Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 10
S tjórn Veiðifélags Laxár á Ásum undrast „gegndar-lausan“ kostnað þriggja manna stjórnskipaðrar nefndar við arðskrármat árinnar. Kostnaðurinn nam 9.228.852 krónum en félagið hafnar réttmæti reikninga umfram 4.362.881 krónu. Mat er lagt á hversu mikið hver jörð leggur til arðsins af ánni, meðal annars búsvæði, þ.e. klak hrogna, og landlengd. Í lögum um lax- og silungsveiði er kveðið á um að landeigendur geti farið fram á nýtt arðskrármat á átta ára fresti. Það sem einkum vekur undrun stjórnar veiðifélagsins, að því er fram kemur í samantekt sem Páll Jónsson formaður undirritar fyrir hönd stjórnar, er að Laxá á Ásum er tiltölulega stutt á, um 15 kílómetra löng, og ekki með neinum þverám. Bendir stjórnin á að nýlegt mat Víði- dalsár, með þverám og Hópinu, sem ætla mætti að væri mun flóknara verkefni kostaði rúmlega 6.3 millj- ónir króna. Arðskrá vegna Langár kostaði 3,5 milljónir króna, fyrir Hafralónsá 3,6 milljónir, Flóku 3,7 milljónir, Búðardalsá 2,3 milljónir, Haukadalsá 2 milljónir og Krossá 1,2 milljónir. Þessar ár voru metnar á árabilinu frá 2009 til 2011. Gegndarlaus kostnaður Veiðifélagsstjórnin bendir á að mest- ur tími matsmanna hafi farið í kostn- að við mat á sameiginlegu ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár. Því væri eðlilegt að bera saman kostnað við mat Víðidalsár við samanlagðan kostnað við mat á Laxá á Ásum og Vatnsdalsá en greiðslur til mats- mannanna vegna beggja ánna námu 17,76 milljónum króna. Stjórn veiðifélagsins segir vinnu- brögð matsnefndarinnar ekki sam- ræmast góðu verklagi við matsstörf og skýringar formanns nefndarinn- ar, sem bárust sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu í bréfi, rýrar og þær einar að Laxá sé með sameigin- legt ósasvæði og Vatnsdalsá. Önnur úrlausnarefni séu þau sömu og unnin hafi verið í fyrri mötum og „gefi ekki tilefni til þess gegndarlausa kostn- aðar sem farið er fram á.“ Stjórn veiðifélagsins segir að með- al annars hafi reynst nauðsynlegt að endurvinna mælingu á landlengd vegna mistaka hjá matsnefnd. Kraf- ist er endurgreiðslu vegna þessa. Þá bendir hún á að allir matsnefndar- menn hafi verið viðstaddir mælingu á landlengd á sameiginlegu ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár. Vinna matsnefndarinnar hefði að megin hluta falist í að kynna fyrir viðstödd- um hvernig staðið yrði að mælingu á lengd ósasvæðisins. Mat stjórnar veiðifélagsins er að einn nefndar- maður hefði getað unnið þessa vinnu og að hún hefði átt að fara fram um leið og vettvangsskoðun fór fram við Laxá á Ásum. Þannig hefði mátt lækka vinnuframlag matsnefndar um að minnsta kosti 2/3 vegnar þessarar tilgreindu vinnu og eknum kílómetrum matsmanna hefði fækk- að töluvert en veruleg athugasemd er gerð við mikinn akstur við mat árinnar. Nefndarmennirnir þrír óku alls 9.753 kílómetra við matsstörfin en þeir búa bæði norðan og sunnan heiða. Matsnefndarmenn hafi enn frem- ur setið inni í bifreið sinni megin hluta þess tíma sem mæling átti sér stað. Með betra skipulagi hefði ver- ið auðvelt að mæla landlengd þeg- ar fyrsta vettvangsskoðun fór fram og þannig hægt að fækka eknum kílómetrum, lækka fæðiskostnað og fækka fjölda vinnustunda mats- nefndarmanna. Skipulag og undir- búningur matsnefndarinnar hafi ver- ið afar bágborinn og sá tími sem fór í lúkningu á matinu dæmalaus. Ósk um nýtt arðskrármat barst í október árið 2007 en matsnefndin lauk störf- um með úrskurði í nóvember síðast- liðnum. Stjórn veiðifélagsins telur að slitrótt vinna matsnefndarinnar yfir fjögurra ára tímabil, lélegur undir- búningur og skipulagsleysi nefndar- innar hafi valdið því að kostnaður við matsstörf hafi aukist