Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 60
Plötudómar dr. gunna
Elabórat
GP!
Römmum rústað
Guðmundur Pétursson
(GP!) hefur lengi verið einn
helsti gítarleikari landsins.
Hann stígur nú fram í ann-
að skipti með sólóplötu, en
sú fyrri, hin þyngslalega
Ologies kom út 2008. Enn
er tónlistin ósungin og
Guðmundur að spila tónlist
algjörlega út frá eigin
forsendum. Hann gerir það
sem honum dettur í hug,
lögin eru tilraunakennd,
mjög fjölbreytt og fara
ítrekað í óvæntar og
spennandi áttir þar sem
römmum er rústað. Erfitt
er því að troða Guðmundi
í flokk: Hér gæti sumt
hlaupið á djassvellinum,
margt er í ætt við góða
kvikmyndatónlist, enn
annað er stökkbreytt rokk
með gítarriffum og fíniríi.
Niðurstaðan er spenn-
andi músík, vel ígrunduð,
feikivel flutt og alveg þræl-
skemmtileg.
the Vintage Caravan
The Vintage Caravan
Framtíðarmenn
Hljómsveitin The Vintage
Caravan er skipuð strákum
sem enn eiga nokkur ár
í tvítugt. Þeir hafa samt
spilað saman lengi, orðið
þéttari í bílskúrnum og sóttu
þriðja sætið í Músíktilraunir
2009. Þeir eru allir í gamla
góða hipparokkinu og taka
meistara eins og Hendrix,
Zeppelin og Cream sér til
fyrirmyndar. Strákarnir eiga
það til að gleyma sér í full
löngum riff-endurtekningum
og innlifunar-sólóum og þá
líður manni dálítið eins og
maður sé bundinn ofan í
stól í bílskúrnum hjá þeim
á endalausri æfingu. Þeir
mættu skera djamm-fituna
af og skerpa á laglínunum.
Margt er samt flott, Wild
Child og Going Home eru
bestu lögin, töff og hress-
andi. Það er fullljóst að
þetta eru framtíðarmenn
þótt þeir séu að spila for-
tíðarmúsík.
distance
Steve Sampling
Tískusýningar-
diskó
Rafútgáfan Möller kennir
sig við diskódísina Helgu
Möller en hefur samt ekki
fengist við diskó til þessa.
Sá sem hysjar upp um sig
diskóbuxurnar er Steve
Sampling (Stefán Ólafsson),
en hann hefur áður gert
fjórar sólóplötur í hip hop
raf-bræðslugír. Distance
inniheldur fjögur lög. Titil-
lagið er snyrtilega sungið
á kynþokkafullan hátt af
Braga Eiríki Jóhannssyni, en
annars er músíkin ósungin
með radd-sömplum. Þetta
er ágætis stöff, fágað og
áferðarfallegt og vel til þess
fallið að spilast í tískubúð
eða við tískusýningu. Það
er alllangt í grípandi eyrna-
tyggjó og meira lagt upp úr
fljótandi en þó taktföstum
fílingi. Steve kann þetta.
Nálgist gripinn rafrænt á
www.mollerrecords.com.
ORMSSON · LÁGMÚLA 8 · 2. HÆÐ · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 / 530 2821 · www.hth.dk
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15
2. LAGERVARA OG ÓSAMSETT
Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH
1. SÉRPANTAÐ OG SAMSETT
Veldu réttu
innréttinguna
fyrir heimilið þitt.
HTH er hágæða
dönsk framleiðsla
og þú hefur 2
valkosti!
HTH FRAMLEIÐIR
INNRÉTTINGAR Í:
· ELDHÚS
· BAÐHERBERGI
· ÞVOTTAHÚS
OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI
Persónuleg og góð þjónusta
Viltu að við
hönnum sérstaklega
fyrir þig nýju eldhús- eða bað-
innréttinguna – án greiðslu?
Viltu fá faglegar ráðleggingar
við endurnýjun innréttinga og
svo pottþétt verðtilboð?
Endilega komdu þá
í heimsókn!
5 ára ábyrgð
á vöru og virkni
12 mánaða vaxtalaus
staðgreiðslulán
Leiksýning fyrir börn frá 4 ára aLdri
höfundur HELGA ARNALDS
leikstjórn CHARLOTTE BØVING
tónlist EIVØR PÁLSDÓTTIR
Leikhúsið
10 fingur
Miðapantanir á midi.is og í Norræna húsinu s: 551 7030
Nánari upplýsingar á tiufingur.is
Sýningar í Norræna húsinu
Síðustu sýningar 26. febrúar!
BÖRNIN SKAPA
Eftir sýninguna fá börnin að skapa úr pappírnum úr
sýningunni undir handleiðslu myndlistarmanna.
