Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 38
F yrir viku sló Fréttatíminn upp launahækkunum forsætisráðherra og þingmanna. Tilefnið virtist vera ákvörðun kjararáðs snemma vetrar um að fella úr gildi þá launalækkun sem gilt hafði frá því þremur mánuðum eftir bankahrunið haustið 2008. Vert er að halda nokkrum staðreyndum til haga í þessu sambandi. Með lagabreyt- ingum í árslok 2008, sem meðal annars Jó- hanna Sigurðardóttir stóð að, lækkaði kjar- aráð laun ráðherra og þingmanna um allt að 15 prósent. Þetta þótti eðlilegt og sjálfsagt eins og á stóð eftir bankahrunið, enda tóku allir landsmenn á sig kjaraskerðingu. Í ljósi þróunar á vinnumarkaði og fjárhagsvanda ríkissjóðs vildi ríkisstjórnin taka á sig hluta byrðanna af hruninu enda rétt og skylt að hátt launaðir hópar hjá ríkinu tækju á sig launalækkun líkt og sambærilegir hópar hjá einkafyrirtækjum höfðu gert. Tilmælum var beint til kjararáðs strax í nóvember 2008 um lækkun launanna. Niðurstaðan varð þó að Al- þingi samþykkti lagabreytingu að tillögu ríkisstjórnar- innar til að ná fram launalækkuninni og skyldi hún vara til ársloka 2009. Þessi launalækkun ráðherra og þing- manna var síðar framlengd að tilhlutan ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og var látin ná til fleiri hópa svo sem forstöðumanna ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana. Lækkunin var loks afturkölluð 1. október 2011 með nýrri ákvörðun kjararáðs. Þegar allt tímabilið frá 1. janúar 2009 til 30. september 2011 er skoðað nemur launalækkun forsætisráðherra samtals kr. 5.176.940 á 33 mánuðum. Nær allt tímabilið nam mánaðarleg skerðing kr. 163.209 eins og rétt var farið með í úttekt Fréttatímans. Í tvö ár og og fjóra mánuði voru mánað- arlaun forsætisráðherra kr. 935.000 eftir lækkunina sem samþykkt var. Ef lækkun- in hefði hins vegar aldrei tekið gildi hefðu mánaðarlaunin verið kr. 1.098.209 allan þann tíma eða frá 1. febrúar 2009 þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráð- herra. Með afnámi lækkunarinnar 1. októ- ber síðastliðinn og þeim kjarabreytingum sem orðið hafa í samræmi við aðra kjara- samninga eru laun hennar í reynd liðlega 53 þúsund krónum hærri en þau laun sem hún hefði fengið án lækkunarinnar. Hækkunin nemur því um 5 prósentum frá þeirri upphæð. Ástæða er einnig til að minna á að lögbundin for- réttindi alþingismanna og ráðherra til lífeyrisréttinda hafa verið afnumin að undirlagi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Með sanngirni verður því varla annað sagt en að nú- verandi forsætisráðherra hafi lagt sitt af mörkum til þess að deila áfalli hrunsins á herðar sem flestra. Það er enda í anda jöfnuðar sem er sérstakt leiðarljós nú- verandi ríkisstjórnar. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Eftir standa hinir varfærnari, sem tóku lán í íslenskum krónum og sitja uppi með verðtryggingarbólginn höfuðstól. Veitingahús Karma Keflavík ehf Krúska ehf Suðurlandsbraut 12 Grófinni 8 6 ummæli 18 ummæli 11 ummæli 12 ummæli 19 ummæli Saffran SuZushii Stjörnutorgi Kringlunni 4-12 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 7 Topplistinn Sjávargrillið ehf Skólavörðustíg 14 Kjaramál Laun forsætisráðherra skert um 5,2 milljónir króna frá hruni Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar J Jón Sigurðsson forstjóri Össurar vandaði krónunni ekki kveðjurnar á Viðskiptaþingi á miðvikudag, en þar var hann aðalræðumaður. Sagði Jón að með hina tvískiptu krónu sem gjaldmiðil, verðtryggða og óverð- tryggða, hefði þjóðin aldrei fast land undir fótum. Enda sýnir margra ára- tuga reynsla svo ekki verður um villst að óstöðugleikinn er það eina sem er stöðugt við íslensku krónuna. Benti Jón á að besta leiðin til að auðgast á Íslandi sé sú að vera á réttum stað þegar fjármagnsflutningar verða í þessu umhverfi. Þegar Jón lét þau orð falla hefur hann væntanlega ekki gert ráð fyrir hversu hratt ný og afgerandi sönnun yrði færð fyrir þeim. Aðeins liðu nokkrar klukku- stundir frá því hann lauk máli sínu þar til Hæstiréttur kvað upp dóm um lögmæti endurútreikninga gengisl- ána. Dómurinn var skuldurum í hag. Uppi stóðu sem sigurvegarar þeir sem kusu að taka lán í erlendri mynt – og losna þar með við verðtryggingu og háa vexti krónulána – jafnvel þó þeir hefðu ekki tekjur á móti í erlend- um gjaldmiðlum og tóku því meðvit- aða og upplýsta áhættu. Allt bendir til þess að dómur Hæstaréttar færi þessum skuldurum tugmilljarða ávinning þar sem áhrif tveggja stafa verðbólga undanfar- inna ára á höfuðstól lána þeirra eru þurrkuð út. Eftir sitja hinir varfærnari, sem tóku lán í íslenskum krónum og sitja uppi með verðtryggingarbólg- inn höfuðstól. Þeir voru ekki á rétta staðnum, sem Jóni ræddi um í ræðu sinni, og njóta því ekki þessarar tröll- vöxnu tilfærslu. Þegar er hins vegar hafin umræða hvort, og þá hvernig, sé hægt að rétta hlut verðtryggðu skuldaranna. Þetta er í hnotskurn geggjaður heimur íslensku krónunnar. Skal engan undra að margir vilji losna úr þeirri hörmungarvist. Þeirra á meðal er Jón, sem í brýningu sinni til Við- skiptaþings sagði óstöðugleikann í boði krónunnar ekki ganga lengur og óskaði eftir því að þeir sem vilja ekki að Íslandi gangi í ESB og taki upp Evru skuldi að benda á aðrar lausnir. Því miður er ekki líklegt að sú ósk Jóns rætist í nánustu framtíð sé eitt- hvað að marka umræður á Alþingi í gær. Þar spóluðu aðdáendur krón- unnar í sömu förum og áður. Er engu líkara en fall krónunnar, verðbólga og neikvæð áhrifin á bókhald heim- ila landsins, hafi alveg farið fram hjá þeim. Ómældum tíma og orku verður því varið áfram um ófyrirséða tíð í glím- una við efnahagsumhverfi þar sem ómögulegt er að gera raunhæfar áætl- anir fram í tímann. Jafnvel á bak við gjaldeyrishöftin er krónan ekki stöð- ug, eins og HS orka komst að þegar félagið sat uppi með tæplega milljarðs króna tap, þar sem félagið hafði ekki reiknað með veikingu í skjóli hafta. Það vekur undrun að einhverjum finnist þetta ganga lengur. Íslenska krónan Geggjun í boði gjaldmiðils Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is www.noatun.is Fermingar- veislur Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! pantaðu veisluna þína á 2100 á mann Verð frá 30 viðhorf Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.