Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 36
4 garðar Helgin 20.-22. apríl 2012 R æktun sumarblóma, fjölæringa, runna og jafnvel matjurta í blómakerum, gerir innganginn heim að húsinu hlýlegri og notalegra er að dvelja á pallinum þar sem gróður í kerum prýðir umhverfið. Ræktun í pottum og kerum hefur vafist fyrir mörgum. Algengt er að of litlir pottar séu valdir, en mun hærra og jafnara raka- stig helst í stórum pottum. Vindþurrkun er mun meiri en við gerum ráð fyrir, það rignir minna ofan í pottana en við höldum og þannig er ekki óalgengt að dýru plönturnar sem keyptar voru í pottana drepist allar á meðan eigendurnir fóru í sumarfrí. Leyndarmálið við ræktun í pottum og kerum er að nota almennt mun stærri ker og potta og að nota vatnskristalla í moldina, en með því móti er hægt að komast af með að vökva sjaldnar og meira í einu. Hvað eru vatnskristallar? Vatnskristallar eru náttúru- legt vatnsbindiefni. Þegar þeir eru þurrir minna þeir eilítið á gróft matarsalt við fyrstu sýn, en þegar þeir mettast af vatni, margfalda þeir stærð sína og bólgna út. Plönturnar nýta síðan vatns- forða kristallanna, þannig að þeir rýrna aftur. Þannig hafa plönt- urnar stöðugan aðgang að vatni, en vatn er ein helsta næring allra plantna. Hægt er að nota vatnskristall- ana þurra og strá þeim í moldina undir rót plöntunnar, hvort sem er í pottinn eða í holuna í garðinum áður en gróðursett er. Séu vatnskristallarnir notaðir þurrir, þarf að fylgja þeim eftir með reglulegri vökvun fyrsta hálfa mánuðinn á eftir eða á meðan kristallarnir eru að þenjast út. Besta virknin næst hins vegar með því að metta kristallana af vatni áður en þeir eru notaðir, það er setja um það bil 1 tsk. af kristöllum út í ½ lítir af vatni og þá draga þeir í sig vatnið. Miðað við upp- gefna skammtastærð á umbúðum er þetta magn ætlað í um það bil 30 cm víðan blómapott. Reynslan hefur kennt mér að nota vel fullan tappa af krist- öllum í fulla skúringarfötu af heitu vatni. Þegar vatnið er orðið kalt, er fatan orðin full af mettuðum kristöllum sem eru tilbúnir til notkunar. Ástæðan fyrir því að betra er að nota kristallana mettaða eru helst tvær. Í fyrsta lagi koma þeir strax að fullum notum og í öðru lagi er mun meiri hætta á ofnotk- un á þurrum kristöll- um, þannig að þegar þeir mettast þá flæðir allt upp úr pottunum þegar þeir bólgna út, þar sem ekki var gert ráð fyrir rúmmálsaukningunni í upphafi. Vatnsþörf plantna er ærið misjöfn eftir tegund- um, staðsetningu og aðstæðum. Það hefur reynst mér ágætlega að nota kristallana á drykkfelldustu stofublómin og þeir eru ómissandi á öll sumarblóm og í til ræktunar í kerum og pottum. Kristöllunum er blandað saman við moldina við rætur plöntunn- ar og ágætt er að blanda þörungaáburð í fljótandi formi saman við kristallana. Þannig er hægt að nota þá við gróðursetningu í einkagarða, sumar- húsalóðir og hafa þeir jafnvel reynst vel undir túnþökurnar. Rétt notkun á kristöllum við ýmsar aðstæður léttir garð- yrkjumanninum lífið á meðan hann skrepp- ur í frí og gleð- ur drykk- felldu plönturnar á heitum sumardögum. Valborg Einarsdóttir  Kristallar Vatnskristallar auð velda ræktun í pottum Rétt notkun á vatnskristöll- um léttir garðyrkjumanninum lífið á meðan hann skreppur í fríið og gleður drykkfelldar plöntur á heitum sumardögum. Leyndarmálið við ræktun í pottum og kerum er að nota almennt mun stærri ker og potta og að nota vatnskristalla í moldina, en með því móti er hægt að komast af með að vökva sjaldnar og meira í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.