Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 54
46 bækur Helgin 20.-22. apríl 2012  RitdómuR Laðaðu tiL þín það góða Norski krimmahöf- undurinn Jo Nesbö trónir nú á toppi metsölulista Eymundsson með bók sína Snjókarlinn. Það tók kappann þrjár vikur að velta hinni sænsku Camillu Läckberg úr sessi. nesbö kominn á toppinn  RitdómuR án vegabRéfs e inar Falur Ingólfsson sendi frá sér fyrir jólin í fyrra safn ferðaþátta sem hann hafði flesta birt í Morgunblaðinu í ein- hverju formi, sumir voru þar styttir en eru í bókinni lengri. Þetta var snotur bók og sýnu meiri akkur í ljósmyndum hans sem fylgdu skrifunum; margar listavel gerðar og hefðu betur sómt sér í stærra broti á betri pappír. En menn geta ekki beðið um bæði fiska og brauð. Ekki svo að skilja að Einar Falur sé ekki ritfær maður. Hann er prýðilega skrifandi og tekst víða í lýsingum sínum á við býsna flóknar sögur, fylgir hefðinni að segja fyrst frá sjálfum sér í erfiðum kringumstæðum, en stækka svo myndina og gera grein fyrir landstæðum, lands- hag og hvernig blessaðri mannskepn- unni tekst að komast af. Það er langt á milli þeirra hugarheima sem Einar Falur þrammar í upplifun sinni við ritun liðinna minninga frá fjarlægum stöðum og þess heims sem bókin lýsir sem er fjallað um hér til hliðar. Hvort viltu sjá: Heiminn í öllum sínum hildarleik, eða litla sæta naflann þinn? Horfa til himins og fjar- lægra fjarða eða bora nefinu inn í magann á sjálfum þér? Silfurnámur í Bólivíu, ferðalag um Færeyjar, löng og ströng ganga til Machu Pichu, þjóðhátíð í Gimli, gljúfrastíflurnar í Yangtze, pólfari sóttur í flugi, baðdagur- inn mikli og íslenskir fótboltamenn í Ker- ala, New York, Maldíve-eyjar á Indlands- hafi – og Bergþórshvoll eru staðirnir sem við sækjum heim í frásögnum Einars. Hann er lunkinn sögumaður, kann að halda sögunni gangandi, er ekki gjarn á útúrdúra, hvorki í tíma né rúmi, trúr þröngu formi blaðsins sem þó var býsna rúmt á þessum árum þegar Einar var að ferðast í þess nafninu og selja Mogga- mönnum myndir og letur. Ferðaþættirnir ganga líka á því, góðum sögumönnum sem geta gert sig, ævintýri og hversdagsleika spennandi, gætt ein- falda hluti lífi, dregið snöggar og skýrar myndir af fólki sem þeir þekkja ekki en hitta dagpart. Þeir verða að hafa metnað til að kunna skil á sögu héraða sem þeir komu til, þótt sumir bestu textahöfundar af þessum flokki hafi reynst hafa svikist um að sækja þá staði sem þeir fjalla um: Thorkild Hansen var einn slíkur en skrifaði þó bestu ferðabækur sem komið hafa út á norrænum tungum. Er þetta form sem hér er þjappað á bók dautt? Hafa myndasögur í litblöðungum, innslög í sjónvarpsþáttum, jafnvel heilu sjónvarpsstöðvarnar helgaðar ferða- lögum útrýmt sögum ferðalanga? Ekki trúi ég því. Þetta er aftur erfitt form og útheimtir stöðuga þjálfun, lífsstíl nánast. Það er synd að Einar Falur skyldi vera svona mikið heima hjá sér, hann hefði mátt fara víðar og lifa það af til frásagnar. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Víðförull blaðamaður Fjórar sögur eftir Arnald Indriðason komu í liðinni viku í kiljuútgáfu: Synir duftsins, sem var fyrsta sagan sem kynnti lögreglumanninn Erlend til sögunnar, sagan kom upphaflega út 1997 og er þetta þriðja útgáfa hennar, Dauðarósir frá 1998 og er þetta fjórða útgáfa sögunnar, Röddin frá 2002 og er þetta fjórða útgáfa þeirrar sögu og að síðustu Einvígið sem kom út í fyrra. Allar sögurnar segja af glæparann- sóknum Erlends. -pbb Arnaldur kominn í kilju Síðasta vetrardag kom út hjá forlagi Uppheima stórt safn nýrra ljóða eftir Gyrði Elíasson. Ný bók frá Gyrði sætir ávallt tíðindum í íslenskum bókmenntaheimi. Nú eru liðin rúm tvö ár síðan