Lau. 18. feb. kl. 12.00 uppselt
Lau. 18. feb. kl. 15.00 uppselt
Sun. 19. feb. kl. 12:00 aukas.
Sun. 19. feb. kl. 14.00 uppselt
Lau. 25. feb. kl. 12.00 aukas.
Lau. 25. feb. kl. 15.00
Sun. 26. feb. kl. 12.00 aukas.
Sun. 26. feb. kl. 15.00
E.B. Fréttablaðið
LA BOHÈME
GIACOMO PUCCINI
Hulda Björk Garðarsdóttir · Gissur Páll Gissurarson / Þóra Einarsdóttir · Garðar tHór CortEs
áGúst ólafsson · Hrólfur sæmundsson · jóHann smári sævarsson
HErdís anna jónasdóttir · BErGÞór Pálsson
HljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason · lEikstjóri: jamiE HayEs
lEikmynd: Will BoWEn · BúninGar: filiPPía Elísdóttir · lÝsinG: Björn BErGstEinn Guðmundsson
föstudaGinn 16. mars kl. 20 - frumsÝninG
lauGardaGinn 17. mars kl. 20 - 2. sÝninG
lauGardaGinn 31. mars kl. 20 - 3. sÝninG
sunnudaGinn 1. aPríl kl. 20 - 4. sÝninG
lauGardaGinn 14. aPríl kl. 20 - 5. sÝninG
föstudaGinn 20. aPríl kl. 20 - lokasÝninG
miðasala í HörPu oG á WWW.HarPa.is
Eyrarrósin VEitt í áttunda sinn á BEssastöðum
Safnasafnið,
Sjóræningjahús-
ið og Við Djúpið
Þrjú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni
eru tilnefnd úr metfjölda umsókna, alþýðulistasafn, sýning
sjórána og tónlistarhátíð. Forsetafrúin er verndari Eyrarrósar-
innar og afhendir verðlaunin.
E yrarrósin, sérstök viðurkenn-ing fyrir framúrskarandi menningarverkefni á lands-
byggðinni, verður veitt í áttunda sinn
á Bessastöðum á morgun, laugardag-
inn 18. febrúar. Þrjú verkefni hafa
verið valin úr metfjölda umsókna og
hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar
í ár: Safnasafnið á Svalbarðsströnd,
Sjóræningjahúsið á Vatneyri við
Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við
Djúpið á Ísafirði.
Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur
1,5 milljón krónur, verðlaunagrip
eftir Steinunni Þórarinsdóttur mynd-
höggvara og flugferðir frá Flugfélagi
Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 250
þúsund krónur auk flugferða. Dorrit
Moussaieff forsetafrú, verndari Eyr-
arrósarinnar, afhendir verðlaunin.
Eyrarrósin er samstarfsverkefni
Listahátíðar í Reykjavík, Byggða-
stofnunar og Flugfélags Íslands.
Markmið verðlaunanna er að efla
fagmennsku og færni við skipulagn-
ingu menningarlífs og listviðburða á
landsbyggðinni og skapa sóknarfæri
á sviði menningartengdrar ferðaþjón-
ustu. Í umsögn valnefndar um verk-
efnin sem tilnefnd eru segir meðal
annars:
Safnasafnið – Alþýðulistasafn Ís-
lands stendur við þjóðveg eitt rétt
utan við Akureyri, í gamla Þinghús-
inu á Svalbarðsströnd. Safnið opnaði
árið 1995 og vinnur metnaðarfullt
brautryðjendastarf í söfnun og varð-
veislu á íslenskri alþýðulist. Safnið
tengir saman alþýðulist og nútíma-
myndlist af alúð og kímni og vinnur
ávallt í nánu samstarfi við samfélagið
í kring.
Sjóræningjahúsið á Vatneyri við
Patreksfjörð hefur dregið að sér
fjölda innlendra og erlendra ferða-
manna frá opnun vorið 2008. Í Sjó-
ræningjahúsinu er öflugt tónleika-
hald, sýning tileinkuð sjóránum við
Íslandsstrendur, veitingastaður og
sýningaraðstaða fyrir listamenn auk
fjölbreyttra menningarviðburða árið
um kring.
Við Djúpið á Ísafirði hefur skipað
sér fastan sess í tónlistarlífi lands-
ins og verður haldin í tíunda sinn á
Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir
Eyrarrósina sem veitt verður í áttunda sinn
á Bessastöðum á morgun, laugardag.
sumarsólstöðum. Hátíðin hefur
eflt tónlistarlíf og nýsköpun á
Vestfjörðum með metnaðar-
fullri tónleikadagskrá og einnig
er námskeiðahald mikilvægur
þáttur í hátíðinni.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
52 dægurmál Helgin 17.-19. febrúar 2012