Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 32
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL WAR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/THISMEANSWAR HEIMSFRUMSÝND Í DAG! VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! 4 ferming Helgin 17.-19. febrúar 2012  fERMINGARUPPRIfJUN FYRIR 30 ÁRUM É g fermdist 4. apríl fyrir akkúrat 30 árum í Bústaðarkirkju hjá séra Ólafi Skúlassyni,“ segir Laufey Arna Johansen flugfreyja og mynd- listakona. „Þetta var mjög stór dagur fyrir mig. Mér fannst þetta allt mjög hátíðlegt. Ég man mjög vel eftir því þegar séra Ólafur talaði um að við værum að staðfesta trú okkar og skírnina og ég tók þessu mjög alvarlega. Ég var mjög meðvituð um að þetta var dagurinn minn og fyrsta stórveislan sem var haldin bara fyrir mig, fyrir utan afmæli auðvitað. Mér var sagt að nú væri ég komin í fullorðinna manna tölu og mér fannst ég hafa orðið fullorðin á einum degi. Það var mikið mál að finna rétta kjólinn og endaði á að kaupa hvítan, útvíðan blúndulkjól sem við mamma fundum í verslun í Hafnarfirði. Ég leit út eins og algjör prinsessa, með hvíta hanska í stíl og flotta slöngulokka sem setti punktinn yfir i-ið. Eins og flest börn fór ég í fermingar- myndartöku sem mér fannst á þeim tíma heppnast mjög vel. Í dag finnst mér myndirnar ekkert sérstakar. Ég skipti um föt í tökunni og var meðal annars í gulum samfesting sem í dag finnst mér þó skárri en hvíti kjóllinn. En þetta var tískan á þessum tíma. Deginum eyddi ég svo með stórfjölskyldu minni sem ég bauð heim í kaffi og kökur. Það sem er mér minnistæðast, fyrir utan athöfninna í kirkjunni, var þegar ég sat í herberginu mínu, umkringd frænkum og vinkonum, og tók upp gjafirnar. Ég fékk margt falleg í fermingargjöf; svefnpoka, kasettutæki sem ég var æðislega ánægð með, skartgripi og fullt af peningum sem ég eyddi seinna til að komast í tungumálaskóla í Bretlandi. Þetta var táknrænn dagur og ég man vel hversu ánægð ég var með hann.“ -kp Laufey Arna Johansen fermdist fyrir 30 árum. Varð fullorðin á einum degi Ég leit út eins og algjör prins- essa, með hvíta hanska í stíl og flotta slöngu- lokka sem setti punktinn yfir i-ið. „Í ár eru fermingar- strákarnir mjög spenntir fyrir slaufum í allskonar litum. Mjóa bindið, sem hefur verið svo vinsælt undanfarin ár heldur þó vinsældum sínum og hika strákarnir ekkert við að velja sér áberandi og skæran lit. Strákarnir sækja svo talsvert í að fá vasaklút í stíl við slauf- una eða bindið sem er skemmtileg nýbreytni,“ segir Sindri Snær versl- unarstjóri Gallerí Sautj- án Kringlunni. Vin- sælt háls- tau ferm- ingar- stráka Fáir strákar kjósa að klæð- ast gallabuxum í fermingunni í ár. Þeir virðast vilja vera fínir og herralegir og velja sér jakkaföt sem eru með að- sniðnum jakka og niðurþröng- um buxum. Vesti í stíl, undir jakkafötin, í anda Board walk Empire, eru mjög vinsæl og sumir kjósa jafnvel að sleppa jakkanum og velja sér aðeins vestið í stíl við buxurnar. V ilj a ve ra fí ni r og h er ra le gi r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.