Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 25
Fyrir eftirlætis
manneskjuna í þínu lífi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
2-
02
46
Glæný og ljúffeng konudagsostakaka
bíður þín í næstu verslun
Ragnhildur Gísladóttir er í
hópi ástsælustu listamanna
þjóðarinnar. Hún sækir nám
í Listaháskólanum, segist
vera forvitin um lífið og
kallar atburði undanfarinna
ára ekki hrun heldur endur-
skipulagningu. Ljósmyndir/Hari
É
g er örlítið seinn fyrir
þegar ég hitti Ragn-
hildi Gísladóttur, en
þegar ég kem á stað-
inn bíður hún salla-
róleg við gluggann og horfir yfir
austurbæ Reykjavíkur. Kannski til
marks um þá innri ró sem einkennir
okkar konu, enda hefur hún ýmis-
legt reynt um dagana. Hún fær sér
blöndu af kaffi og kakói og lýsir
yfir mikilli ánægju með útkomuna
þegar við tyllum okkur niður til að
hefja spjallið. Ragnhildur er löngu
orðin þjóðþekkt, enda meira en 35
ár frá því að hún söng inn á sína
fyrstu plötu í samstarfi við Gunnar
Þórðarson – Lummurnar. Bruna-
liðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuð-
menn fylgdu í kjölfarið og mörg
þeirra laga sem hún hefur sungið í
gegnum tíðina eru fyrir löngu orðin
negld í þjóðarsála. Ekki má gleyma
öllum barnaplötunum, smábarna-
plötunni Baby, Ragga & The Jack
Magic Orchestra og öllum kvik-
myndunum sem hún hefur verið í
aðalhlutverki og einnig samið tón-
list við. Flottur ferill Ragnhildar
varð til þess að hún fékk fálkaorð-
una margfrægu. Það kom henni í
opna skjöldu.
„Ég varð mjög hissa, enda hafði
ég alltaf verið með þá hugmynd að
þetta væri sérsniðið fyrir gamla
karla og þeir gætu nánast gengið
að sem vísu að loknu ævistarfi sínu.
En núna er komin ný nefnd sem vel-
ur og með henni hafa komið nýir
straumar, þannig að fólkið sem fær
fálkaorðuna er ennþá virkt á sínu
sviði. Þetta kom á óvart, skemmti-
leg stemning og bara mjög kósý
partý!”
Ragnhildur er í meistaranámi í
Listaháskólanum í tónsmíðum. Hún
lauk B.A. gráðu frá sama skóla árið
2008 og tók sér svo tveggja ára hlé
frá skóla áður en hún hóf meistara-
námið, sem er fremur nýtt af nál-
inni.
Frábært að fara aftur í skóla
„Í tveggja ára skólapásunni var ég
meðal annars svo heppin að fá að
semja tónlist við tvö leikrit og tvö
massíf dansverk fyrir svið. Það var
frábær reynsla. Ég ákvað samt að
halda áfram og dýpka B.A.-ritgerð-
ina og settist aftur á skólabekk.
Það er spennandi og skemmtilegt
að vera í námi. Svo er ég líka dálítið
forvitin,” segir Ragnhildur brosandi
þegar ég spyr hana um námið.
„Þetta víkkar sjóndeildarhring-
inn rosalega, forvitnilegar kveikjur
á nýjum sviðum listanna og svo er
skólinn bara mjög skemmtilegur
og fólkið frábært. Maður er alltaf
að bæta við sig og það er nokkuð
ljóst að því meira sem maður lærir,
því minna finnst manni maður vita.
Þetta er auðvitað bara forvitni um
lífið og allt sem heldur í manni bull-
andi orku.”
Alþekkt er að listamenn á Íslandi
vaða ekki í peningum og það hefur
löngum þótt aðdáunarvert að geta
hreinlega lifað af listinni einni sam-
an. Ragnhildur segir að þó að fólk
verði kannski ekki ríkt af listinni sé
hún ekki mikið fyrir strögglumræð-
ur því að þú eigir að hafa gaman af
Sölvi
Tryggvason
ritstjorn@frettatiminn.is
Það eru hópar í samfélaginu sem
nota ástandið sem nú ríkir til
að dæma og jafnvel afsaka alla
mögulega og ómögulega hluti.
Það eru kannski einmitt þeir sem
átta sig ekki á því að hver og
einn verður að bera ábyrgð á því
sem hann segir og gerir.
því sem þú vinnur við. Það er ríki-
dæmi og velsæld í sjálfu sér.
Vinnan á ekki að vera ströggl
„Ef þetta er stöðugt ströggl og ein-
tóm leiðindi ætti maður kannski að
hugsa sinn gang og fara að gera
eitthvað annað. Það er sjálfsagt að
hafa fyrir hlutunum og ef vinnan er
skemmtileg er hún ekki hark. Það
er frábært hvað íslenskt tónlistar-
fólk er hugað og duglegt í að kynna
sína tónlist utan Íslands. Við lifum
líka á skemmtilegum tímum þar
sem internetið gerir það að verk-
um að maður getur unnið við tón-
list hvar sem er í heiminum. Vissu-
lega er lífsstílinn á Íslandi yfirleitt
ekki hár ef þú ætlar að lifa af tón-
listinni. Við búum ekki í milljóna
manna samfélagi, en margir fá lista-
mannalaun og ná þannig að vinna
að sinni ástríðu. Það er nauðsyn-
legt að bera virðingu fyrir þeirri
list sem maður vinnur að og gera
sér grein fyrir því að listin er mjög,
mjög stór hluti menningarinnar og
algerlega ómissandi í samfélaginu
okkar. Stundum er eins og hvorki
tónlistarfólk né fólk almennt geri
sér almennilega grein fyrir þessu
fyrr en það berst kannski í tal hvort
við ættum að sleppa allri tónlist í
samfélaginu. Ég held að flestum
þætti það óhugsandi. Svo er oft far-
ið fram á að tónlistarfólk gefi sína
Framhald á næstu opnu
viðtal 25 Helgin 17.-19. febrúar 2012