Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 52
Fyrsti hluti síðari Stjörnustríðsþrí- leiks George Lucas, The Phantom Menace, birtist aðdáendum eldri geimóperunnar árið 1999, eftir sextán ára bið eftir framhaldi af ævintýrum sem gerðust fyrir langa löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu. Vonbrigðin voru gríðarleg. Töfrum, f jöri og klisjukenndri (en dásamlegri) dramatík gömlu myndanna virtist hafa verið sturt- að beint ofan í botnlaust gímald saarlac á Tatooine, og eftir stend- ur þvæld moðsuða leiðinlega póli- tískra plotta, óþolandi krakki að leika Anakin Skywalker, tölvugerði viðbjóðurinn Jar Jar Binks og svo var Mátturinn, þetta undarlega afl sem bindur allt líf í vetrarbrautinni saman, orðinn að einhvers konar blóðsjúkdómi. Einhverju sem hægt er að mæla í hverjum og einum með því að telja blóðkorn eða eitthvað álíka gáfulegt. Sjarmanum hafði semsagt verið skipt út fyrir seigdrepandi loðmullu og steingeldar tölvubrellur; Yoda er eðlilegri sem brúða með lúkuna á Frank Oz upp í rassgatinu á sér en sú sálarlausa flatneskja sem hús- karlar Lucas hjá ILM tölvugerðu fyrir nýju myndirnar. Ljósu punktarnir eru fáir. Natalie Portman er undurfögur og heillandi Amidala, Ewan McGregor fann sig vel sem Obi-Wan en fékk ekki úr nógu miklu að moða frekar en Darth Maul sem er frábært og töff illmenni en skammarlega vannýtt- ur í myndinni. Kletturinn í þessum þvælingi öllum saman er svo Liam Neeson sem Jedi-meistarinn Qui- Gon Jinn. Geislasverðabardagarnir voru líka flottir sem og kappreiðar í anda Ben-Húr þar sem Anakin litli fær að sýna hvað í honum býr í atriði sem er eins og hannað fyrir tölvu- leik. Þetta nýtur sín svosem ágæt- lega í þrívídd en The Phantom Me- nace lagast samt ekkert við það að þriðju víddinni er bætt við. Jar Jar er þarna ennþá, sagan er jafn þvæld og asnaleg og einhvern veginn hefði maður haldið að Lucas og fólk hans hjá ILM hefði getað gert þrívíddina betur þótt kraftaverk hefði þurft til þess að fela þá staðreynd að Lucas er vonlaus sögumaður. Samt nauðsynlegt að sjá Star Wars í bíó, þetta er einhvern veg- inn þriðja víddin á þeim heimi öllum sem á bara eftir að batna á næstu árum þegar eldri myndirnar koma í þrívídd hver af annarri. Þórarinn Þórarinsson 44 bíó Helgin 17.-19. febrúar 2012 Þ rívíðri endurútgáfu The Lion King var mjög vel tekið enda hafði myndin ekki misst neitt af þeim töfrum sem hún hafði við frumsýningu árið 1994. Aðsóknin á endurútgáfuna var með allra besta móti og Disney er því eðlilega komið á bragðið og fylgir The Lion King nú eftir með The Beauty and the Beast. Myndin var frumsýnd fyrir rúmum tuttugu árum árið 1991 og sló í gegn bæði hjá áhorfendum og gagnrýnend- um. Fríða og Dýrið hefur frá frumsýningu til þessa dags skilað 423 milljónum dollara, rúmum 52 milljörðum íslenskra króna, í miðasölu út um allan heim. Fríða og Dýrið var fyrsta teiknimyndin í sögunni sem hlaut tilnefningu til Óskars- verðlaunanna sem besta myndin auk þess sem hún var tilnefnd í fimm öðrum flokkum; fyrir bestu tónlistina, besta hljóð, auk þess sem þrjú lög úr myndinni fengu tilnefningu. Myndin hlaut síðan tvenn verðlaun; fyrir bestu tónlist og besta lagið, The Beauty and the Beast. Myndin hlaut Golden Globe-verð- launin sem besta myndin í flokki söngleikja- eða gamanmynda og hirti tvo aðra hnetti fyrir tónlist. Sagan um Fríðu og Dýrið er sígild ævin- týri sem kom fyrst út í Frakklandi árið 1740 undir titlinum La Belle et la Bête. Þekktasta útgáfan er stytting á sögunni sem kom fyrst á prenti 1756 og ári síðar í enskri þýðingu. Disney-myndin byggir á þessu gamla ævin- týri auk þess sem sótt er í samnefnda kvik- mynd frá árinu 1946. Eftir að teiknimyndin sló í gegn fyrir tveimur áratugum hefur hún gengið enda- laust í myndbandstækjum og DVD-spil- urum ótal heimila um allan heim þannig að sagan flestum kunn. Myndin segir frá hinni ungu og fögru Belle sem annast roskinn og ringlaðan föður sinn og reynir að halda aftur af taumlausu áreiti hins hrokafulla og leiðinlega Gaston sem ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær að festa sér stúlkuna með hjónabandi. Einhverja óveðursnóttina villist Belle úti í skógi og leitar skjóls í kastala. Þar ræður ríkjum heldur skapstyggt