Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 46
38 heilsa Helgin 17.-19. febrúar 2012  Forvarnir mikið óunnið verk Á sama tíma eru Íslendingar á góðri leið með að verða ein þyngsta þjóð í heimi sem borðar hvorki meira né minna en 52 kíló af hreinum sykri á mann ári sem er með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Ein af birtingarmyndum þessa er að við borðum um 6000 tonn af sælgæti á ári hverju. Ef sælgætinu er jafnað á mann- skapinn þessar 320 þúsund hræður, líka á gamalmenni og ungbörn sem ekki komast út í búð að versla þá sam- svarar það 118 grömmum á mann eða sem nemur rúmlega tveimur stykkjum af Snickers-súkkulaði á hverja einustu manneskju hvern einasta dag ársins! 2,7 milljónir lyfjaávísana á 320 þúsund hræður á ári Á síðasta ári voru skrifaðir út 2,7 millj- ónir lyfjaávísanna á einstaklinga sam- kvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Sala lausasölulyfja er utan við þessa tölu. Þetta þýðir á mannamáli að ef þessu er jafnað út á þjóðina þá fær hver einasti Ís- lendingur ávísað rúmlega 12 lyfseðlum á ári, eða einu sinni í hverjum mánuði allt árið um kring. Læknanám virðist ennþá fyrst og fremst ganga út á að skrifa út lyf og takast á við afleiðingar sjúkdóma frekar en að reyna að koma í veg fyrir þá. Hvatinn til að skrifa út lyf er mikill því tilvist starfsins byggist á því að stærstum hluta. Ofneysla á sykri er mikið þjóðarböl þar sem æ fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli offitu, sykurneyslu og lífs- stílssjúkdóma. Þetta hefur aftur þær afleiðingar að lyfjanotkun verður alltof mikil. Það er því ekki ráðist að rótum vandans heldur er um sannkallaðan vítahring að ræða þar sem kostnaður samfélagsins eykst og eykst. Og hver á að borga? Er nokkuð ofsagt að segja að einhvers staðar höfum við farið út af sporinu? Er yfirleitt einhverju fjármagni veitt í forvarnir? Þegar haft er samband við Landlæknis- embættið sem hefur tekið yfir starfsemi Lýðheilsustofnunar þá veit fólk þar á bæ ekki hversu miklu er varið af fjármunum ríkisins í forvarnir og fræðslu um mikil- vægi góðs mataræðis og hreyfingar! Það er ekki vitað er svarið! Málaflokkurinn virðist því ekki vera til sem slíkur sem gefur okkur góða innsýn í áherslur stjórn- valda á þessu sviði. Á sama tíma erum við að fara að byggja sjúkrahús uppá 100 milljarða af því að einhver stjórnmála- maður taldi það rétt eftir að hann lagðist inn og fannst aðstaðan ekki uppá nógu marga fiska. Það er ekki hægt að fljóta áfram sofandi að feigðarósi. Ráðast þarf í sam- bærilegt átak og ráðist var í hér á landi til að draga úr reykingum. Þetta snýst um fræðslu og aðgerðir af hálfu stjórn- valda. Bandaríkjamenn taka forystuna kannski ekki að ástæðulausu Bandarísk stjórnvöld hafa vaknað til lífs- ins og fer þar Michelle Obama fremst í flokki. Í New York telja ráðamenn að ráð- ast þurfi að rótum vandans. Í þessu skyni hefur verið hrundið af stað herferð gegn neyslu sykraða drykkja í New York. Birtar eru auglýsingar sem hafa það markmið að hreyfa alvarlega við fólki – þær eru sjokkerandi og er ætlað að sýna fram á afleiðingar þess að drekka of mikið af sætum eða sykruðum gos- drykkjum. Hér gefur að líta eina slíka auglýsingu. Drengurinn á auglýsing- unni missti annan fótinn vegna þess að hann fékk áunna sykursýki. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en það er ein- mitt markmiðið. Fá umræðu um hlutina til að vekja almenning til umhugsunar um hvað við erum að gera börnunum og okkur sjálfum. Margir munu ekki láta þetta á sig fá en þannig er það líka - sumum er ekki viðbjargandi. Ný kyn- slóð mun hins vegar vaxa úr grasi og hún á betra skilið en vera alin upp á sykruðum morgunmat, gosdrykkjum og sælgæti. Ráðumst að rótum vandans og breytum nálguninni Það er því ekki einkamál fólks að taka ákvörðun um að raða í sig fæðu sem inniheldur mikinn sykur því reikningur- inn endar oftar en ekki hjá almennum skattborgurum. Hvernig væri ef íslensk stjórnvöld myndu setja af stað herferð af svipuðu tagi og gert var gegn reyk- ingum á sínum tíma og bar einstaklega góðan árangur. Það er dapurt ef stjórnmálamenn treysta sér til að verja 100 milljörðum króna til að byggja nýtt sjúkrahús en láta lítið ef nokkuð renna til fræðslu og for- varna á þessu sviði. Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir að þjóðfélagið muni sligast undan velferðarkostnaði sem fylgir lífsstílssjúkdómum er að beita fræðslu og forvörnum. Hver Íslendingur innbyrðir 52 kíló af sykri á ári að meðaltali Þjóðin gengur fyrir sykrum og lyfjum. Hver landsmaður fékk að jafnaði ávísað lyfseðli á mánaðarfresti. Kristján Vigfússon kennari í Háskólanum í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN ... æ fleiri rann- sóknir sýna fram á tengsl milli offitu, sykur- neyslu og lífs- stílssjúk- dóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.