Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 62
 Sigurjón SighvatSSon Framleiðir mynd eFtir metSölubók „Nei, ég verð ekki á laugardaginn,“ segir Bjarnheiður Hannesdóttir aðspurð hvort hún muni mæta á Edduverðlaunin sem afhent verða í Gamla bíó á morgun, laug- ardag. Mörgum er enn í fersku minni innkoma Bjarnheiðar á síðustu hátíð en þá kom hún tók við verðlaunum í flokki heimildarmynda í hlébarðagalla sem hún hannaði sjálf. „Það verður einhver annar að taka sig til og stela senunni að þessu sinni.“ Þegar Bjarnheiður er spurð hvort hún myndi mæta í einhverju flippuðu ef hún væri að fara á Edduna í ár er svarið ein- falt: „Nei. Maður gerir bara svona einu sinni. Maður þarf ekki að toppa þetta.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að erfitt sé að koma öllum fyrir í salnum í Gamla bíói. „Það er sleg- ist um sætin,“ segir Brynhildur. Aðspurð af hverju Bjarnheiði, sem sannarlega var stjarna hátíðarinnar í fyrra, hafi ekki ver- ið boðið, segist Brynhildur ekki vera með miðamálin á sinni könnu en bætir við að plássleysi hafi eflaust áhrif. Brynhildur lofar mikilli skemmtun þótt Bjarnheiður sé fjarri góðu gamni. „Það verður nóg af „hlébarðagöllum“ á sviðinu.“ -óhþ/-þþ  verðlaun eddan um helgina Enginn hlébarðagalli á Eddunni Hugmyndirnar sem ég er með um amerísku útgáfuna eru allt öðru vísi en það sem við ætlum að gera með sænsku myndina. Bjarnheiður og hlé- barðagallinn heiðra ekki Gamla bíó með nær- veru sinni á laugardag- inn. Ljósmynd/ Hari Það verður einhver annar að taka sig til og stela senunni að þessu sinni. Sigurjón segir myndina um Gamlingjann vera stórmynd á sænskan mælikvarða. „Þetta er með því stærra sem Svíar gera enda epísk mynd sem mun kosta í kringum fimmtán millj- ónir dollara í framleiðslu.“ Mynd/Nordic PhotosGetty Images Lét gamlingjann sem skreið út um gluggann ekki sleppa Sænska metsölubókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson hefur slegið hressilega í gegn, ekki síst á Íslandi þar sem hún hefur selst í yfir 20.000 eintökum og er enn á sölulistum. Sigurjón Sighvatsson náði ekki að tryggja sér kvikmyndaréttinn á henni í upphafi en er genginn til liðs við sænska framleiðendur myndarinnar. Hann verður yfirfram- leiðandi og er þegar kominn með hugmyndir að endurgerð fyrir Bandaríkjamarkað. É g er búinn að vera með puttana í þessu í dágóðan tíma þótt það hafi ekki verið fullfrágengið fyrr en í september. Ég fékk strax áhuga á bókinni en hafði að vísu ekki reynt að kaupa réttinn vegna þess að hann var bara seldur strax,“ segir Sigurjón sem stautaði sig í gegnum bókina á frummál- inu. Eftir að hann sökkti sér ofan í sög- una á íslensku ákvað hann að verkefnið væri of spennandi til þess að sleppa af því hendinni. „Þegar ég var hérna á Ís- landi í fyrrasumar voru allir að tala um þennan Gamlingja eftir Jónas Jónasson og ég tengdi ekki strax. Ég hélt fyrst að þetta væri bara einhver íslensk bók.“ Sigrjón keypti íslensku þýðinguna í Leifsstöð þegar hann var á leið til Bandaríkjanna og las hana í einum rykk í flugvélinni. „Ég átti auðveldara að tengja við hana á íslensku, fannst hún bara frábær og hugsaði með mér að þetta væri bara það gott verkefni að ég vildi endilega fá að vita hver staðan á því væri. Ég vissi að rétturinn var seldur en hafði ekkert heyrt meir þannig ég að hafði bara samband við framleiðend- urna og kynnti þeim mínar hugmyndir varðandi verkefnið. Hvað ég vildi gera og hugmyndir mínar féllu vel að þeirra. Þetta eru ungir framleiðendur og ekki mjög reyndir en mér finnst þetta vera efnilegt fólk.“ Ráðgert er að tökur hefjist í lok ársins og að myndin verði frumsýnd í desemb- er 2013. Sigurjón segir þá komna með sænskt handrit sem þeir séu nokkuð ánægðir með og nú sé verið að vinna aðeins í því. Sænski leikstjórinn Felix Herngren hefur tekið að sér að leikstýra mynd- inni. