Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 56
Helgin 17.-19. febrúar 201248 tíska
H ælasíðir kjólar er vinsæl flík á rauða dreglinum um þessar mundir; níðþröngir kjólarnir sem eru einfaldir í sniðinu og hylja þeir næstum allan
líkamann. Öllum helstu aukahlutunum er sleppt og er
hönnunin eins stílhrein og hægt er að hafa hana.
Whitney flytur til
Bretlands
Raunveruleikastjarnan og fatahönnuður-
inn Whitney Port er að flytja til Bretlands
á næstu vikum þar sem hún mun verða
dómari í sjónvarpsþættinum
Britain & Ireland’s Next Top
Model. Á síðustu mánuðum
hefur Whitney unnið sig hratt
upp í tískuheiminum og er
nú orðin virtur fatahönnuður
sem stjórnar sínu eigin tísku-
húsi. Hún segir þetta mikinn
stökkpall og gott tækifæri en
þau eru ekki á hverju strái.
Hún er spennt að fá að vinna með þeim
stórum nöfnum innan tískubransans sem
koma að gerð þáttarins.
Rapparinn og nú fatahönnuðurinn Kanye West
langar til að hanna fatalínu fyrir konur á vegum
breska tískuhússinhs Topshop. Hann hefur
fundað oft með helsta hönnuði fyrir-
tækisins, Sir Philip Green, upp á síðkastið
og virðist sem niðurstöðu sé að vænta. Að-
stoðarmaður Green segir að Kanye muni
ekki hanna fatnað
í líkingu við þann
sem hann sýndi
á tískupöllunum í
haust heldur mun
hann taka nýja stefnu
með öðrum áherslum –
gera kvenlegri og fágaðri
fatnað.
Árið 2009 varð draumur fyrirsætunnar
Kylie Bisutti að veruleika þegar hún vann
fyrirsætukeppni sem kom henni á tískupall
undirfatafyrirtækisins Victoria’s Secret.
Alls voru tíu þúsund stelpur sem tóku þátt
í keppninni en Kylie stóð uppi sem sigur-
vegari. Hún hefur verið andlit fyrirtækisins
ásamt fleiri þekktum fyrirsætum í þrjú
ár en ákvað að segja upp draumastarfinu nú í
vikunni. Kom það mörgum í opna skjöldu. „Þetta
starf stangast á við trú mína. Ég er strangtrúaður
kaþólikki og trúi því að líkaminn minn sé aðeins
ætlaður eiginmanninum mínum,“ sagði hin 21 árs
fyrirsætan í viðtali við tískutímaritið Vogue. Hún
gifti sig árið 2009. „Ég vill vera betri fyrirmynd
fyrir ungar stelpur og því hef ég ákveðið að leggja
starfið á hilluna.“
Sérhannar kjóla fyrir Óskarinn
Fyrrum kryddpían Victoria Beckham leggur nú dag við nótt til að
uppfylla beiðnir frá frægum leikkonum um sem vilja að hún
hanni fyrir sig kjóla í tæka tíð fyrir Óskars-
verðlaunahátíðina. Charlize Theron,
Gwyneth Paltrow og Carmeron Diaz
hafa allar beðið um sérhannaðan kjól frá
kryddpíunni og reynir hún eftir fremsta
megni að uppfylla kröfur þeirra. „Þetta
er eitt af mínum stærstu verkefnum sem
hönnuður,“ segir kryddpían í viðtali við tímaritið
Vogue. „Tískuhúsið er enn lítið og fáir starfs-
menn koma að starfseminni. Það er því meiri álag á okkur en stóru
tískuhúsunum sem hafa ómælt fjármagn og nóg að starfsmönnum
til að sérhanna kjóla á stjörnurnar. Yfirleitt láta stjörnurnar nokkur
tískuhús hanna á sig kjóla sérstaklega fyrir svona stóra viðburði og
ákveða svo ekki fyrr en á hátíðardaginn hverju þær vilja klæðast. Því
er bara að vonast til að vinnan okkar hér verða ekki til einskis og þær
klæðist hönnun frá okkur án mikilla athugasemda.“
Einfaldir og
stílhreinir
kjólar vinsælir
Leikkonan Amber Heard Hótelerfinginn Paris Hilton Leikkonan Olivia Munn Leikkonan Jessiva Biel
Allra augu beindust að
söngkonunni Rihönnu á
Grammy verðlaunahátíð-
inni sem haldin var síðast-
liðna helgi. Söngkonan
mætti gullfalleg sem
aldrei fyrr, í svörtum, vel
flegnum kjól með hárri
klauf og beru baki. Það
sem vakti helst athygli
var að sjálf hannaði
hún kjólinn með aðstoð
hönnuða tískurisans
Armani. Sönkonan
hefur unnið að mörgum
verkefnum í samstarfi
við fyrirtækið og segja
tískuspekúlantar að
þessi kjóll mun koma
henni á kortið sem
fatahönnuður. Við
kjólinn klæddist hún
Bis Un Bout skóm frá
hönnuðnum Christian
Louboutin og gylltri
handtösku sem án efa
hefur kostað sitt.
Hannaði
Grammy-
kjólinn sjálf
Stefnir á að hanna
fyrir Topshop
Kylie hættir vegna trúar sinnar