamla góða skíðagallann. Hann er kannski ekki sam- kvæmt nýjustu tískunni, en ég skal sko sverja fyrir það að mun þægilegra er að skíða og detta í þéttum skíðagalla sem hleypir engum snjó eða kulda inn að líkamanum. En alhæfingar geta vitaskuld reynst vara- samar í þessu sem öðru. Allt brettafólk er ekki svona og sama gildir um skíðafólkið. Þetta eru bara einhverjar staðalímyndir sem ég og margir aðrir hafa búið til í hausnum á sér. Svo er þetta jú allt saman smekksatriði hvað er lúðalegt og hvað ekki. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Söngkonan og fyrrum X-factor dómarinn Cheryl Cole stofnaði hjálparsjóð til styrktar börnum síðastliðin apríl og hefur hún verið dugleg við að safna í sjóðinn síðan þá. Nú fyrr í vikunni setti söngkonan á markað rauðan varalit sem hún hannaði í samstarfi við L’Orial og mun allur ágóði sölu renna í hjálpar- sjóðinn. Þetta er aðeins ein gerð að varalit og valdi hún lit sem passar við flesta húð– og hárliti. Liturinn mun þó aðeins vera framleiddur í takmörkuðu magni í Bretlandi og mun að öllum líkindum seljast upp í þessum mánuði. Cheryl Cole framleiðir varalit fyrir gott málefni Snyrtivörufrömuðurinn Bobbi Brown kynnti á dögunum nýja snyrtivörulínu sem kölluð er Neon and Nude og er hún væntanleg á markað fyrir sumarið. Línan mun samanstanda bæði af snyrtivörum í sterkum neonlitum en einnig í hlutlausum litum til Neon and Nude lína frá Bobbi Brown Rauði hárlitur Rihönnu, sá sem hún skartaði á síðasta ári, var valinn sá hárlitur sem mest hafði áhrif á árinu 2011. Segja má með sanni að þessi hárlitur hafi farið sigur- för um heiminn. Ísland er engin undantekning og hafa konur hér á landi litað á sér hárið í þessum lit í stórum stíl og verið áberandi; þetta er hárlitur sem fáar konur létu sjá sig með hér áður fyrr en um er að ræða æpandi lit sem fer varla framhjá nokkrum manni. Áhrifamesti hárlitur síðasta árs Föstudagur Skór: H&M Leggings: Weekday Bolur: Verslun í París Jakki: Gamall frá mömmu Þriðjudagur Skór: Primark Buxur: Dorthy Perkins Bolur: Primark Hringur: Weekday Klæðist alltaf háhæluðum skóm Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Kjóll: H&M Sokkabuxur: Hagkaup Eyrnalokkar: Dorthy Perkins Miðvikudagur Skór: H&M Samfestingur: H&M Peysa: H&M Hálsfesti: Kolaportið Elísa Rut Hall- grímsdóttir er 19 ára nemi í Verslunarskóla Íslands og vinnur samhliða náminu bæði í Björnsbakarí sem og á saumastofu. „Hann er svolítið breyti- Mánudagur Skór: Primark Buxur: Topshop Bolur: Weakday Hringur: Topshop mótvægis. Hönnuður línunnar segir að sumarið muni einkennast af þessari blöndu; litglaðar snyrtivörur í bland við þær hlutlausu. Eldrauður varalitur við húðlitaðan augnskugga fer vel saman, að sögn. Línan mun seljast á sanngjörnu verði víða um heim og er væntanleg hingað til lands á vormánuðum. legur. Fer eftir í hvernig stuði ég er í,“ segir Elísa þegar spurt er út í stílinn hennar. „Ef ég er í hippa stuði, þá klæði ég mig þannig. Ef ég er í stuði til að vera venjuleg, þá klæði ég mig þannig. En yfirleitt þá nota ég ekki mikið af skarti og klæðist alltaf háhæluðum skóm. Finnst ég klaufaleg ef ég er í flatbotna.“ Elsa Rut segir að fötin sem hún gangi mest í kaupi hún helstí Topshop, H&M og Einveru. „En Weekday og Primark eru uppáhalds búð- irnar mínar og ég versla líka þar. Hönnuðurinn Bailman er upppáhalds hönnuðurinn minn; rokk- araleg tíska og mjög flott.“ Útsala Allar nýjar vörur á 50% afslætti Allar eldri vörur á 70% afslætti

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.