Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 15
KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM Nýtt fyrir konur og karla, CLUB FIT - VIP 6-vikna námskeið 45 mínútur 3x í viku Þjálfun á hlaupabrettum og lyftingar með lóðum. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. Æfingar og hörku keyrsla undir handleiðslu þjálfara sem leiðbeinir og hvetur áfram. Þrumu stemning! Hámarks fitubrennsla, aukin grunnbrennsla og betra þol. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is Innifalið: • Þjálfun og mataræði tekið í gegn • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum • Hvatning, fróðleikur og uppskriftir á lokuðu heimasvæði • Sérstakar mataræðisráðleggingar um hvernig þú getur gert skynsamlegar breytingar án þess að finna fyrir svengd og náð markmiðum þínum örugglega • Mælinga, þol-, styrktar- og fitumælingar fyrir og eftir í gegnum tíðina er sú innbyrðis samstaða sem flokksmenn hafa alltaf getað talað sig inn á. Þeim er eiginlegt að fylgja formanni sínum og stefnu hans, nánast gagnrýnis- laust. Það kemur því ekki á óvart að eftir sigurinn á Hönnu Birnu séu andstæðingar Bjarna flestir tilbúnir til þess að láta af gagn- rýni sinni á hann og leggja sitt af mörkum til þess að skapa þá nauð- synlegu einingu innan flokksins sem til þarf svo flokkurinn nái sér upp úr þeim öldudal sem hann hefur siglt í frá hruni. „Samstaða er lykillinn að árangri“, verða sam- kvæmt þessu innbyrðis kjörorð flokksins fyrir næstu kosningar. Sigmundur Davíð og megrunin Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son hefur ekki haft sig mikið í frammi undanfarin misseri. Þegar nafnið Sigmundur Davíð er slegið inn í leitarvélina Google kemur leitarvélin með tillögu að orðinu „megrun“ sem er það orð sem mest er slegið inn í tengslum við nafnið. Til samanburðar kemur Google með tillögu að orðinu Vafn- ingur í tengslum við Bjarna Bene- diktsson, orðið „laun“ í tengslum við Jóhönnu Sigurðardóttur og „menntun“ þegar nafn Steingríms J. Sigfússonar er slegið inn. Samkvæmt Google virðist Sig- mundur Davíð því lítið hafa verið að gera að undanförnu annað en að standa í megrun. Þrátt fyrir að þingmenn flokksins hafi tekið virkan þátt í umræðunni um þau málefni sem verið hafa á Alþingi virðist sem aðkoma þeirra að ýmsum málum nái ekki alltaf út fyrir veggi þinghússins. Fram- sóknarflokkurinn hefur því ekki verið mikið í kastljósi fjölmiðlanna og af þeim sökum ekki mjög sýni- legur. Flokkurinn hefur þó haft frumkvæði að ýmsum málum sem reyndar hafa ekki hlotið brautargengi, svo sem um lán frá Norðmönnum, flata niðurfellingu skulda í kjölfar efnahagshrunsins, upptöku Kanadadollars og til- lögum um að slíta samningavið- ræðum við Evrópusambandið svo fátt eitt sé nefnt. Færði flokkinn til Þessi stefna Sigmundar virðist hins vegar vera að skila sæmileg- um árangri ef marka má skoðana- kannanir. Flokkurinn mælist með um 13 prósenta fylgi, sem er rúm- lega tvöfalt meira en mæld- ist í mars 2007 þegar flokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokki og mældist með 6 prósenta fylgi sem reyndar var sögulegt lágmark enda kom flokkurinn illa út úr kosning- unum vorið 2007. Framsóknarmenn eru almennt ánægðir með störf Sig- mundar og nýtur hann mikils traust innan flokksins. Hann er sagður standa sig vel í starfi og takast vel að halda utan um flokkinn þannig að ekki mæði á honum. Væntingar eru um að Framsóknarflokkurinn njóti góðs af því í næstu kosningum að hafa verið í stjórnarandstöðu frá því árið 2007. Sigmundur Davíð sigraði sterka frambjóðendur í baráttu um for- mannssætið árið 2009 eftir mikla óróatíma innan Framsóknar- flokksins og uppgjör. Inn kom nýtt fólk og með þeim nýjar áherslur. Sigmundur hefur fært flokkinn til í afdrifaríkum málum á borð við afstöðu til Evrópu- sambandsaðildar sem hann er nú andsnúinn. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 fréttaskýring 15 Helgin 20.-22. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.