Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 16
Dularfull veikindi settu strik í reikninginn Hún missti nærri af bankahruninu vegna veikinda sem hún glímdi við á þeim tíma. Hún sigraðist á þeim með hjálp sjúkraþjálfara, er full jákvæðni og orku og lætur lífið koma sér á óvart. Þó ekkert kæruleysislega á óvart, því Hugrún Halldórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er skynsöm. Ljósmynd/Hari H ugrún Halldórsdóttir hrífst ekki auðveldlega, hefur ekki lent í ástarsorg og segist vera svona hálfgerður Chandler í Friends – ætli það þýði þá að hún breiði yfir óöryggi með háði, spotti og kaldhæðni? Nei, sjálf segir hún að skjöldinn setji hún upp svo hún verði ekki stungin í hjartastað; svona eins og háðfugl- inn Chandler ver sig. Velta má því fyrir sér hvort Hugrún sé þó ekki frekar Grace úr Will & Grace, því hún stólar á besta vin sinn Ragnar. Þau Ragnar & Hugrún hafa síðustu þrjú árin leigt saman á Laugavegi og hafa fylgst að frá því í fyrsta bekk í barnaskóla. Þau eru ekki par. „Hann er svo skilningsríkur og svo rólegur þegar ég er „tense“.“ Fram að því var hún rígbundin vesturbæ Kópavogs. Hún bjó á Borgarholtsbrautinni alla æsku sína og fram á miðjan þrítugs- aldur. Ákvað að sækja framhaldsnám í MH, en saknaði þá svo vina sinna úr Kópavogi að hún mætti næstu önn í MK. Hún hleypti þó heimdraganum og fór í spænskunám í Salamanca á Spáni fyrir tíu árum síðan, þá nýorðin átján ára. Og hún var Au Pair í Lúxemborg eftir menntaskólanám. Hugrún hefur lífgað upp á sjónvarpsfrétt- irnar. „Enda fellur mér vel að vinna jákvæð- ar fréttir,“ segir hún þar sem hún kemur sér fyrir á Kaffitári í Borgartúni, vippar af sér jakkanum og bíður eftir beyglu og gosi sem hún pantaði í afgreiðslunni. Í skuldafeni eftir veikindi „Ég var lengi heima hjá mömmu og pabba. Og draumurinn er að kaupa af þeim húsið einn daginn,“ segir hún og brosir svo skín í skjannahvítar tennur og spékoppur myndast í kinn hennar. Hún er miðjubarn foreldra sinna, á eldri systur „sem er alveg eins og ég, bara þremur árum eldri“ og yngri bróður. Hún lýsir því að það hafi ekki komið til af góðu að hún flutti ekki fyrr að heiman. „Ég lenti í skuldafeni. Ég varð veik á há- skólaárunum og fékk yfir mig bylgjur af námslánum sem fóru á yfirdrátt. Ég ákvað því að spara á meðan ég ynni mig út úr því.“ Það var því ekki vegna óráðsíu, kaup- gleði og bílalána sem skuldirnar hlóðust upp. Hún lá rúmföst í nærri eitt ár, sem er ástæða þess að hún var ekki með hugann við hrunið heldur heilsu sína. „Sársaukinn stafaði af hálsliðunum. Árið 2002 byrjaði ég að fá hausverkjaköst sem ágerðust þar til ég árið 2007 til 2008 að ég lá rúmföst. Ég man rosalega lítið eftir þessum tíma. Ég var Framhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.