Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 2

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 2
Brottför: 16. júní Örfá sæti laus Innifalið í verði: Sjá á www.sunnuferðir.is 384.000 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Saga, sól og söngvar Davíðs 15 dagar á Ítalíu undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara á söngvaleiðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Viðburðarrík ferð til Ítalíu þar sem fetað verður í fótspor skáldsins frá Fagraskógi alla leið frá Flórens suður til Kaprí. Ferðin er skipulögð af Guðna í Sunnu sem hefur um áraraðir starfað að ferðaþjónustu. Ógleymanleg menningarferð! Sérfræðikostnaður 3,2 milljarðar 6% Aukning eignA kAupþings á árinu 2011 Ársskýrsla Kaupþings fyrir árið 2011  MótMælin Saga geirS JónS fær Stoð í fundargerðuM alþingiS Óttuðust að kveikt yrði í Alþingi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Þingmenn forsætisefndar Alþingis í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde óttuðust að kveikt yrði í Alþingi eftir viðtal við Grétar Mar Jónsson, þá þingmann Frjálslyndra, í DV. Í því sagði hann frá undirgöngum frá Alþingishúsinu yfir í Kristjáns- og Blöndahlshús. Nefndin fundaði á þriðja mótmæladegi búsáhaldabyltingarinnar og gagnrýndu nefndarmenn framgöngu þingmannsins og einnig Álfheiðar Inga- dóttur, frá Vinstri grænum. Þetta er stað- fest í fundargerð sem Fréttatíminn fékk aðgang að. Sturla Böðvarsson, sem þá var forseti Alþingis, sagði viðtalið við Grétar vera alvarlegt mál þar „sem þessar upplýsing- ar gætu orðið til þess að óspektarmenn beindu spjótum sínum að þessum timbur- húsum sem gætu auðveldlega orðið eldi að bráð.“ Kjartan Ólafsson, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk, sagðist hafa orðið vitni að því að Álfheiður Ingadóttir „hefði verið í sambandi við fólk utan hússins og virst vera að veita þeim upplýsingar um viðbún- að lögreglu. [Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, núverandi forseti Alþingis,] sagði að margir hefðu nefnt svipað í sín eyru.“ Sturla sagði þá á fundinum að hann hefði átt fund með Álfheiði og Steingrími J. Sigfússyni um málið og „hefði hún neit- að ásökunum.“ Geir Jón Þórisson vitnaði í fundargerð- ina í viðtali í fríblaðinu Reykjavík. Um- mæli hans í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni, Sprengisandi, vöktu hörð við- brögð. Hann sagði þingmenn hafa stýrt mótmælunum og gert eldfimt ástand enn verra. Í kjölfarið sagði Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra óforsvaranlegt að setja fram órökstuddar fullyrðingar af þessu tagi. Kvöldið fyrir fundinn hafði eldi verið varpað að þinghúsinu og þrjátíu rúður brotnar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir marga hafa sagt í sín eyru að álfheiður ingadóttur hafi gefið mótmælendum upp- lýsingar. Hér stýrir hún Alþingi. engin sáttarhönd útrétt á seltjarnarnesi seltjarnarnesbær ætlar ekki að greiða fyrrum deildarstjóra launadeildar bæjarins skaða- og miskabætur vegna meintrar ólöglegrar brottvikningar úr starfi. Þau svör fékk lögmaður starfsmannafélags seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Bærinn hafnar því að hafa ekki staðið rétt að upp- sögninni. „Ofboðslega mikil vonbrigði,“ segir ingunn þorláksdóttir, formaður starfs- mannafélagsins. „Bæði voru svörin von- brigði og líka að aldrei hafi verið reynt að rétta fram sáttarhönd.“ Deildarstjóranum var sagt upp eftir 25 ár starf. Hún fékk aðeins að kveðja nánustu samstarfskonur sínar áður en henni var gert að yfirgefa starfsstöð sína. Yfirmenn bæjarins sáu ekki ástæðu til þess að kveðja hana. engar athugasemdir höfðu verið gerðar við störf hennar. - gag kaupþing, sem er þrotabú banka sama nafns, hefur sent frá sér tölulegar upplýsingar vegna ársins 2011. þar kemur fram að eignir jukust um fimmtíu milljarða á árinu eða um sex prósent og stóðu í 875 milljörðum í árslok. Handbært fé jókst um 102 milljarða og var 333 milljarðar í lok ársins. Heildarrekstrarkostn- aður kaupþings á árinu 2011 var 6,3 milljarðar króna. rúmlega helmingur kostnaðarins, eða um 51 prósent, er vegna erlendrar aðkeyptrar sérfræðiráðgjafar sem nam rúmum 3,2 milljörðum króna. sá kostnaður er að mestu tilkominn vegna ýmiskonar fjárhagsráðgjafar, lögfræðiráðgjafar vegna endurskipulagningar Kaupþings, kostnaðar við uppgjör á afleiðusafni Kaupþings og kostnaðar í tengslum við aðgerðir og rannsóknarvinnu vegna endurheimtuaðgerða erlendis, eins og segir í tilkynningu. f jölskyldan sem missti húsið sitt að Hverfisgötu 41a í Hafnarfirði vegna veggjatítlna segir að henni hafi verið lofað af þáverandi bæjaryfir- völdum að bærinn myndi koma að því að leysa vanda þeirra, svo fjölskyldan stæði ekki uppi slipp og snauð. Í húsinu bjó fráskilin kona af frönskum ættum með þremur sonum