Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 28
28 fréttir vikunnar Helgin 17.-19. febrúar 2012
Slæm vika
Bjarna Benediktsson,
formann Sjálfstæðisflokksins
Góð vika
Gretu Salóme Stefánsdóttur,
lagahöfund og söngkonu
19
mörk hefur Argent-
ínumaðurinn Lionel
Messi skorað
í útsláttar-
keppni
meistara-
deildar Evrópu,
flest allra leik-
manna.
Myllusteinn um hálsinn
Vafningsmálið svokallaða virðist ætla að vefjast fyrir Bjarna
Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifaði undir, í
umboði föður síns og föðurbróður, tíu milljarða lánasamning á milli
Glitnis og Vafnings þremur dögum eftir dagsetningu lánasamnings-
ins og eftir að milljarðarnir tíu höfðu verið
greiddir út. Þessir peningar töpuðust
allir. DV hefur fjallað mikið um
þetta mál frá árinu 2009 en það er
ekki fyrr en nú þegar búið er að kæra
tvo menn, Lárus Welding og Guðmund
Hjaltason, af sérstökum saksóknara sem
almennileg pressa myndast á Bjarna. Til að
bæta gráu ofan á svart seldi Bjarni
hlut sinn í Glitni á svipuðum
tíma snemma árs 2008. Sem
vekur upp spurningar um
Bjarna – spurningar sem
eru óþægilegar og erfiðar
fyrir formann stærsta
stjórnmálaflokks á
Íslandi.
2,6
vikan í tölum
Hæstiréttur togar í belti og
axlabönd
Gengislánadómur hæstaréttar
skók samfélagið á miðviku-
daginn. Fólk sem skuldar lán í
erlendum myntum fagnaði en því verðtryggða
var síður skemmt.
Guðmundur Andri Thorsson
Samgleðst þeim sem sjá fram á betri tíð með
dómi Hæstaréttar.
Sveinn Andri Sveinsson
Ég sem hélt að ég hefði verið heppinn að taka
ekki lán í erlendri mynt - FML
Eva Hauksdottir
Ég trúi því varla að fólk sé að öfundast út í þá
sem fá leiðréttingu á ólöglegum vöxtum. Enn
erfiðara finnst mér að trúa því að fólk sé að
vorkenna „kerfinu“ .
Andrés Magnússon
Síðasti naglinn í kistu ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðardóttur? Hverju ætti það svo sem
HeituStu kolin á
Reikna þarf út á nýjan leik stöðu
ríflega 70 þúsund gengis-
tryggðra lána einstaklinga eftir
dóm Hæstaréttar á miðvikudag,
sem dæmdi að ekki hafi mátt
reikna vexti af lánunum aftur-
virkt miðað við íslenska óverð-
tryggða vexti Seðlabankans
eins og lög gerðu ráð fyrir.
Umræða um málið var á Alþingi
í gær. Í ræðustól er Steingrímur
J. Sigfússon efnahags- og
viðskiptaráðherra en við hlið
hans er Árni Páll Árnason, for-
veri hans í embætti. Oddný G.
Harðardóttir fjármálaráðherra
er í bakgrunni. Ljósmynd Hari
milljónir barna deyja árlega af völdum van-
næringar samkvæmt skýrslu Barnaheilla
sem birt var í vikunni.
Vann í fyrstu tilraun
Fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir
brosir sjálfsagt út að eyrum í dag eftir að
lag hennar Mundu eftir mér bar sigur úr
býtum í Söngva-
keppni sjónvarpsins
um síðsutu helgi. Lagið
söng hún sjálf með
Jónsa úr Svörtum
fötum og verður
það framlag
Íslands í Eurovision-
keppninni í maí í Aserbaídsjan.
Nokkur umræða hefur verið eftir
keppnina þar sem lagið Stattu upp
með Bláum ópal vann símakosninguna
en sjö manna dómnefnd valdi lag Gretu.
Þessi bráðefnilega tuttugu og fimm
ára gamla stúlka lætur sér þó fátt um
finnast. Hún vann í fyrstu tilraun og
átti tvo lög á úrslitakvöldinu. Geri
aðrir betur.
Sjúkrabílar hálfgerðar druslur?
Stjórnendur Rauða krossins íhuga að hætta
rekstri sjúkrabíla náist ekki fram kröfur um
nauðsynlega endurnýjun tækjabúnaðar.
Sífellt minni kröfur eru gerðar til ástands
bílanna.
Ávarpaði ekki Viðskiptaþing
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
ávarpaði ekki Viðskiptaþing. For-
sætisráðherrar síðustu tvo áratugi hafa
ávarpað þingið og það hefur Jóhanna gert
síðastliðin þrjú ár. Fráfarandi formaður
Viðskiptaþings sagði fjarveru ráðherrans
vonbrigði.
Vilja hækka stöðumælagjald
Hækka á gjald í stöðumæla í miðborginni
og lengja þann tíma sem greiða þarf í mæl-
ana, gangi samþykkt umhverfis- og sam-
gönguráðs borgarinnar eftir. Hækkuninni
er ætlað að auka flæði bíla um stæðin.
Victoria‘s Secret opnar verslun
í Fríhöfninni
Fríhöfnin mun 29. febrúar opna fyrstu
Victoria‘s Secret verslunina á Íslandi
í brottfararverslun Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli.
Þrjátíu þúsund vilja Ólaf
Ragnar áfram
Um þrjátíu þúsund manns skráðu sig
undirskriftalista þar sem skorað er á Ólaf
Ragnar Grímsson að gefa áfram kost á sér
í embætti forseta Íslands. Þegar söfnunin
hófst var talað um að markmiðið væri
fjörutíu þúsund undirskriftir.
