Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 6
landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
j
l.
is
•
S
ÍA
*Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar
um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is.
Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam-
kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e
irliti Fjármála-
e
irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og
Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt
árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði
hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís-
bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um
sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á
landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að
kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum,
en þar er meðal annars ítarleg um öllun um árfestingar-
stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum.
Landsbankinn býður upp á öl-
breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða.
Sparibréf verðtryggð er sjóður sem
árfestir í verðtryggðum skuldabréf-
um íslenska ríkisins og hefur það
markmið að endurspegla ávöxtun
verðtryggðra ríkisskuldabréfa.
Reglubundinn sparnaður
Með reglubundnum sparnaði í
sjóðum getur þú byggt upp eigna-
safn með áskri
frá 5.000 kr. á
mánuði. Enginn munur er á kaup-
og sölugengi í áskri
. Sparnað
í sjóðum má alltaf innleysa.
Komdu við í næsta útibúi, hringdu
í 410 4040 eða sendu okkur póst
á armalaradgjof@landsbankinn.is.
Framúrskarandi
ávöxtun Sparibréfa
verðtryggðra á
árinu 2011
16,3%
Ársávöxtun
2011*
RÚV EuRoVison
Æ tla að láta tékka á því við lögfræðing hvort ég geti komist hjá því að segja þér þetta – til að forða nefndarmönn-
um frá aðkasti. Læt þig vita um niðurstöðuna
strax og hún liggur fyrir.“ Þetta var svar Páls
Magnússonar útvarpsstjóra á mánudag við
beiðni Fréttatímans um nöfn og ferilskrá allra
meðlima dómnefndar fyrir Söngva-
keppni sjónvarpsins árið 2012 á
grundvelli 3. greinar II. kafla Upp-
lýsingalaga nr. 50/1996. Á mið-
vikudag klukkan eina mínútu yfir
eitt barst síðan svar frá honum þar
sem hann nafngreindi dómnefndar-
meðlimi. Þeir eru í þeirri röð sem
Páll tilgreinir þá: Magnús Kjartans-
son, tónlistarmaður, Kristín Björg
Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá
Umferðarstofu, Kristjana Stefáns-
dóttir, söngkona og -kennari, Davíð
Olgeirsson, tónlistarmaður og
markaðs- og vefritstjóri á Bifröst,
Þórdís Schram, dansari og dans-
höfundur, Logi Pedro Stefánsson,
bassaleikari í Retro Stefson og Álf-
heiður Erla Guðmundsdóttir, nemi í
MH og söngkona. Í kjölfar svarsins
til Fréttatímans birtust fréttir um dómnefnd-
ina á öðrum miðlum. Áður hafði Páll neitað
að veita upplýsingar um nefndina en nokkur
styrr hefur staðið um störf hennar og áhrif í
tengslum við val á framlagi Íslands til Euro-
vison þetta árið.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Páll Magnússon gaf
eftir, að höfðu samráði
við lögfræðing og svipti
leyndarhjúpnum af
dómnefndinni.
Leynidómnefnd
RÚV afhjúpuð
Magnús Kjartansson vonast eftir því að fá frið frá æstum Eurovision-aðdáendum.
Útvarpsstjóri reyndi hvað hann gat til að halda nöfnum meðlima
dómnefndar leyndum, meðal annars með því að leita til lögmanns
en virti í kjölfar þess lög um upplýsingaskyldu opinberra stofnana.
nýsköpunaRVERðlaun ÁhÆttuREikniR lÆknanEma
Tól til aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum
Vilhjálmur Steingrímsson lækna-
nemi fékk á þriðjudaginn nýsköp-
unarverðlaun forseta Íslands fyrir
áhættureikni fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma hjá öldruðum. Verðlaun-
in eru veitt námsmönnum sem hafa
unnið framúrskarandi starf við úr-
lausn verkefnis sem styrkt var af Ný-
sköpunarsjóði námsmanna. Rann-
sókn Vilhjálms lýtur að því að útbúa
tól sem aðstoðar við mat á áhættu á
hjartaáföllum til skamms tíma hjá
öldruðum og gefur þannig tækifæri
til markvissra forvarna fyrir þann
aldurshóp. Slík tól eru ekki aðgengi-
leg í Evrópu í dag.
Kransæðasjúkdómar eru ein
helsta orsök alvarlegs heilsubrests
hjá öldruðum og kostnaður við lyf
og þjónustu sem fylgir hjartaáföll-
um er mikill. Með því að seinka eða
koma í veg fyrir alvarlegar afleið-
ingar kransæðasjúkdóms má bæta
lífsgæði aldraðra og einnig létta af
heilbrigðiskerfinu. Í verkefninu er
leitast við að finna þætti með for-
spárgildi sem einstaklingar geta
sjálfir haft áhrif á, eins og reykingar,
hreyfingu, blóðfitu og blóðþrýsting,
með bættu mataræði, sem og að búa
til tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk til
að styðjast við í fyrirbyggjandi starfi
hvað varðar hjarta- og kransæða-
sjúkdóma meðal aldraðra.
Sex öndvegisverkefni voru til-
nefnd til verðlaunanna í ár, eins og
fram kom í Fréttatímanum síðastlið-
inn föstudag; bætt nýtni í grænmet-
isrækt, eyðibýli á Íslandi, greining
prentgripa, jarðsegulsviðshermir og
þróun við mat og viðgerðir á landi
vegna utanvegaaksturs.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is Vilhjálmur Steingrímsson hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Ljósmynd Br.G
6 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012