Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 4
Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Fyrrum undirmálsfiskur í návígi veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Breytingar, él eða snjókoma víða um landið framan af degi, en kólnar síðan og léttir til um sunnanvert landið. HöfuðBorgarsvæðið: Éljagangur, en snýst í n-átt og lÉttir til með harðandi frosti. nokkurt frost um land allt og víða Bjartviðri, en sums staðar vindBelg- ingur. HöfuðBorgarsvæðið: lÉttskýjað og frost um og yfir 5 stig. dregur úr frostinu og Hlánar vestast um kvöld- ið. smá él eða mugga annars staðar en austan- og suðaustanlands. HöfuðBorgarsvæðið: Él eða lítilsháttar snjókoma annað slagið. hiti um eða rÉtt undir frostmarki. Skammvinnt kuldakast Kuldapollur úr norðri nær suður yfir Ísland um helgina og gerir dálítið frost um land allt. stendur ekki lengi, því á sunnudag hækkar hitinn. í dag verða víða él eða snjómugga. hríðarveður og færð gæti spillst norðan- og norðaustanlands í kvöld. á morgun verður að mestu úrkomulaust, en strekkingsvindur víða og með skafrenningi þar sem nýr snjór liggur yfir. Á sunnudag nálgast heldur mildara loft úr suðvestri og má gera ráð fyrir éljum vestantil og austur með norðurströndinni. -1 -2 -3 -1 0 -6 -9 -7 -7 -7 0 -1 -2 -5 -2 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Michelsen_255x50_C_0511.indd 1 05.05.11 14:25 árangurslítil barátta gegn bílakirkjugarði lítil breyting hefur orðið á fjölda bíla að garðstöðum í Ögurvík við ísafjarðardjúp, segir Bæjarins besta. á fundi heilbrigðis- nefndar Vestfjarða var greint frá talningu bíla, í haust og um miðjan janúar. í haust voru taldir 423 bílar en þeir voru 422 bílar í janúar. Þar segir jafnframt: „mikið magn brotajárns og flokkaðs úrgangs hefur verið flutt frá Garðstöðum á þeim tíma sem samningar við súðavíkurhrepp hafa verið gildi. Þess sér þó engin merki í umfangi brotajárns á svæðinu og því má álykta að álíka magn sé flutt inn á svæðið og fer út af því.“ árið 2006 var gert samkomulag um að fjölda bíla skyldi fækkað í 60. - jh guðrún sviðsstjóri á sviði sem lagt var niður samkvæmt ráðningasamningi er upp- sagnafrestur guðrúnar Pálsdóttur, sem steig úr bæjarstjórastólnum í kópavogi fyrr í vikunni, tólf mánuðir. guðrún hefur unnið hjá kópavogsbæ frá ársbyrjun 1986 og tekur aftur við starfi sviðsstjóra tóm- stunda- og menningarmála; stöðu sem hafði verið lögð niður í hagræðingarskyni, en er nú endurvakin að nýju. samkvæmt upplýsingum hefur ekki verið gengið frá starfslokasamningi við guðrúnu eða nýjum kjörum, svo ekki er ljóst hvort hún verði árið á bæjarstjóralaunum eins og ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðisflokki sem er tekinn við stjórnartaumunum í bænum. - gag suðureyri og ísafjarðarbær eru meðal þeirra sem lagt er til að fái styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna til bætts aðgengis ferðamanna að lóninu svokallaða við suðueyri. styrkurinn nemur 1.500.000 krónum og er ætlaður til að standa undir hönnun og efnis- kostnaði við bryggju, grjótvarnar- garði, uppfyllingu og stíg við lónið. Undirmálsfiski var sleppt í lónið fyrir um 15 árum og hann fóðraður til að byrja með. fiskurinn kemst í æti í sjó í gegn um rör sem liggur undir þjóðveginn, en hefur alltaf kosið að snúa heim aftur í hlýjan faðm lónsins þar sem ferðamenn geta virt hann fyrir sér í návígi. Fiskarnir eru það gæfir að þeir éta úr lófum gesta. Sá hængur hefur þó verið á frá upphafi að aðgengi að lóninu hefur ekki verið á allra færi. áætluð verklok eru í ágúst. -jh/Tölvumynd Tæknideild Ísafjarðarbæjar H runið hefur ekki komið í veg fyrir að virði bresku matvöru-verslanakeðjunnar Iceland hefur aukist um sextíu og sjö milljónir punda eða þrettán milljarða frá því að síðustu viðskipti með bréf í félaginu fóru fram fyrir þremur og hálfu ári – nokkr- um mánuðum fyrir hrun. Ef gengis- munur er tekinn með í reikninginn þá nemur hækk- unin sjötíu og fimm milljörðum króna. Í ágúst 2008 seldi Fons, í eigu Pálma Haralds- sonar, tuttugu og níu prósenta hlut í Iceland fyrir fjögur hundruð og þrjátíu milljónir punda eða sextíu og fimm milljarða miðað við gengi þess tíma. Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa náð samkomulagi við Malcolm Walker, forstjóra Iceland, um að hann kaupi sjötíu og sjö prósenta hlut þeirra í Iceland-matvöruversl- anakeðjunni á 1,2 milljarð punda eða rétt um 231 milljarð íslenskra króna. Heilarverðmæti Iceland í samningnum er 1,55 milljarður punda eða rétt um þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Sam- kvæmt frétt í breska blaðinu Daily Te- legraph fjármagnar Walker kaupin með lánum frá Deutsche Bank, fjárfestinga- sjóðum og Landsbankanum. Slitastjórn Landsbankans á sextíu og sjö prósent í verslunarkeðjunni en slitastjórn Glitnis um tíu prósent hlut. Fyrir áttu Walker og samstarfsfélagar hans tuttugu og þrjú í verslanakeðjunni. Þetta hljóta að teljast góðar fréttir fyrir slitastjórnina og íslensku þjóðina því hluturinn í Iceland hefur verið talinn verðmætasta eign hennar og mikil- vægur hluti af endurgreiðslu Icesave. Íslenskir fjárfestar keyptu félagið undir lok árs 2004. Þá hét það Big Food Group og samanstóð af Iceland og Booker. Stærstu fjárfestarnir í því verkefni voru Baugur og Fons. Eins og fram hefur komið í fréttum seldu Baugur og Fons hluti sína í Iceland á árinu 2008 til bæði Landsbankans og Glitnis. Margar fréttir hafa verið fluttar af því yfirverði sem talið var að bank- arnir hefðu borgað fyrir bréfin í Iceland á þeim tíma. Baugur seldi átta prósent hlut til Landsbankans í mars 2008 fyrir sextíu milljónir punda. Miðað við það verð var heildarverðmæti Iceland þá 750 milljónir punda – helmingurinn af kaupverði Malcolms Walker nú. Mánuði seinna seldi Baugur Landsbankanum og Glitni hvorum um sig 7,5 prósent hlut og greiddi hvor banki 100 milljónir punda. Miðað við það verð var heildarverðmæt- ið 1,33 milljarðar punda eða sextán pró- sent lægra en það er í dag. Ekki má síð- an gleyma að slitastjórn Landsbankans fékk níutíu milljónir punda í arðgreiðslu á síðasta ári frá Iceland eða rétt rúmlega sautján milljarða íslenskra króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  viðskipti iceland Foods í Bretlandi Virði Iceland aukist um 13 milljarða frá hruni tilboð malcolms Walker í verslunarkeðjuna iceland foods sýnir að virði keðjunnar er töluvert meira en það var í síðustu viðskiptum með hluti í því fyrir hrun. Þá seldi fons, félag Pálma har- aldssonar, 29 prósent hlut til styttu, tveimur mánuðum áður en allt hrundi haustið 2008. Það er óhætt að segja að kaup Baugs, Fons og fleiri aðila á Big food group árið 2004 fyrir þrjú hundruð milljónir punda hafi verið ein bestu viðskipti íslandssögunnar. innan Big food group voru iceland foods og Booker. Fyrirtækjunum var fljótlega skipt upp í tvö félög og hafa þau vaxið og dafnað. eins og áður segir miðar nýsamþykkt tilboð malcolms Walker við að verðmæti iceland-keðjunnar sé 1,55 milljarður punda. Booker, sem er skráð í kaup- höllina í london, er metið þar á 1,1 milljarð punda. ef tekið er með í reikninginn sex hundruð milljóna punda arðgreiðslur til eigenda félaganna á þessum tíma sem og sölu á fasteignum út úr Big food group í byrjun fyrir 100 milljónir punda má sjá að fjárfestingin hefur rúmlega tífaldast að verðmæti – úr þrjú hundruð milljónum punda í 3,3 milljarða. -óhþ Tíföldun á verðmæti á sjö árum malcolm Walker eignaðist tuttugu og þrjú prósent í iceland án þess að leggja út krónu. hlutinn fékk hann fyrir vinnu- framlag. Ljósmynd/ Myndasafn Morgun- blaðsins 4 fréttir helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.