Nær milljarðs tap á HS Orku
Tap var á rekstri HS Orku á síðasta ári nam
937 milljónum króna. Fyrirtækið hagnaðist
um 865 milljónir króna árið 2010. Sveiflan
nemur 1,8 milljarði króna. Tapið stafar
einkum af gengissveiflum.
Sofnar ekki í nefnd
Formaður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis segir ljóst að tillaga um
afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde
muni ekki daga uppi í nefndinni.
Hættulegustu gatnamót
Reykjavíkur
Hættulegustu gatnamót Reykjavíkur eru
mót Miklubrautar og Grensásvegar. Þar
urðu nítján umferðarslys á árunum 2008-
2011. Átján slys urðu á mótum Bústaða-
vegar og Reykjanesbrautar.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur.
Fundarstjóri: Laura Sch. Thorsteinsson
verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.
Krabbameinsfélagið
Eru lögbundin réttindi
krabbameinssjúklinga virt?
Örráðstefna 23. febrúar
kl. 16:30-18:00
16:30-16:35 Ráðstefnan sett.
Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
16:35-16:40 Ráðgjöf.
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi segir frá Ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins.
16:40-16:55 Framkvæmd laga um réttindi sjúklinga.
Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri
Velferðarráðuneytinu.
16:55-17:25 Reynslusögur.
Tveir einstaklingar deila reynslu sinni af
samskiptum við heilbrigðiskerfið.
17:25-17:40 Getur heilbrigðisþjónustan staðið sig betur?
Vilhelmína Haraldsdóttir framkvæmdastjóri
lyflækningasviðs Landspítalans.
17:40-18:00 Spurningar og kaffi.
Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk, 540 1900, www.krabb.is
að breyta, stjórnin hefur frá öndverðu verið
eins Zombíar í C-klassa mynd: Lifandi dautt lið,
rænulausir þrælar reflexa sinna, sem mega hafa
sig alla við til þess að týna útlimunum ekki, en
neita að halda kyrru fyrir í gröf sinni.
Kristján B Jónasson
Mun einkaneysla ekki rjúka upp núna þegar 20-
40 milljarðar rúlla aftur inn í hagkerfið? Er ekki
kominn tími á tjaldvagn og sækött?
Snorri tryllir lýðinn
Predikarinn bókstafstrúaði Snorri Óskarsson,
kenndur við Betel, gerði allt brjálað bæði í mann-
og netheimum með bloggi sínu um að samkyn-
hneigð sé dauðasynd. Hann skoraði ekki mörg
stig og var settur í leyfi.
Gunnar Larus Hjalmarsson
Er að spá í að skella spurningu á Snorra í Betal á
DV-tjattinu: Ertu til í að hoppa upp í rassgatið á
þér og koma ekki aftur? en ég nenni því bara ekki.
Bergsteinn Sigurðsson
„Við eigum ekki að elta hinn nýju öfl víða um heim
sem krefjast sérreglna fyrir sig og annarra fyrir
aðra,“ segir Árni Johnsen, sem lengi hefur látið
eins og aðrar reglur gildi um hann en aðra.
vafningur fær vængi og Bjarna fatast
flugið
DV hefur í nokkur misseri fjallað um vafningsvið-
skipti Bjarna Benediktssonar og skyldfólks hans.
RÚV gaf málinu allt í einu gaum og með hverri
hreyfingu flækist Bjarni verr í vafningi.
Kastljóssviðtal Helga Seljan við formann
Sjálfstæðisflokksins litaði umræðuna á
Facebook í vikunni.
Þorfinnur Ómarsson
nú jæja, gott að vita að Bjarni notaði gróðan af
hinni heppilegu sölu hlutabréfa í Glitni, á svona
heppilegum tíma, í að byggja sér hús. Þá getur
maður farið áhyggjulaus að sofa...
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Ok, eins og Bjarni getur nú verið sexý þegar hann
er reiður. Þá er hann mjög ósexý í Kastljósinu
núna. Ég vona að vælubíllinn bíði fyrir utan
Efstaleitið.
Þráinn Bertelsson
Efnispiltur úr viðskiptalífi og pólitík með bæði
siðferði og dómgreind í lagi. (Að eigin sögn).
Eva Hauksdottir
Eymingja Bjarni Ben. Er ekki hægt að finna pláss
fyrir hann í Kvennaathvarfinu?
Lára Hanna Einarsdóttir
Hvaða PR-gúrú Bjarna Ben ætli hafi tekið hann í
gegn og sagt honum að svara aldrei spurningum?
Heiða B Heiðars
Þetta er allt DV að kenna
Gunnar Grímsson
Er þessa stundina afskaplega feginn að vera
hættur að horfa á sjónvarp. Vona bara að þið hin
hafið ekki beðið of mikinn skaða af.
Björn Ingi Hrafnsson
Mér fannst Bjarni Benediktsson standa sig vel í
Kastljósi kvöldsins
334
milljarðar er verðið sem
Kellogǵ s borgaði Procter &
Gamblé s fyrir framleiðslu á
Pringles kartöfluflögum.
6
er fjöldi Grammy-verðlauna
sem breska söngstirnið
Adele fékk á sunnudaginn.
7,5
prósent er hlutfallið sem
kaupmáttur laun hefur
rýrnað frá árinu 2007 sam-
kvæmt tölum frá Hilmari
Ögmundssyni hagfræðingi
BSRB.