Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 70
 Íris Edda sunddrottningin sEm fór Í fitnEss Arnar Már Gíslason og Óli Már Ólason létu nokkurra ára draum rætast, ásamt félögum sínum af veitingastöðunum Vegamótum og Enska barnum, á miðvikudagskvöld þegar þeir opnuðu Lebowski bar við Laugaveg þar sem Óliver var áður til húsa. Barinn sækir innblástur til hinnar rómuðu bíómyndar Coen-bræðra The Big Lebowski þar sem Jeff Bridges hengslaðist slakur í gegnum lífið á náttslopp og góðum hippafílíng. Félagarnir byrjuðu að ryðja öllu út af Óliver í janúar þar sem þeim fannst húsnæðið falla fullkomlega að hugmynd þeirra um bar í anda bíómyndarinnar. Óli segir í raun fjóra staði vera inni á Lebowski bar; Keilubarinn, Amerísku veröndina, The Diner, þar sem hægt verður að borða rétti af stærsta matseðli landsins, og The treehorn lo- unge. Þótt líf Lebowskis hafi fyrst og fremst snúist um keilu verður boltinn á skjánum á barnum auk þess sem einkennisdrykkur persónunnar, White Russian, verður ætíð til taks á barnum. Ekki fylgir þó sögunni hvort á gólfinu sé motta sem bindi staðinn saman á sama hátt og motta Lebowskis setti heildarsvipinn á heimili hans. Bar til heiðurs Lebowski Íris Edda er nýkomin úr myndatöku hjá Arnold Björnssyni sem sérhæfir sig meðal annars í fitness-tökum og Íris Edda segist ekki geta neitað því að kynþokkinn skipti máli í fitness. „Verður maður ekki að segja já við því? Þetta er fegurðarbransi og í keppni er gefið mikið fyrir útlit og framkomu.“ Mynd/Arnold Björnsson Hálfgerð manía og geðveiki É g hafði verið í sundinu eins lengi og ég mundi eftir mér en hætti endanlega að æfa þegar ég var 22 ára,“ segir Íris Edda og bætir við að sundið sé án efa besta líkams-rækt sem hægt sé að stunda. „Þetta er alhliða hreyfing og sundæfingunum fylgdu náttúrlega lyftingar og alls konar þrekæfingar þannig að ég hef ofboðslega góðan grunn úr sundinu fyrir það sem ég er að gera núna.“ Íris Edda er 28 ára og hætti endanlega í sundinu fyrir sex árum en þá hafði hún keppt á Ólympíleikunum í tvígang fyrir Íslands hönd og var tvítug þegar hún mætti til leiks í annað sinn. „Þegar maður er komin svona á kaf í eitthvað þá er erfitt að hætta og þá finnur maður sér eitthvað annað í staðinn. Ég hélt bara áfram í ræktinni og hélt mér í formi.“ Árið 2009 útskrif- aðist Íris Edda síðan sem einkaþjálfari frá Keili og í kjölfarið sneri hún sér að fitness-inu. Íris Edda hefur keppt í tvígang í módel fitness. Nú síðast um páskana en hún þarf stundum að hafa hemil á keppnis- skapinu sem er henni í blóð borið. „Keppnisskapið úr sundinu hjálpar alveg helling en það getur líka verið svolítið öfgafult og núna æfi ég alveg einu sinni til tvisvar á dag þótt ég sé ekki að fara að keppa aftur fyrr en í nóvember. Maður er grimmur í þessu og ég er strax farin að vinna í því sem ég veit að ég þarf að laga og bæta,“ segir Íris Edda sem hefur fullan hug á að keppa á mótum í útlöndum ef vel gengur hér heima. Fitness hefur verið í brennidepli síðustu daga og tölu- vert deilt um alvarlegar líkamlegar afleiðingar þessar- ar krefjandi greinar og Íris Edda hefur skilning á um- ræðunni. „Þetta er náttúrlega ofboðslega umdeilt. Umræðan hefur verið hörð upp á síðkastið og mikil gagnrýni í gangi. Auðvitað verður að segjast eins og er að það er gengið rosalega á líkamann í þessu og sérstaklega í nið- urskurðinum sem byrjar allt að tíu til tólf vikum fyrir mót. Þetta jaðrar við að vera ekki heilbrigt. Það má bara segja það hreint út. Þetta er manía og hálfgerð geðveiki,“ segir Íris Edda. „Það er gengið rosalega á lík- amann og burði hans. Fitu- prósentur og allt þetta. Blæðingar hætta jafnvel og tíðarhringurinn fer alveg í klessu. Ég hef ekki ennþá farið á blæðingar frá því ég byrjaði á nið- urskurðinum í janúar. Þetta er samt bara lík- amsrækt eins og hvað annað en getur farið út í öfgar eins og allt annað. Rosalega stutt í öfgar í öllu og þær eru alltaf að aukast. Mér finnst þurfa að huga betur að fitness sem keppnisgrein hvað varðar notkun ólöglegra lyfja og annað slíkt. Það þarf að fylgjast betur með þessu.