Gyrðir sendi síðast frá sér frumsamið verk, en árið 2009 komu ljóðasafnið Nokkur almenn orð um kulnun sólar og smásagnasafnið Milli trjánna út samtímis. Í þessari nýju ljóðabók sinni fetar Gyrðir inn á áhugaverðar slóðir í: Hann ræðst af siðferðisþrunginni einbeitni að slátrun dýra og manna, yrkir bálk um óvenjulega dauðdaga og hver annar en hann gæti slengt framan í ljóðunnendur angurværum lestri á sögunni um Axlar-Björn með keim af Eagles og Hotel California? Það er alltaf áskorun að fylgja Gyrði Elíassyni inn í þann sérstaka heim sem hann skapar í verkum sínum og þarf ekki til þess flóknar leiðbeiningar. Ljóðaheimur þessarar bókar geymir furður og óvænt stefnumót við tungumálið og sá uppsker ríku- lega sem gefur sig honum á vald. Hér vex enginn sítrónuviður er fjórtánda ljóðabók Gyrðis. -pbb Stórt safn nýrra ljóða frá Gyrði Sigríður Arnardóttir útvarps- og fyrr á tíð sjónvarps- kona, blaðamaður var það kallað áður fyrr, hefur sent frá sér bók með einföldum ráðum til betra lífs. Laðaðu til þín það góða, heitir bókin; snoturlega brotin, snögglesin og ekki óþægileg í lestri. Nú er í sjálfu sér ekki slæmt að innlend bókaframleiðsla skuli keppa við erlendan innflutning í svokölluðum lífsleiknibókum. Kennibækur af þessu tagi hafa fylgt trúarbrögðum allra tíma, alltaf eru einhverjir kennimenn sem telja sig hafa höndlað hinn æðsta sannleika og sjá sér þörf í að koma þeim sannindum til lýðsins – jafnvel hafa góðar tekjur af því. Sumir þeirra eldri í þessum bransa hafa apað eftir for- göngumönnum trúarbragðanna og geta því glætt orðskviði og frásagnir sígildum svip dulspekinnar, sótt í klassísk meðul frásagnarlistar, brögð sem geta geymt einföld vísdómsorð – sjáið bara höfund Háva- mála. Sirrý, eins og hún kallar sig og hún er engin Sigga, sækir uppsprettur viskunnar hingað og þangað: Blómstraðu í einkalífi og starfi boðar hún á kápunni. Hugmyndir hennar lúta að gömlum fágun- arsiðum sölumennskunnar: Tileinkaðu þér alúðlegt fas (hvað sem leynast kann undir), alltaf brosandi (þótt þér sé ekki hlátur í hug), vertu alltaf hress (þó allt sé í rusli). Kenningasmíði þessi er einfeldn- ingsleg og til þess fallin að fá fólk til að sætta sig við hvað sem er. Hún elur á gagnrýniskorti, predikar jákvæði sem felst í því að líta hjá því sem miður fer og orsökum þess. Grundvöllur kenninga af þessu tagi er að það sé betra að láta traðka á sér ef maður brosir á meðan. Og það er fullt af fólki sem kaupir svona bull dýrum dómum. Það virðist öllum höfundum rita af þessu tagi eðlislægt að stilla sjálfum sér upp sem hinu velheppnaða eintaki, ekki sakar að hafa átt feril sem hin forvitna jákvæða kona sem stendur stífmáluð á eigin fótum. Bók Siggu Arnars er stutt, með stóru letri, ekki illa meinandi en kostuleg yfir- breiðsla í samfélagi sem er í stríði, undarlega sam- sett fyrirmæli til karla og kvenna um það hvernig best er að sætta sig við það í samfélagi sem okkar að hafa það skítt – með alúðlegt bros og jákvæðan huga. Njótið! -pbb Vel klædd er konan ánægð  án vegabréfs – ferðasögur Einar Falur Ingólfsson Crymogea, 318 síður, 2011.  Laðaðu til þín það góða Sirrý Veröld, 192 blaðsíður, 2012. Bók Siggu Arnars er stutt, með stóru letri, ekki illa meinandi en kostuleg yfirbreiðsla í samfélagi sem er í stríði ... Einar Falur Ingólfsson. Í birtingu 24. janúar árið 2001 söfnuðust um 30 milljónir manna saman við ármót ánna Jamuna og Ganges á Indlandi; þetta var fjölmennasta samkoma allra tíma, mikilvægasta trúarhátíð hindúa í 144 ár. Einar Falur var í þvögunni og lýsir hátíðinni auk ævintýralegs ferðalagsins á hana. S INNA Íslenska rafbókabúðin 14.–21. apríl VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.