verulega umfram það sem eðlilegt er við sam- bærileg möt. Veiðifélagsstjórnin bendir líka á að nútíma fjarskiptatækni geri mönn- um kleift að skiptast á skoðunum án þess að aka marga hringi kringum landið til að fá úrlausn þeirra matsl- iða sem hún hafði til úrskurðar. Flókið úrskurðarefni Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið óskaði skýringa á „óvenjulega háum kostnaði“ við arðskrármatið og í skýringum Örlygs Hnefils Jóns- sonar, formanns matsnefndarinnar, segir að umfang vegna arðskrárgerð- ar fyrir veiðifélög Laxár á Ásum og Vatnsdalsár hafi verið óvenju mikið í báðum tilvikum. Vatnasvæði ánna, sem hafa sameiginlegt ósasvæði, sé að mörgu leyti sérstakt. Ágrein- ingur hafi verið uppi um hvort og með hvaða hætti ósasvæðið skyldi tekið til mats í báðum ánum. Það hafi reynst f lókið úrskurðarefni sem matsnefndin hafi þó lagt mikla áherslu á að ljúka með málefnalegri niðurstöðu fyrir þá sem áttu í hlut. Framkvæma hafi þurft nýjar bakka- lengdarmælingar og við báðar árnar hafi ýmis ágreiningsefni verið upp sem leysa hafi þurft úr með tilliti til arðsúthlutunar. Vegna eðlis ágrein- ingsefnanna hafi oftar verið farið á vettvang til skoðunar staðhátta en tíðkast hefur við aðrar ár. Ljóst sé því að matskostnaður í tilviki beggja veiðifélaganna sé því hærri en í öðr- um matsmálum en þau séu þau um- fangsmestu sem matsmennirnir hafi komið að. Eðlilegur akstur? Stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum kannast við þau ágreiningsefni sem Örlygur Hnefill nefnir en gerir mikl- ar athugasemdir við það að það taki nefndina sem samsvarar 21 vinnu- viku að komast að niðurstöðu. Gera verði þá kröfu til aðila sem hafi það að aðalstarfi að fjalla um dómsmál að þeir geti metið þau gögn sem þeir fá í hendur án þess að þurfa að takast á hendur um 10 þúsund kílómetra akstur. Þá komi ekkert fram um umfjöll- unarefni nefndarinnar á hverjum tíma, aðeins hvar þeir hafi hist, með- al annars á Egilsstöðum og í Gríms- nesi. Spurt er hvort það séu heppileg- ustu fundarstaðirnir. Fram komi að í seinni hluta matsins hafi formaður matsnefndarinnar ekið 4143 kíló- metra vegna mats Laxár á Ásum en í bréfi stjórnar Vatnsdalsár komi fram að formaðurinn ók á sama tíma 5953 kílómetra vegna mats á þeirri á. Það er á ellefta þúsund kílómetrar á rétt rúmlega ári. Er það eðlilegt?, spyr stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Undrast „gegndarlausan“ kostnað við arðskrármat Laxár á Ásum Kostnaður við arðskrármat Laxár á Ásum nam rúmlega 9,2 milljónum króna, langt umfram kostnað við mat annarra veiðiáa. Stjórn veiðifélags árinnar hafnar rétt- mæti reikninga umfram rúmlega 4,3 milljónir. Sérstök athugasemd er gerð við nær 10 þúsund kílómetra akstur vegna matsins og að matsnefndin hafi ekki nýtt sér ekki nútíma fjarskiptatækni. Formaður matsnefndarinnar segir „óvenju háan kostnað“ skýrast af umfangi arðskrárgerðarinnar, sérstöku ósasvæði og að úr- skurðarefni hafi verið óvenju flókin. Jónas Haraldsson kynnti sér deilumálið. Laxá á Ásum. Stjórn Veiðifélags árinnar blöskrar kostnaður við arðskrármat hennar. Formaður matsnefndarinnar segir óvenjulega háan matskostnað helgast af flóknu úrskurðarefni. Ljósmynd Hanna Kristín Gunnarsdóttir Mats- nefndin Matsnefndar- mennirnir eru þrír; Örlygur Hnefill Jónsson formaður, Ásgeir Magnússon og Þorgils Torfi Jónsson. Örlygur Hnefill fer fram á 3.962.661 krónu vegna arðskrár- mats Laxár á Ásum, Ásgeir 2.906.551 krónu og Þorgils Torfi 2.253121 krónu. Annar tilfallandi kostnaður er 106.520 krónur. Nútíma fjarskipta- tækni gerir mönnum kleift að skiptast á skoðunum án þess að aka marga hringi kringum landið. 10 fréttaskýring Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.