sínum. Hún missti allt, segir sonur hennar, þegar bærinn stóð ekki við sitt. Útveggir hússins, sem enn standa eru nú í eigu Lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna. „Við misstum ekki bara húsið heldur fluttum við hvert í sína áttina. Fjölskyld- an flosnaði upp,“ segir Daníel Magnús- son, yngsti sonur konunnar, sem þá var sautján ára gamall. Magnús Kristjánsson, fyrrum eigin- maður hennar og faðir piltanna, segir að hann leitað fyrir hana til bæjarins vegna veggjatítlnanna. Konan hans fyrrum hafi stefnt á að gera upp húsið og hafi haft tilboð upp á þrjár milljónir í verkið. Starfsmaður bæjarins hafi hins vegar lýst yfir áhuga á að bærinn fengi ræmu af lóð konunnar svo hann hefði aðgang að gömlum innsiglingarvita á bakvið lóðina. „Lúðvík Geirsson tók rosalega vel í þessa hugmynd. Ráðist er í deiliskipu- lagsferli, sem tekur vikur og mánuði. Hún heldur áfram að borga af húsinu. Hún gerði það í meira en ár, þótt húsið væri ónýtt,“ segir hann en allt timbur- verkið var brennt á báli Hauka á þrett- ándanum 2009. „Ég fer í heilt ár einu sinni til tvisvar í mánuði til að vita hvernig málið gengur. Svo voru þeir alltaf að draga það hvort þeir ætluðu að hafa makaskipti við hana, láta hana hafa íbúð sem bærinn átti, kaupa hluta af lóðinni eða kaupa  VeggJatítlur raunir einStæðrar Móður þriggJa Sona í Hafnarfirði Fjölskylda missti allt og finnst hún svikin Fyrrum eiginmaður konu sem missti hús sitt vegna veggjatítlna segir að henni hafi verið fórnað. Hafnarfjarðarbær hafi dregið fjölskylduna á asnaeyrum í tvö ár. Konan missti húsið á uppboði. Daníel og faðir hans, Magnús, fyrir framan æskuheimili Daníels. eftir að veggjatítla fannst í húsinu 2008 flosnaði fjölskyldan upp. Hann ásamt móður sinni og bræðrum fluttu hvert í sína áttina. Mynd/Hari þetta allt. Þetta voru allt möguleikar og rosalega jákvætt hugarfar hjá bænum. Hún beið alltaf en fékk engin svör. Svo er Lúðvík Geirsson flæmdur í burtu.“ Magnús segir að í aðdraganda þing- kosninga hafi hann rambað inn á kosn- ingaskrifstofu Samfylkingarinnar. Þar hafi hann hitt Guðmund Rúnar Árnason, núverandi bæjarstjóra. „Ég sagði honum söguna. Hann kom af fjöllum. Samt var búið að ræða málið hjá bænum í marga mánuði.“ Guðmundur hafi boðið honum að koma til sín og þeir fyndu lausn. „Næsta árið var ég einu sinni í viku á bæjarskrifstofunum á fundum með bæjar- stjóranum og stjórninni. Það var alltaf verið að finna þessar leiðir. Eigandinn varð þreyttur á þessu langlundargeði bæjarstjórans og hættir að borga af hús- inu,“ segir hann. „Á endanum fór húsið á uppboð.“ Magnús segist hafa reynt að ná sam- bandi við bæjarstjórann. „Hann var búinn að snúa baki við okkur. Hann sendi mér póst nokkrum klukkutímum fyrir uppboð- ið; Nei, bærinn hefði ekki áhuga á að gera neitt í þessu. Með það missti hún húsið,“ segir hann. „Ef bærinn hefði sagt nei í upphafi hefðum við gert aðrar ráðstafanir. En bærinn dró okkur á asnaeyrunum í tvö ár,“ segir Magnús og er bæði vonsvikinn og reiður. „Við vorum heiðarleg og leituðum eftir aðstoð, þeir voru allir ein elska, en það eina sem þeir voru að hugsa um var að rífa húsið áður en það spyrðist út að það væri veggjatítla í götunni.“ Hvorki náðist í Lúðvík eða Guðmund Rúnar við vinnslu þessarar fréttar. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Of dýrt að kaupa veggja- títluhúsið Bjarki Jóhannesson, sviðstjóri skipulag- og byggingarsviðs Hafnar- fjarðar, segir að ekki hafi verið annað hægt en að hreinsa Hverfisgötu 41a og brenna timbrið. Leitað hafi verið til Bjargráða- sjóðs um bætur. erindinu var synjað þar sem talið er til vanrækslu þegar veggjatítlur þrífist í húsum. Hann segir sögu Magnúsar ekki að öllu leyti rétta. „en, það var verið að deiliskipuleggja hverfið. Atriði á Austur- götunni töfðu það mál,“ segir Bjarki og kannast ekki við sífellda fundi með Magnúsi. „Ég held að hann hafi komið einu sinni eða tvisvar til okkar.“ Í samtali við starfsmann bæjarins kannaðist sá við komur Magnúsar á bæjar- skrifstofuna. Bjarki segir að það hafi verið skoðað að kaupa húsið. „Já, það var skoðað. Við hættum við vegna þess að við hefðum fengið miklu minna út úr því en við hefðum þurft að leggja út.“ - gag Ritstjóraskipti á Fréttatímanum Jónas Haraldsson hefur tekið við sem ritstjóri Fréttatímans af Jóni kaldal. Jón seldi hlut sinn í Fréttatímanum til annarra hluthafa og lét í kjölfarið af störfum. Jónas er með áratugareynslu sem fréttastjóri og ritstjóri á DB, DV og Viðskiptablaðinu. sigríður Dögg Auðunsdóttir verðlaunablaða- maður hefur verið ráðin á ritstjórn blaðsins. Jóni kaldal eru þökkuð góð störf í þágu blaðsins og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni. H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S 2 fréttir Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.