Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 62
Helgin 20.-22. apríl 201254 tíska
Gestapistla-
höfundur
vikunnar er
Heiðrún
Ingrid
Hlíðberg
einkaþjálfari og bikar
meistari í fitness unglinga
flokki 2009
5
dagar
dress
Topshop í London
er ævintýralandið
Elsa Hrund Bjartmarz er
18 ára MS-ingur sem fylgist
grannt með tískunni. „Ég
reyni að skapa minn eigin stíl
samhliða því
að klæðast
því sem
einkennist
af nýjustu
tísku-
straum-
Tár, sviti
og brúnkukrem
Fitnesskeppnir hafa notið sívaxandi vinsælda á
seinni árum en nýlega hefur borið mjög á neikvæðri
umfjöllun um íþróttina. Gagnrýnin snýr oft að „óhóf
legri útlitsdýrkun“ og mögulegum skaða á sjálfs
mynd ungra keppnisstúlkna. Þessi gagnrýni á rétt á
sér að vissu leyti.
Árangur er keppikefli íþróttamanna í flestum
greinum og er útlit mælieining á árangur í fitness
keppnum. Flestar keppnisíþróttir eru iðkaðar innan
félagasamtaka þar sem keppendur njóta aðhalds og
eftirlits fastráðinna þjálfara og sérfræðinga bæði á
æfinga og keppnistímabilum. Í fitnesssportinu eru
keppendur hinsvegar flestir einir á báti og þurfa að
standa straum af kostnaði sjálfir. Algengt er að ráða
sér einkaþjálfara fyrir undirbúningstímabilið en að
móti loknu tekur oft ekkert við. Það vantar því oft
stuðning þegar keppendur snúa til eðlilegs lífs á ný
og þar tel ég að hundurinn liggi grafinn. Tómleiki
og depurð geta gert vart við sig þegar svo metnaðar
fullu markmiði hefur verið náð og óvissa tekur við.
Leiðin virðist liggja niður á við, æfingum er jafnvel
hætt og matarræði fer úr böndunum með slæmum
afleiðingum fyrir sjálfsmyndina.
Allir sem koma að sportinu þurfa að sameinast um
að þróa leiðir til að koma í veg fyrir að keppendur
upplifi þetta að keppni lokinni. Eins þarf að gæta
þess að nýliðar séu vel undirbúnir andlega sem og
líkamlega. Margir þjálfarar vinna nú þegar gott starf
en meira þarf til. Ef rétt er haldið á spilunum getur
þátttakan verið frábær reynsla þar sem keppandinn
kemur út úr þessu með sjálfsaga, dugnað og festu
sem veganesti fyrir lífið.
Þriðjudagar
Skór: Superdry
Buxur: All Saints
Peysa: Spúútnik
Jakki: Urban Outfitters
Trefill: Asos
Mánudagur
Skór: Dr. Martens
Buxur: River Island
Peysa: Topshop
Skyrta: Guess
Eyrnalokkar: Topshop
Miðvikudagur
Skór: Manía
Buxur: Religion
Skyrta: Topshop
Jakki: Urban Outfitters
Hálsmen: Topshop
Fimmtudagur
Skór: Jeffrey Campbell
Skyrta: Topshop
Hálsmen: Spúútnik
Sokkarbuxur: Gamlar frá mömmu
Föstudagur
Skór: All Saints
Sokkar: Topshop
Kjóll: Topshop
Eyrnalokkar: River Island
um. Ég les mikið í
tískublöðum og ýmsa
tískubloggara og ég drekk í
mig ríkjandi tísku. Ég elska
stórt skart, og þá sér-
staklega krossa,
sem ég hengi á
mig við hvert
tækifæri.
Í fataskápn-
um mínum
má helst finna
föt úr vinsælustu
verslunum stór-
borgarinnar
London. Mamma
mín býr þar og fer ég
reglulega til hennar
í heimsókn þar sem
ég missi mig gjarnan í
fatakaupum. Stóra
Topshop-versl-
unin á Oxford Street
er sérstaklega í upp-
áhaldi en hún líkist
frekar ævintýralandi
en verslun.“
Söngkonan Madonna og
hátískuhönnuðurinn Jean Paul
Gaultier hafa ákveðið að sameina
krafta sína á ný og endurvekja
samstarf sem legið hefur verið í
dvala í nærri 22 ár. Gaultier hann-
aði marga af frægustu búningum
söngkonunnar á sínum tíma og
hefur nú samþykkt að hanna
sviðsbúninga á söngkonuna fyrir
tónleikaferðalagið sitt MNDA sem
hefst 29. maí næstkomandi. Að
sögn Madonnu verða búningarnir
hver öðrum glæsilegri og verður
mikið í þá lagt líkt og fyrir 22
árum.
Madonna árið 1990 í hönnun
frá Gaultier.
Nýtt ilmvatn frá Minaj
Litglaða söngkonan Nicki Minaj
hefur ákveðið að slást í för þeirra
stjarna sem hafa framleitt ilmvatn
undir sínu nafni. Þessi fyrsti ilmur
hennar, sem enn hefur ekki fengið
neitt nafn annað en vera kennt
við stjörnuna, er væntanlegur á
Bandaríkjamarkað í haust á þessu
ári. „Þetta verður lykt sem lýsir
mínum persónulega stíl. Flaskan
mun að sjálfsögðu vera litrík
og fjörleg, líkt eins og ilmurinn
sjálfur,“ sagði söngkonan í viðtali
við tímaritið WWD í vikunni.
Ilmvatninu bætir hún við í safn
snyrtivöru sem hún hefur látið
framleiða fyrir sig en áður hefur hún unnið að gerð bleiks varalits fyrir
snyrtivörufyrirtækið MAC og að heilli naglalakkslínu fyrir OPI.
Netverslun fyrir
Evrópubúa
Skóhönnuðurinn Christian
Louboutin færði aðdáendum
sínum í Evrópu þau gleði-
tíðindi í vikunni að loksins
myndi opna netverslun á
vegum tískuhússins sem
ætluð er alveg sérstaklega
Evrópubúum. Síðan, sem
mun opna seinna í vor,
státar ekki af miklu úrvali til
að byrja með; aðeins 20 ára
afmælislínu tískuhússins.
Louboutin segir þetta aðeins
byrjunina – versluninni er
ætlað að stækka gífurlega
með tímanum.
Endurvekja
gamalt
samstarf