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandinu ekki síst fyrir sjónvarpsþættina Solsidan sem hann skrifar, framleiðir og leikstýrir auk þess að leika í þeim. Sigurjón segir valið á leikstjóra hafa haft mikið um það að segja að hann hafi ákveðið að ganga inn í verkefnið. „Mér finnst mjög mikið til hans koma. Hann er rosalega flinkur. Það er kominn saman hópur, sem mér líst mjög vel á, af mjög reyndu fólki í kringum þetta,“ segir Sigurjón sem gegnir hlutverki yfirframleiðanda og tekur nú virkan þátt í allri ákvarð- anatöku og lokagerð handrits. Þá sér Sigurjón um öll samskipti við aðila utan Svíþjóðar og fékk þýska framleið- endur, sem hann hefur áður unnið með, að verkefninu þannig að fjármögnum myndarinnar er í raun lokið. „Bókin hefur selst rosalega vel í Þýskalandi þannig að hingað til hefur þetta allt gengið eins og í sögu en þyngsta þrautin er eftir, að gera myndina.“ Ef vel gengur er Sigurjón þegar kom- inn með hugmynd að endurgerð fyrir enskumælandi markað. „Það er ekkert auðvelt að endurgera myndir. Ég er með ákveðnar hugmynd- ir en fyrst verðum við að sjá hvernig sænska myndin kemur út. Bókin hefur gengið vel alls staðar þar sem hún er gefin út en á engu að síður á hún eftir að koma út í Bandaríkjunum og Bret- landi. Hugmyndirnar sem ég er með um amerísku útgáfuna eru allt öðru vísi en það sem við ætlum að gera með sænsku myndina. Þannig að sú ameríska yrði mjög ólík mynd. Auðvitað sama saga en öll efnistök yrðu mjög ólík.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Söngkonan Whitney Houston var mörgum harmdauði en hún féll frá í síðustu viku. Houston á fjölmarga aðdáendur á Íslandi sem margir hverjir ráku upp ramakvein á Facebook þegar andlátsfregnin barst til landsins. Marta María Jónasdóttir, á Smartlandi mbl.is, er á meðal þeirra sem syrgja Houston og á ófáar æskuminningar tengdar lögum Houston sem var upp á sitt besta þegar Marta náði þeim aldri að hún fór að gefa strákum gaum. Hún ætlar sér að efna til erfidrykkju Houston til heiðurs á laugardagskvöld og skála fyrir dívunni heitinni við undirleik þeirrar látnu með vinkonum sínum Ellý Ármanns og Kolbrúnu Pálínu, ritsýrum Lífsins, fréttakon- unum Helgu Arnars og Erlu Hlynsdóttur, tímaritadrottningunum Elínu Arnars, Björku Eiðsdóttur og Halldóru Önnu Hagalín. Tobba Marínós verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hún á að afhenda Edduverðlaun þetta sama kvöld. Óléttuklúbbur kjarnakvenna Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir, stallsystir hennar í erlendum fréttum RÚV, Rún Ingvarsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss, og Lára Björg Björnsdóttir, rit- og pistlahöfundur, eiga það allar sameiginlegt ásamt Brynhildi Einarsdóttur, sagnfræðingi og konu Illuga Gunnarssonar, alþingismanns, að vera með barni. Á meðgöngunni hafa þær bundist vináttuböndum og þjappað sér saman í glæsilega óléttuklúbb og bralla ýmislegt saman og skiptast á reynslusögum og ráðum. Útvarpslausi þátturinn vinsæll Lítil ánægja var á sínum tíma með þá ákvörðun RÚV að slá þáttinn Orð skulu standa á Rás 1 af í sparnaðarskyni fyrir nokkrum misserum. Enn sýta menn þá ákvörðun. Stjórnandi þáttarins Karl Th. Birgisson dó þó ekki ráðalaus og fór með sitt fólk í Borgarleikhúsið þar sem þátturinn var á sviði en ekki í útsendingu vikulega. Orð skulu standa eru nú kominn í Þjóðleikhússkjallarann þar sem hann verður á dagskrá á fimmtudagskvöldum. Karl er enn á sínum stað en nú eru honum til halds og trausts Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, og Guð- mundur Steingrímsson, alþingismaður, sem sjá um hvert að leiða sinn gest í gegnum spurningar Karls hverju sinni. Þátturinn hefur farið vel af stað og fengið lof áhorfenda. Þykja nokkur nýmæli fólgin í því að alþingismaður stigi á leiksvið vikulega. Fjölmiðlakonur syrgja Whitney 54 dægurmál Helgin 17.-19. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.