Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 39
Fært til bókar „Boddýbílar“ næst hjá Strætó? Hópaferðafyrirtæki sem sinnt hafa strætis- vagnaakstri fyrir Strætó bs. milli höfuð- borgarsvæðisins og nálægra þéttbýlis- staða, til dæmis Selfoss, Akraness og Borgarness, hafa fram til þessa sinnt akstr- inum á hópferðabílum þar sem sæti eru fyrir alla farþega. Fyrir stuttu bauð Strætó þessa akstursþjónustu út þar sem gert var ráð fyrir að farþegar gætu staðið í vögn- unum. Jafnframt var leiðakerfið útvíkkað svo nú er hægt að fara standandi í strætó frá Reykjavík allt til Hafnar í Hornafirði. Margir hafa lýst áhyggjum vegna þessa, meðal annars Umferðarstofa. Öryggisbelti eru ekki í strætisvögnum eins og er í rútum en áhyggjurnar beinast einkum að öryggi standandi farþega á langleiðum þar sem hraði er mun meiri en í strætisvögnum sem aka innanbæjar en í þeim getur fólk staðið, eins og kunnugt er. Talsmaður rútufyrir- tækisins Allrahanda sagði á fésbókarsíðu sinni, að því er Félag íslenskra bifreiða- eigenda greinir frá, að að sérkennilegt sé að sveitarfélögunum, sem eru að taka yfir almenningssamgöngur af sérleyfis- höfum, eigi að leyfast að ofurselja farþega sína minna ferðaöryggi en þeir nutu hjá sérleyfishöfunum, með því að leyfa að far- þegar standi á utanbæjarleiðum þar sem hámarkshraði er 90 km og umferð á móti. Ríkisútvarpið hafði eftir Einari Magnúsi Magnússyni hjá Umferðarstofu að með því að hafa standandi farþega í strætisvagni á fullri ferð úti á þjóðvegum sé verið að fara út fyrir þau öryggismörk sem menn vilji draga og þetta sé einfaldlega ekki í lagi. Menn bíða nú eftir næsta leik Strætó sem væntanlega verður að endurvekja „boddý- bílana“ svokölluðu sem þjónuðu sem fólks- flutningabílar á fyrstu árum bílaumferðar hér á landi. Þá var einfaldlega smíðað hús á vörubílspalla og fólki hrúgað í þau, líkt og sláturfénaði, og síðan ekið af stað. Umhverfisvæn sala í Kolaportinu „Umhverfisvæn Tobba flýr Kópavog“. Svo sagði í fyrirsögn Fréttablaðsins á þriðjudaginn um brottflutning Þorbjargar Marínósdóttur frá heimabæ sínum til Reykjavíkur. Fram kom að hún hefði keypt sína fyrstu íbúð með unnusta sínum, Karli Sigurðssyni borgarfulltrúa, við Ránargötu. Þetta er eins og gengur í lífi ungs fólks sem stofnar heimili. Hingað til hafa það ekki þótt sérstök tíðindi þótt fólk flytji sig yfir bæjarmörk Reykjavíkur og Kópavogs enda liggja þau saman á löngum köflum. Tobba tók hins vegar fram að mikil tímamót væru að kveðja Kópavog en bætti því við að hún prísaði sig eiginlega sæla að vera að fara því sama dag og hún hefði skrifað undir kaupsamninginn hefði Gunnar Birgisson komist aftur til valda. Tobba telur sinn sveitarstjórnarmann vistvænni en gamla Kópavogsharðjaxlinn og verður að fylgja þeirri línu, fórna hælaskónum og kaupa flatbotna í staðinn. Huggun er þó harmi gegn að hún getur splæst í hvítvínsglas í hópi vinkvenna án þess að hafa áhyggjur af leigubílnum heim. Í lok viðtalsins kom hins vegar í ljós að raunveruleg ástæða viðtalsins var hvorki valdataka Gunnars né vistvænn borgarfulltrúi nágrannasveitar- félagsins heldur viðvera Tobbu í Kolaport- inu síðar í þessum mánuði. Þar ætlar hún að selja úr fataskápum sínum og losa um. „Ekki veitir heldur af fjármagninu,“ segir hún, „þegar maður er búinn að steypa sér í skuldir.“ Laugardagur til lista Laugardaginn 18. febrúar kl. 13.30 heldur Guðni Tómasson listsagnfræðingur fyrirlestur í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19. Fyrirlesturinn ber heitið Óróleikinn nær til Íslands. Guðni mun fjalla um umbrot í þjóðlífi og myndlist um miðja 20. öld. Sýnd verða verk úr safneign Arion banka. Laugardagur til lista. Allir velkomnir. Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.