Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 30

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 30
Ég var fíkill í mörg, mörg ár. Ég stjórna í dag. Ljósmynd/Hari Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! einn. Alvöru karl stendur fyrir sínu og er sterkur, en styrkleikinn felst í að geta sýnt veikleika sinn, sem er hluti af honum og sem að mér finnst sexý. Svo er hann sjálfum sér samkvæmur og þarf ekki að látast til þess að vera karlmaður. Hann er það án þess að þurfa að blása sig upp. Hann velur vel. Hann velur sínar konur og velur þær eftir eigin- leikum þeirra. Hann velur matinn líka eftir eiginleikum matarins. Hann þekkir hvað hann þarf til að búa til orku. Svo er hann einlægur, er góður við börn og dýr og verndar konuna sína 100 prósent.” Hættum að leita að six-packinu Og finnast þeir? „Já, þar sem við eigum síst von á. Ég held að við konur séum alltaf búnar að búa til svona gátlista yfir það hvernig við viljum hafa karlmennina okkar. Svo merkjum við: Hár og myndarlegur, tékk, með six-pack, tékk. Gleymum þessum lista. Opnum okkur. Líka fyrir þessum sem ekki eru með six-pack. Við gerum á þá six-pack,“ segir hún og skellir upp úr. En þarf maður þá einhvern sér við hlið? „Já, kannski. Mér finnst það núna. Maður þarf alltaf að hafa einhver sér við hlið. Maður getur aldrei gert neitt aleinn.“ En það gerði Þorbjörg þegar hún ferðaðist um heiminn og ritaði þessa þriðju bók sína enda hefur hún nú tæki- færi til að ferðast þar sem stelpurn- ar eru uppkomnar. „Þær er búnar að sleppa mér að því leytinu til. Eins er ég búin að sleppa þeim á heil- brigðan hátt.“ Þrjá kafla bókarinnar skrifaði hún í New York, þrjá í Taílandi og þrjá í Aðalvík á Hornströndum. „Móðir mín er frá Bóli í Sæbóli. Einmitt kaflinn um hugrekki er skrifaður í Aðalvík. Þar finn ég fyrir svo mikilli orku. Þar bjó kjarnafólk og sérstaklega sterkar og duglegar konur.“ Næstum eins og Borða, biðja, elska En Þorbjörg er á krossgötum. Búin að selja allt. Engum bundin og íhug- ar að flytja til New York þegar rétti tíminn gefst til. Erum við að tala um einhvern skyldleika við met- sölubókina Borða, biðja, elska eftir Elizabeth Gilbert? Þorbjörg hlær. „Já, eiginlega. Ég varð pirruð á höfundinum þegar hún gaf þessa bók út. Þetta var mín hugmynd! Kannski ekki alveg svona djúpt í bænirnar en þetta er samt það sem ég er að gera í sambandi við hugs- um, mat, líkama. Efni, loft og líkami er það sem ég hef skrifað mikið um, sérstaklega í þessari bók Níu leiðir til lífsorku,“ segir þessi íslenska kjarnakona og metsöluhöfundur. „Mér finnst svo merkilegt hversu líkaminn er stórkostlegur. Hann segir okkur frá því þegar eitthvað er að. Hann lætur vita. Tungumál líkamans eru verkir og vanlíðan; hugsanlega uppblásinn magi eða skilaboðin í gegnum húðina af því að það eru útbrot eða þurrk eða óhrein húð. Líkaminn er alltaf að segja okkur að það er ekki allt eins gott og það gæti verið. En það er spurning hvort við hlustum á líkamann. Hvað er eðlilegt og hvað ekki. Ætlunin með þessari bók er að tengja þetta allt saman. Þetta fjallar ekkert um að hafa efni á að gera hlutina heldur vilja,“ segir hún og viljann þarf að þekkja. „Við eldumst fljótt. Lífið er ekkert óskaplega langt. Ekki eins langt og við höldum og vildum. Mörg okkar langar til þess að gera ýmsa hluti og höfum, eins og samfélagið er í dag, möguleika og tækifæri til þess. En það krefst síns líkama og geðs til að framkvæma það og ég vil hjálpa fólki að þá þeim markmiðum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 1. jafnvægi 2. orka 3. vakning 4. hreyfing5. kjarkur 6. grænn 7. ástríða 8. skýrleiki 9. meðvitund yngsta