Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 6
TV OF THE YEAR PANASONIC TXP42GT30 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is Panasonic TXP42GT30 • Hágæða THX NeoPlasma sjónvarp • Full HD Active 3D • Infinite Black Pro skerpa 5.000.000:1 • Svartími 0.001 msek. • Viera Connect Nettenging • Innbyggður gervihnattamóttakari • 3 USB tengi og 4 HDMI tengi • Eitt með öllu á rugl verði AVATAR 3D Blu-Ray FYLGIR MEÐ! SKERPA 5.000.000:1 600Hz FULL HD 1920x1080p Wi-fi READY 3D 199.990 Sjötíu golfvalla land Erlendum kylfingum sem leika hér á Íslandi hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum og ljóst að íslenskir golfvellir í okkar sérstæða landslagi og einstöku birtu vekja mikinn áhuga og ánægju þeirra sem hér spila, segir í Vikudegi á Akureyri. Þar kemur fram að Ísland hefur tvö undanfarin ár verið tilnefnt af golfblaðamönnum í lokaúrslit um titilinn „Besti nýi óþekkti golfáfangastaðurinn í heiminum“. Mikil umræða hefur verið, segir blaðið, um mikilvægi þess að fjárfesta í vöruþróun í ferðaþjónustu um allt land og þar sérstaklega verið litið til afþreyingar fyrir vaxandi fjölda gesta. Á Íslandi eru um 70 golfvellir,sem dreifast um land allt. - jh Fastráðnir starfsmenn Elkem Ísland, Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga, fengu nú um miðjan mánuðinn greidda 150 þúsund króna eingreiðslu. Greiðslan miðast við þá starfsmenn sem hafa verið í starfi hjá fyrirtækinu frá 1. apríl 2011 til marsloka 2012 og greiðist í hlutfalli við starfstíma. Hún nær ekki til þeirra sem eru lausráðnir, svo sem sumarafleysingafólks. Frá þessu er greint á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness, sem Skessuhorn vitnar til, og þar er leitt að því getum að greiðslan sé meðal annars til komin vegna góðrar afkomu fyrir- tækisins. „Þegar félagið gekk frá kjarasamningi við Elkem í fyrra,“ segir enn fremur, „nam eingreiðslan og afturvirkni samningsins um 500 þúsund krónum fyrir hvern starfsmann, þannig að fyrirtækið er að bæta kjör starfsmanna sinna verulega.“ - jh/ Ljósmynd Elkem á Íslandi Fjölmenni á Andrés- ar andar-leikunum Hinir árlegu Andrésar andar-leikar á skíðum eru haldnir í Hlíðarfjalli á Akureyri nú um helgina, til laugardagsins 21. apríl. Mótið var sett á miðvikudaginn og skrúðganga farin frá Glerártorgi. Keppendur á mótinu í ár eru um 660, börn frá helstu skíðafélögum landsins. Það svipaður fjöldi og var í fyrra. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli. Keppt er í alpagreinum, svigi og stórsvigi, auk skíðagöngu. Þá er sú nýjung í ár að keppt er á snjóbretti. Verðlaunaafhending og kvöldvaka er eftir hvern keppnisdag. Mótinu verður slitið klukkan 15 á laugardag. -jh Búbót fyrir starfsmenn Járnblendiverksmiðjunnar Áframhaldandi óvissa varð- andi gengistryggð lán Afskriftir í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengis- tryggð lán frá því í febrúar gætu numið allt að 165 milljörðum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út og Greining Íslandsbanka vísar til. Þegar eingöngu er miðað við þau lán sem lánastofnanir hafa annaðhvort viðurkennt að feli í sér ólögmæta gengistrygg- ingu eða verulegar líkur séu taldar á ólögmætri gengistryggingu eru áhrifin mun minni eða 85,6 milljarðar króna sem þyrfti að afskrifa. „Enn ríkir því,“ segir Greiningin, „töluverð óvissa um hversu mikið verður á endanum afskrifað vegna dómsins en samkvæmt þessu mati liggur það á bilinu 65-185 milljarðar króna.“ Við síðustu áramót nam niður- færsla vegna endurútreiknings erlendra fasteigna- lána samtals 108 milljörðum króna. - jh  Eftirlaun forsEtaEmbættið Forseti á eftir- laun 65 ára Ungt fólk sem kosið er til að gegna forsetaembættinu fær ekki laun eftir að nýr forseti tekur við. Það á rétt á eftirlaunum frá 65 ára aldri líkt og allir starfsmenn ríkisins. Lögum í þessa veru var breytt árið 2009. Ljóst er því að ótti lands- manna við að sitja upp með margra áratuga launa- kostnað vegna forseta sem er ungur að árum er óþarfur. E ru allir forsetar Íslands á launum frá því að þeir hætta í embætti og þar til þeir hverfa yfir móðuna miklu? Fréttatíminn fór á stúfana og leitaði svara við þeirri spurningu sem æ oftar heyrist vegna ungs aldurs Þóru Arnórsdóttur forsetafram- bjóðanda. Hún sagði í samtali við Fréttatímann í síðustu viku að hún færi á biðlaun í sex mánuði eftir að hún léti af embætti, næði hún kjöri, og síðan færi hún af launaskrá ríkisins. Samkvæmt lögum um eft- irlaun forseta og fleiri frá árinu 2003 getur forsetinn byrjað á eftirlaunum um leið og biðlaunum lýkur. „Nei. ég get ekki svarað því. Þú ættir að tala við Örnólf Thorsson. Hann veit allt sem viðkemur forsetaembættinu,“ segir Jóhann Hauksson, upplýs- ingafulltrúi forsætisráðuneytisins spurður um málið. Hjá Örnólfi Thorssyni forsetaritara fengust þau svör að forsetambættið kæmi á engan hátt nálægt eftirlaunum forseta og benti Örnólfur á Fjársýslu ríkisins. Hjá Fjársýslu ríkisins varð Lára G. Hansen fyrir svörum og benti hún á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Frá þeirri skrifstofu bárust þau svör að eftirlaunalög forseta frá árinu 2003 giltu einungis um Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi for- seta. Hann fær eftirlaun til æviloka þegar hann lætur að störfum að biðlaunatíma loknum. Þar sem hann hefur verið átta ár eða lengur fær hann 80 prósent af launum forseta á hverjum tíma.Öðru máli gegnir með þá forseta sem á eftir Ólafi Ragnari koma. Með lögum frá 2009 var séð til þess að þeir hafa sama rétt og aðrir starfsmenn ríkisins. Þeir greiða í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og geta byrjað á eftirlaunum 65 ára. Ljóst er því að ótti landsmanna við að sitja upp með margra áratuga launakostnað vegna forseta sem er ungur að árum er óþarfur. Forsetinn fer á eftirlaun á sama tíma og aðrir lands- menn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Reglum um eftir- laun forseta var breytt í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Breytingarnar ná þó ekki til hans sjálfs. Ljómsynd/Teitur 6 fréttir Helgin 20.-22. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.