Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 20.04.2012, Qupperneq 10
 Juice Presso er öflug og vönduð pressa sem er jafnvíg á ávexti, grænmeti, hnetur og fræ. Hæg pressun skilar ferskum og fullkomnum safa - sætum mangó-morgundrykk, kjarngóðu hveitagrasskoti eða jafnvel ilmandi möndlumjólk. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Mjólk úr möndlum 11 E instaklingur sem selur bifreið sína sem kostar 2,7 milljónir, greiðir upp skammtímalán upp á 2,5 milljónir og breytir reiðhjóli sínu í rafhjól eða kaupir rafhjól getur sparað allt að 490 þúsund krónum eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Gríðar- leg aukning hefur verið í sölu rafhjóla að undanförnu og segir Sölvi Oddsson hjá rafhjol.is í samtali við Fréttatímann að það skemmtilegasta sé hvað við- skiptavinir þeirra séu ánægðir með hvað rafhjól gera fyrir heimilisbókhaldið. „Fyrir nokkrum dögum kom til okkar maður sem hefur notað rafhjólið í allan vetur og hann þakkaði okkur fyrir að bjarga heimilisbókhaldinu. Hann seldi annan heimilisbílinn fyrir ári og hætti á sama tíma að borga tryggingar, bifreiðagjöld og annan kostnað sem fylgir heimilisbílnum. Hann keypti rafmagnsbúnað hjá okkur til að breyta hjólinu sínu í rafhjól. Síðan hann byrjaði að nota rafhjólið sagðist hann hafa notað hjólið í kringum 200 daga og er búinn að fara yfir sex þúsund kílómetra á þessum tíma. Þessi einstaklingur sagðist vera búinn að spara sér yfir sex hundruð þúsund krónur á árinu. Svo má ekki gleyma því að það er ódýrara að hjóla á rafmagnshjóli en á venjulegu hjóli, því kílówattstundin er ódýrari hjá Orkuveitunni heldur en ef þú kaupir hana í formi matar hjá Bónus,“ segir Sölvi sem setti saman sitt fyrsta rafhjól fyrir þremur árum. „Þetta er nú eiginlega allt konunni minni að kenna. Hún bað mig um að búa til fyrir sig rafmagnshjól fyrir rúmum þremur árum. Mér þótti það hálfléleg hug- mynd til að byrja með en svo kom í ljós að það var mun meira í svona rafmagnbúnað spunnið en mig grunaði,“ segir Sölvi, sem er orkutæknifræðingur að mennt og rekur fyrirtækið Rafhjól ásamt félögum sínum. Það sérhæfir sig í því að breyta venjulegum hjólum í raf- magnshjól. „Ég lagðist á netið, fann fullt af dóti, pant- aði hitt og þetta og byrjaði að raða saman. Ég þurfti að prófa mig áfram en á endanum fann ég búnað sem ég var sáttur við,“ segir Sölvi og bætir við að það sem byrjaði sem fjölskylduhobbý hafi undið upp á sig. Hann og konan hans nota bæði rafhjól. „Ég hef notað svona hjól í nokkur ár sem og konan mín. Í ljós hefur komið að við skipuleggjum tímann og ferðirnar betur en ef bíllinn er notaður. Förum færri ferðir og sameinum þær. Þar af leiðandi eru þetta færri kíló- metrar sem er í sjálfu sér talsverður sparnaður, bæði í tíma og peningum.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Farartæki ávinningur aF notkun raFhjóla Bjargaði fjárhagnum með því að selja bílinn og kaupa rafhjól Dæmi er um að einstaklingar, sem hafa selt annan bíl heimilsins og skipt yfir í rafhjól, hafi sparað allt að hálfri milljón á ársgrundvelli. Sölvi Oddsson selur rafhjól og segir þau hafa breytt fjárhag- num hjá viðskipta­ vinum sínum. Ljósmynd/Hari  Dómsmál stEFna glitnis á hEnDur PwC Borguðu með veðsettum fasteignafélögum Í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur endurskoðenda- fyrirtækinu PricewaterhouseCoopers (PwC) þar sem farið er fram á skaðabætur frá félaginu vegna slælegra vinnubragða við endurskoðun árs- og árs- hlutareikninga Glitnis árin 2007 og 2008, kemur fram að Baugur Group hafi greitt fyrir rúmlega fimmtíu milljarða hlutafjáraukningu í FL Group í desember 2007, sem bjargaði félaginu frá gjaldþroti, með veð- settum fasteignafélögum. Vegna þess þurfti bankinn að taka veð í bréfum Baugs í FL Group, bréfum sem höfðu fallið um 56 prósent í verði frá febrúar sama ár. FL Group var á þessum tíma stærsti hluthafi Glitnis. Í stefnunni er PwC átalið fyrir að gera ekki athuga- semdir við og vekja ekki athygli á erfiðri fjárhags- stöðu bæði FL Group og Baugs Group. Fjárhagsleg áhætta bankans hafi verið veruleg af báðum félögum og átti ekki að fara framhjá endurskoðendum bank- ans ef eðlilega hefði verið staðið að endurskoðun. -óhþ Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson stýrðu FL Group á seinni hluta ársins 2007. Samanburður á rekstri bifreiðar og rafhjóls Bifreið * Rafhjól** Kostnaður í krónum á ekinn km 70,91 10,8 Eknir km á ári 6.000 6.000 Kostnaður á ári í krónum 425.460 64.800 Eins og sjá má er sparnaður af því að breyta yfir í rafhjól 360.660 kr. á ári miðað við gefnar forsendur (sjá nánar www.fib.is) Ef bifreið að fjárhæð 2.7 milljónir er seld og greiddar upp skamm- tímaskuldir að fjárhæð 2.5 milljónir (vaxtakostnaður 10% á ári) er árlegur sparnaður í formi vaxta 250.000 kr. Sparnaður rekstrar- og vaxtakostnaður er því 610.660 kr á ári. * Miðað er við 1.000 kg. bifreið sem kostar 2.7 milljónir sem eyðir 8 lítrum á 100 km, sbr.www.fib.is. * Miðað er við að rafhjól kosti 175.000 kr og það sé fyrnt á 5 árum. Helgin 20.-22. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.