og ófétislegt skrímsli sem gerir öðrum íbúum kastalans, lifandi og talandi húsgögnum og búsáhöldum, lífið leitt með skapofsa sínum. Belle kemst að því að skrímslið er í raun prins í álögum og það sama gildir um hús- gögnin og eldhússáhöldin sem eru í raun þjónustufólk Dýrsins. Galdranorn sem prins- inn hafði sýnt hroka og dólgslega framkomu hneppti allt heila galleríið í álög til þess að kenna prinsinum mannasiði. Álögunum verð- ur því ekki aflétt fyrr en Dýrið lærir að elska og fá manneskju til þess að elska sig. Útlitið er því síður en svo bjart þegar Belle villist inn í þunglyndislegan heim Dýrsins. Hús- búnaðurinn sér sér þó leik á borði og reynir að tendra ástarneista milli Fríðu og Dýrsins. Dýrið eygir einnig útkomuleið í Belle og heldur henni fanginni í kastalanum í þeirri von um að hún muni heillast af sér. Frekar hæpið. En eftir því sem kynni þeirra verða nánari vakna tilfinningar í hjörtum beggja. Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten Tomatoes: 92%.  Fríða og Dýrið EnDursýnD í ÞrívíDD Þótt teiknimyndarisinn Disney sé misvel þokkaður og muni seint fá Bleikan stein frá Femínista- félagi Íslands fyrir ötula baráttu gegn staðalímyndum þá verður ekki af fyrirtækinu tekið að það hefur heillað og skemmt börnum og foreldrum í 75 ár með áferðarfögrum teiknimyndum. Þær eru því ófáar perlurnar sem leynast í safni Disney en fyrirtækið er byrjað að dusta rykið af þeim fallegustu og endursýna á breiðtjaldi í þrívídd. Þannig fékk ný kynslóð að kynnast Konungi ljónanna nýlega og nú er röðin komin að Fríðu og Dýrinu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Ástir dýrs og stúlku  FrumsýnDar  Einhverja óveðurs- nóttina villist Belle úti í skógi og leitar skjóls í kastala.  BíóDómur star Wars EpisoDE i: thE phantom mEnacE 3D Extremely Loud and Incredibly Close Ágætis mannskapur er hér samankominn, Jeffrey Wright, John Goodman, Max von Sydow, Sandra Bullock og Tom Hanks, í mynd um hinn unga og uppátektasama Óskar. Þegar faðir hans lætur lífið í árásunum á Tvíburaturnana í New York er Óskar þess fullviss að á bak við missi hans leynist sérstök ástæða sem hann verði að finna út úr hver er. Dular- fullur lykill sem faðir hans hafði átt leiðir Óskar síðan áfram í leit sinni að skránni sem lykillinn gengur að enda sannfærður um að þar sé svörin sem hann leitar að finna. Í ástum og stríði... Tveir ungir og upprennandi töffarar, Chris Pine og Tom Hardy, leiða saman hesta sína í This Means War þar sem þeir takast harkalega á um ástir Reese Witherspoon. Hún leikur unga konu sem bregður á það varhugaverða ráð að reyna að finna hinn eina sanna á Netinu. Hún er fljótt komin með tvo álitlega í sigtið sem báðir hafa mikinn áhuga á því að kynnast henni betur. Svo illa vill til að vonbiðlarnir eru nánir vinir og þrautþjálf- aðir leyniþjónustumenn sem eru mun sterkari á svellinu í átökum við alþjóðlegt glæpahyski en ástarbasl. Þegar þeir félagar átta sig á því að þeir eru á eftir einu og sömu konunni fer allt í rugl og þessir vopnabræður berjast með öllum til- tækum ráðum við að hafa hinn undir í baráttunni um stúlkuna. Chris Pine gerði það gott fyrir örfáum árum í hlutverki skipstjórans goðsagnakennda Kirk á geimskipinu Enterprise í nýju Star Trek myndinni og Hardy hefur verið á fleygiferð undanfarið; var frábær senuþjófur í Inception, grjótharður í Warrior og fáir efast um annað en að hann verði magnaður sem aðalillmennið Bane í The Dark Knight Rises í sumar. Seigdrepandi loðmulla A Few Best Men Félagarnir David, Graham, Tom og Luke taka lífið ekkert of alvarlega og sjá enga ástæðu til þess. Þegar David tilkynnir félögunum að hann hafi fundið þá einu réttu og ætli að ganga í hjónaband renna því eðlilega tvær grímur á hina félagana. Þeir láta sig þó hafa það að dröslast alla leið til Ástralíu í brúðkaupið og þá fyrst byrjar vitleysan fyrir alvöru. Sú gamla stjarna, sem skein hvað skærast í Grease og Xanadu fyrir margt löngu, Olivia Newton-John, er á meðal leikara í myndinni. Fríða lendir í klóm Dýrsins en eftir brösótta byrjun kvikna tilfinningar á milli þeirra. Tveir ungir á uppleið, Hardy og Pine. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 4 8 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.