Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 6
landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA *Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is. Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam- kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e… irliti Fjármála- e… irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt ‰ árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en ‰ árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg um‰ öllun um ‰ árfestingar- stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í ‰ árfestingu í honum. Landsbankinn býður upp á ‰ öl- breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem ‰ árfestir í verðtryggðum skuldabréf- um íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eigna- safn með áskri… frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri… . Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á ‰ armalaradgjof@landsbankinn.is. Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011 16,3% Ársávöxtun 2011*  RÚV EuRoVison Æ tla að láta tékka á því við lögfræðing hvort ég geti komist hjá því að segja þér þetta – til að forða nefndarmönn- um frá aðkasti. Læt þig vita um niðurstöðuna strax og hún liggur fyrir.“ Þetta var svar Páls Magnússonar útvarpsstjóra á mánudag við beiðni Fréttatímans um nöfn og ferilskrá allra meðlima dómnefndar fyrir Söngva- keppni sjónvarpsins árið 2012 á grundvelli 3. greinar II. kafla Upp- lýsingalaga nr. 50/1996. Á mið- vikudag klukkan eina mínútu yfir eitt barst síðan svar frá honum þar sem hann nafngreindi dómnefndar- meðlimi. Þeir eru í þeirri röð sem Páll tilgreinir þá: Magnús Kjartans- son, tónlistarmaður, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, Kristjana Stefáns- dóttir, söngkona og -kennari, Davíð Olgeirsson, tónlistarmaður og markaðs- og vefritstjóri á Bifröst, Þórdís Schram, dansari og dans- höfundur, Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari í Retro Stefson og Álf- heiður Erla Guðmundsdóttir, nemi í MH og söngkona. Í kjölfar svarsins til Fréttatímans birtust fréttir um dómnefnd- ina á öðrum miðlum. Áður hafði Páll neitað að veita upplýsingar um nefndina en nokkur styrr hefur staðið um störf hennar og áhrif í tengslum við val á framlagi Íslands til Euro- vison þetta árið. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Páll Magnússon gaf eftir, að höfðu samráði við lögfræðing og svipti leyndarhjúpnum af dómnefndinni. Leynidómnefnd RÚV afhjúpuð Magnús Kjartansson vonast eftir því að fá frið frá æstum Eurovision-aðdáendum. Útvarpsstjóri reyndi hvað hann gat til að halda nöfnum meðlima dómnefndar leyndum, meðal annars með því að leita til lögmanns en virti í kjölfar þess lög um upplýsingaskyldu opinberra stofnana.  nýsköpunaRVERðlaun ÁhÆttuREikniR lÆknanEma Tól til aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum Vilhjálmur Steingrímsson lækna- nemi fékk á þriðjudaginn nýsköp- unarverðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma hjá öldruðum. Verðlaun- in eru veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úr- lausn verkefnis sem styrkt var af Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Rann- sókn Vilhjálms lýtur að því að útbúa tól sem aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum og gefur þannig tækifæri til markvissra forvarna fyrir þann aldurshóp. Slík tól eru ekki aðgengi- leg í Evrópu í dag. Kransæðasjúkdómar eru ein helsta orsök alvarlegs heilsubrests hjá öldruðum og kostnaður við lyf og þjónustu sem fylgir hjartaáföll- um er mikill. Með því að seinka eða koma í veg fyrir alvarlegar afleið- ingar kransæðasjúkdóms má bæta lífsgæði aldraðra og einnig létta af heilbrigðiskerfinu. Í verkefninu er leitast við að finna þætti með for- spárgildi sem einstaklingar geta sjálfir haft áhrif á, eins og reykingar, hreyfingu, blóðfitu og blóðþrýsting, með bættu mataræði, sem og að búa til tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að styðjast við í fyrirbyggjandi starfi hvað varðar hjarta- og kransæða- sjúkdóma meðal aldraðra. Sex öndvegisverkefni voru til- nefnd til verðlaunanna í ár, eins og fram kom í Fréttatímanum síðastlið- inn föstudag; bætt nýtni í grænmet- isrækt, eyðibýli á Íslandi, greining prentgripa, jarðsegulsviðshermir og þróun við mat og viðgerðir á landi vegna utanvegaaksturs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Vilhjálmur Steingrímsson hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Ljósmynd Br.G 6 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.