“ Z latko Krickic vakti mikla og verð-skuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í glæpamyndinni Borgríki sem var frumsýnd í fyrra og er nú nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék veigamikið hlutverk í stuttmyndinni Sketch. „Ég er þarna í einu af þremur helstu hlut- verkunum og leik glæpamann sem fæst við ýmislegt vafasamt. Ég hef ekki enn feng- ið að leika prest,“ segir Zlatko og hlær en hann fór einmitt á kostum í Borgríki í hlut- verki grjótharðs nagla, Serbans Sergej, sem tók íslenska glæpamenn föstum tökum. Sketch segir frá tólf ára einhverfum dreng sem upplifir veikindi sín sem bölvun. Hann er misskilinn og verður fyrir aðkasti vegna þess að hann er öðruvísi. Hann er félagslega einangraður en notar sjónminni sitt og hæfileika sem einhverfunni fylgir til að teikna fallegar myndir af því sem fyrir augu hans ber í fátækrahverfinu. Á heima- síðu framleiðenda myndarinnar segir að myndin fjalli um hvernig hægt sé að breyta bölvun í blessun. Sketch er fyrsta kvikmynd leikstjór- ans Stephen Barton og Pétur Sigurðsson er einn framleiðenda en báðir voru mjög áfram um að fá Zlatko til liðs við sig. „Eftir að Stephen sá Borgríki vildi hann endilega fá mig í myndina.“ Zlatko segir þá þrettán daga sem hann var við tökur ytra hafa verið mjög skemmti- lega og góða reynslu. „Stephen hefur þjálf- að leikara á borð við Tobey Maguire og Pierce Brosnan þannig að það var mjög lærdómsríkt að vinna með honum.“ Í öðrum hlutverkum eru leikarar sem hafa getið sér gott orð í Bandaríkjunum þótt nöfnin hringi ef til vill ekki mörgum bjöllum hér heima. Kwesi Boakye (The Princess and the Frog, Happy Feet, Mentalist, Hawaii- Five-0, Boston Legal) leikur hinn unga Sketch og Joe Forbrich (Law & Order, 30 Rock, The Sopranos, The Taking of Pelham 123, The Watcher) leikur rannsóknarlög- reglumann. -þþ  Zlatko krickic lEikur krimma Í stuttmynd Frá Borgríki til Bandaríkjanna Geir Ólafs og Don Randi jassa helgina Söngvarinn lífsglaði Geir Ólafsson hefur smalað saman einvala liði til þess að spila jass með goðsögn- inni Don Randi en þessi góðvinur Geirs er mættur í heimsókn frá Los Angeles. Þeir ætla að trylla lýðinn á Rósenberg á föstudags- og laugardagskvöld og láta einnig til sín taka á Silfur- tunglinu við Snorrabraut. Fabúla og Hafdís Huld syngja með Randi en að sögn Geirs er orðspor vinar hans slíkt að færri íslenskir tónlistarmenn hafi komist að en vildu þar sem allir vilji stíga á stokk með þessum reynslubolta sem hefur starfað með ekki ómerkari manni en Michael Jack- son. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur öll sem fáum að vera með,“ segir Geir. Íris Edda Heimisdóttir var ein fremsta sundkona Íslands í kringum aldamótin og keppti tvisvar á Ólympíleikunum. Hún hætti að synda fyrir nokkrum árum og er komin á fullt í fitness. Hún segir ákafann í æfingunum jaðra við geðveiki og hefur skilning á þeirri hörðu umræðu sem komin er upp um sportið og viðurkennir fúslega að fitnessið sé mjög útlitsmiðað og þar sé hiklaust gert út á kynþokka. Zlatko var tilnefndur til Menningarverðlauna DV fyrir leik sinn í Borgríki. Hann bíður rólegur eftir fleiri tækifærum til að sanna sig frekar. „Ég veit ekki hvað gerist næst. Ég sé bara til en er mjög ánægður með að fá tilboð að utan svona skömmu eftir að Borgríki var sýnd.“ Mynd/Hari Í útivistarfötin á síðasta vetrardegi ZO-ON opnaði nýja verslun í Smáralind á síðasta degi vetrar á miðvikudaginn en ZO-ON selur undir merki sínu ís- lenska hönnun á útvistarfatnaði hvers konar auk golffatnaðar. Fjöldi fólks lagði leið sína í opnunina en þar voru meðal annarra stjarnan úr Svartur á leik, Damon Younger, ritstýrurnar Kolbrún Pálína og Ellý Ármanns, útvarpskempan Sigvaldi Kaldalóns og Þór Bæring. Heimir og Kolla úr Bítinu á Bylgjunni, prótínhákarnir Ívar Guðmundsson og Arnar Grant, bolta- spekingurinn Hjörvar Hafliðason og þá mætti söngvarinn Sverrir Berg- mann á svæðið með nýju kærustuna sína Marín Möndu upp á arminn. Í HAND HÆGUM UMBÚÐ UM NÝJUN G Þræddir, bræddir, snæddir. Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Þetta jaðrar við að vera ekki heil- brigt. Það má bara segja það hreint út. 62 dægurmál Helgin 20.-22. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.