Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 8
Hjúkrunafræðingar og læknar á bráðamóttöku gera endurlífgunaraðgerð á sjúklingi á bráðamóttöku spítalans við Hringbraut fyrir nokkrum árum. Mynd/Inger Helene Bóasson  Miðborgin ÁrÁs við skeMMtistað Hrottaleg líkamsárás tattúeraðs ofbeldismanns Skemmtanahald langt undir morgun endar á slysadeild þar sem starfsmenn taka á móti úrvinda fólki eftir ofskammt af skemmtunum. Hrottaleg árás fyrir utan Faktorý um síðustu helgi sker sig ekki úr öðrum í miðbænum um helgina. s kemmtistaðirnir eru opnir alla nótt-ina um helgar og við sjáum merki þess að það er ekki hollt,“ segir Elísa- bet Benedikz, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, spurð um hvort læknar merki meiri hörku í mið- bænum. Hún segir erfitt að meta slíkt, en álagið á bráða- móttökuna vegna skemmtanahalds sem fari úr bönd- unum, sé mikið og hafi verið í langan tíma. Mest sé það upp úr miðnætti og svo aftur í morg- unsárið. „Við sjáum tölu- vert af ungu fólki sem kemur und- ir morgun ef t ir að hafa verið að skemmta sér allt kvöldið og alla nótt ina. Það er dauðadrukkið og úrvinda eftir of- skammt af skemmtun,“ segir hún. Oft er fólk svo drukkið að það kemst ekki heim til sín af bráðamóttökunni: „Þá er töluvert um örvandi fíkniefni. Fólk er því oft mjög hátt uppi, æst og jafnvel ofbeldisfullt á bráða- móttökunni.“ Um þrjátíu manns urðu vitni að hrotta- legri líkamsárás fyrir framan skemmti- staðinn Faktorý á Smiðjustíg aðfararnótt sunnudags. Tattúeraður karlmaður, ber að ofan, barði ungan mann og skildi eftir í blóð- polli fyrir framan staðinn. Vitni sáu þar sem hann braut glas framan í honum, kýldi hann í höfuðið þar til hann lá í götunni og spark- aði í það. Klukkan var hálf fimm að morgni. Verið var að loka staðnum. Vitni lýsir því hvernig þetta hafi allt gerst á um tíu sekúndum. Enginn hafi treyst sér eða fengið ráðrúm til að stöðva manninn á þessum stutta tíma. Árásarmað- ur- inn hélt upp á Laugaveg eftir að hafa klæðst rauðum stutterma- bol. Eftir lá fórnar- lambið alblóðugt; nefbrotið. Stuttu síðar hafi lög- reglan komið á staðinn og f lutt slasaða manninn á spítala. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu hefur árásin ekki verið kærð. Ekkert í skýrslum lögreglunnar bendi til þess að árásin hafi verið alvarlegri en aðrar í miðbænum um helgar. Glös virðist oft vopn ofbeldismanna á skemmtistöðum borgar- innar. Þrátt fyrir óhugnanlegar lýsingar virðist ekki sem ofbeldið sé að aukast. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Nefbrotinn. Læknar á bráðamóttöku takast á við erfið eftirmál skemmtana- halds þegar líða fer á nóttina. Myndin er úr safni. Mynd/gettyimages Toyota Land Cruiser 4x4 árg. 2008, ekinn 82 þús. km. 2982cc, sjálfsk. dísil Subaru Forester 4x4 árg. 2009, ekinn 31 þús. km. 2000cc, beinsk. bensín Ford F150 4x4 árg. 2006, ekinn 70 þús. km. 5409cc, sjálfsk. bensín Toyota Land Cruiser 35” 4x4 árg. 2004, ekinn 141 þús. km. 2982cc, beinsk. dísil Nissan Patrol 4x4 árg. 2007, ekinn 79 þús. km. 2953cc, sjálfsk. dísil Ford Expedition 4x4 árg. 2007, ekinn 98 þús. km. 5400cc, sjálfsk. bensín ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Verð áður: 6.490.000 kr. Verð nú: 2.190.000 kr. Verð nú: 5.790.000 kr. Verð nú: 2.950.000 kr. Verð áður: 3.390.000 kr. Verð nú: 3.190.000 kr. Verð áður: 3.790.000 kr. Verð áður: 2.990.000 kr. Verð nú: 3.890.000 kr. Verð áður: 4.590.000 kr. Verð nú: 3.890.000 kr. Verð áður: 5.490.000 kr. Kia Sorento Eigum úrval Kia Sorento bifreiða, dísil, sjálfsk. Hyundai i10 árg. 2011, ekinn 25 þús. km. 1086cc, beinsk. bensín Verð frá 1.990.000 kr. Kia cee’d Eigum úrval Kia cee’d bifreiða bensín, beinsk. 1.4 Verð frá 1.950.000 kr. Tilboðsverð: 1.590.000 kr. TILBOÐSBÍLAR á verði sem lætur engan ósnortinn 40 sóttu um flugmanns- stöðu hjá Gæslunni Um fjörutíu manns sóttu um tvö laus flugmanns- störf hjá Landhelgisgæslunni sem auglýst voru til umsóknar. Um er ræða stöður fyrir Dass 8 300 vél Gæslunnar. Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri Land- helgisgæslunnar, segir í samtali við Frétta- tímann að auðsýnilega sé mikill áhugi fyrir starfinu. Umsóknarfrestur rann út 7. febrúar og segir Svanhildur að unnið sé að því að flokka umsóknirnar. Gert er ráð fyrir því að þeir flugmenn sem ráðnir verða hefji störf í byrjun næsta mánaðar. -óhþ Fiskikóngur vill dýpka kjallara Fiskikóngurinn ehf, sem rekur samnefnda fiskbúð á Sogavegi, hefur sótt um leyfi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til að dýpka kjallara um 25 rúmmetra og breyta innrétt- ingum. Hyggur fiskikóngurinn á að innrétta starfs- mannaaðstöðu og byggja útitröppur í norðvestur- horni lóðarinnar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi í síðustu viku og vísað til athugasemda á blaði eins og stendur í fundargerð. -óhþ Arabískt félag á meðal eigenda 365 Það kennir ýmissa grasa í hluthafahópi fjölmiðlarisans 365. Ingibjörg Pálmadóttir er þar langfyrirferðarmest en einnig á félagið Fjölmiðill ehf rétt tæplega fjögur prósent hlut. Það hét áður Eignarhalds- félagið SHH og var í eigu Stefáns Hilmars Hilmarssonar, fram- kvæmdastjóra 365, sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota. Í dag er það í eigu félagsins Fjolmidill Holding Limited sem er með heimilisfestar í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. -óhþ 8 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.