þá best heppnaða eintakið? „Nei, eiginlega ekki,“ segir Þor- björg og skellir upp úr. „Þær eru allar fullkomnar og enginn greinarmunur gerður. Hún er samt sú holla. Hún hefur ekki fengið neinar bólusetningar eða sprautur. Ég er ekkert að agentera fyrir einu eða neinu. Hver verður að taka þessa ákvörðun fyrir sig byggða á upplýsingum sem hann aflar sér,” segir hún. Á þrjár flottar stelpur „En þetta eru ofsalega flottar stelpur sem ég á. Elsta dóttir mín Ásta Lea er í leiklistarnámi í New York og Ida Björk er fréttamaður hjá sjónvarpsstöð í Danmörku en Telma Pil, sú yngsta, er 17 ára og í menntaskóla. Hún ætlar að verða söngvari og er ofsalega fær. Hún hefur hæfileika sem við erum fyrst að uppgötva núna. Hún vann þessa flottu svöngakeppni menntaskóla. Hún á eftir að gera það gott.” Þorbjörg skildi við manninn sinn þegar sú yngsta var um átta ára gömul. „Hún varð sem kallað er vikubarn. Viku hjá mér og viku hjá honum. Allir voru sáttir og við í mjög góðum samskiptum, við faðir hennar. En eftir að hún byrjaði í menntaskóla sagði ég við hann að planið þyrfti ekki að vera svona stíft. Þetta fer því eftir hendinni hjá okkur núna.” Þorbjörg segir dætur sínar með- vitaðar um mataræði. „Á mínu heimili var og er ekkert annað en góður matur, þótt 20 prósent sé eins og hjá öðrum – við fáum okkur ís og fáum okkur súkkulaði, kökur og allt það. Það hentar okkur.“ Var sólgin í sykur En fæðið var ekki alltaf holt hjá Þor- björgu. „Ég var fíkill í mörg, mörg ár. Ég stjórna í dag og læt ekki syk- urinn stjórna mér. Ég hef haft tal af þúsundum skjólstæðinga sem hafa reynt það sama. Þetta fjallar allt um að skapa jafnvægið aftur. Það er ekkert nema ójafnvægi að reyna að fá orku úr sykri,“ segir hún. „Ég virði að það eru margir sem eiga við þetta vandamál að stríða. Ég hef fullan skilning á því þar sem ég hef glímt við þennan vanda sjálf. Skilaboðin eru að það er miklu auð- veldara að komast út úr vandanum en fólk heldur. Við höfum skapað mikið drama í kringum hvað þetta er erfitt. Við erum ofsalega góð í að búa til sögur og trúum þeim og ger- um þær að veruleika. Eins og sagan um það hvað það er erfitt að sleppa sykri. Og sagan um það hve dýrt er að kaupa holt, bragðvont og vont að breyta til. En þessari sögu má snúa við og hver og einn þar að finna á eigin skinni að það borgar sig.“ En togar sykurinn í þig? „Að sjálfsögðu. Sykurinn er eiturlyf. Að sleppa sykri er eins og að hætta að reykja, hætta á ávanabindandi lyfjum og að drekka. Það koma upp fráhvörf og löngun. Líka kringum- stæðurnar. Nú skulum við hafa það kósí. Þetta með að hafa það kósí er alltaf með einhverju; kökum, sælgæti, poppi. Það tekur tíma að hafa það kósí með öðru en að úða í sig sætindum.” En kemst maður yfir það? „Engin spurning.“ Með uppskrift af fullkomnum karli Segja má að Þorbjörg hafi fyrst vak- ið verulega athygli með matreiðslu- þætti sínum á Skjá einum Heil og sæl fyrir sex árum. Þar kynnti hún holt mataræði fyrir landanum með kærasta sínum á þeim tíma. „Já, hann á ég ekki lengur,“ segir hún og brosir. Og áttu þá engan? „Nei,“ svarar hún sposk. Eru karlmenn hræddir við þig? „Já,“ segir hún og snýr svo útúr. „Eða kannski eru þeir aðeins hræddir við að viðurkenna vanmátt sinn. Það er remba í þeim mörgum. Ég vil svo gjarna fá þá á námskeið til mín, eina og óstudda, á sínum forsendum. Leiðbeina þeim svo þeir geti fengið þennan alvöru karl fram innra með sér. Auðvitað eru karlmenn að glíma við sama vanda og við konur. En þeir gera kannski ekki eins mikið úr því.“ En hvernig eru alvöru karlmenn? „Alvöru karl? Ó, ég er búin að finna 30 viðtal Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.