Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 22
22 fótbolti Helgin 20.-22. apríl 2012 Léttöl Léttöl í Evrópukeppnina 2012 49 dagar B-riðli B-riðill er af flestum talinn vera sá sterkasti á Evrópumótinu í sumar. Ekki þarf að leita staðfestingar á því langt: Danmörk, lægsta liðið í riðlinum á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, er í níunda sæti. Fréttatíminn spáir því að Þýskaland vinni riðilinn og fari áfram í átta liða úrslit ásamt Hollandi sem endar í öðru sæti. Baráttan í Danmörk Spá Fréttatímans: 4. sæti Íbúafjöldi: 5,7 milljónir Höfuðborg: Kaupmannahöfn Staða á heimslista: 9 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1992 Stjarna liðsins: Christian Eriksen þykir vera einn efnilegasti miðjumaður Evrópu í dag. Hann býr yfir frábærri tækni, er snöggur og hefur gott auga fyrir spili. Frægasti leikmaðurinn: Michael Laudrup var á sínum tíma einn besti miðjumaður í heimi. Hann spilaði fyrir Barcelona, Real Madrid og Juventus sem segir sína sögu. Hann bjó yfir frábærum leikskilningi og afburða tækni. Leikir liðsins á EM: Holland 9. júní, Portúgal 13. júní og Þýskaland 17. júní. Vissir þú að ... að stærsti sigur Dana frá upphafi var ekki gegn Ís- landi heldur gegn Frökkum árið 1908? Sá leikur endaði 17-1. Portúgal Spá Fréttatímans: 3. sæti Íbúafjöldi: 10,6 milljónir Höfuðborg: Lissabon Staða á heimslista: 5 Besti árangur á EM: Í öðru sæti árið 2004. Stjarna liðsins: Cristiano Ronaldo er besti leik- maður Evrópu um þessar mundir. Svo einfalt er það. Frægasti leikmaðurinn: Eusebio var næstbesti knattspyrnumaður í heimi á sjöunda áratug síðustu aldar á eftir Pele. Mikill markahrókur sem var frábær skotmaður, jafnvígur á vinstri sem hægri fót og líkamlega sterkur. Leikir liðsins á EM: Þýskaland 9. júní, Danmörk 13. júní og Holland 17. júní. Vissir þú að ... sex ár eru liðin síðan leikmaður skorað þrennu fyrir Portúgal? Sá var Pauleta, markahæsti leikmaður Portúgala frá upphafi, sem skoraði þrennuna gegn Cape Verde. Holland Spá Fréttatímans: 2. sæti Íbúafjöldi: 16,8 milljónir Höfuðborg: Amsterdam Staða á heimslista: 4 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1988 Stjarna liðsins: Robin Van Persie er einn af bestu sóknarmönnum heims í dag. Hann er með baneitraðan vinstri fót og frábærar staðsetningar. Frægasti leikmaðurinn: Johan Cruyff er einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Ótrúlegur hugsuður og leiðtogi sem bjó yfir frábæri knatttækni. Leikir liðsins á EM: Danmörk 9. júní, Þýskaland 13. júní og Portúgal 17. júní. Vissir þú að ... Hollendingar hafa spilað flesta úrslitaleiki á HM án þess að vinna nokkurn tíma eða þrjá talsins? Þýskaland Spá Fréttatímans: 1. sæti Íbúafjöldi: 82 milljónir Höfuðborg: Berlín Staða á heimslista: 2 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar 1972, 1980 og 1996 Stjarna liðsins: Thomas Müller er lykilmaður í sókn Þjóð- verja. Hann er eldfljótur, býr yfir góðri tækni og hefur ljómandi nef fyrir markaskorun eins og frammistaða hans á HM í Suður Afríku sýndi. Frægasti leikmaðurinn: Franz Beckenbauer lyfti EM- bikarnum árið 1972 og HM-bikarnum árið 1974 og er af flestum talinn vera einn albesti varnarmaður knatt- spyrnusögunnar. Leikir liðsins á EM: Portúgal 9. júní, Holland 13. júní og Þýskaland 17. júní. Vissir þú að ... Þjóðverjar hafa alltaf unnið næsta Evrópumót eftir að hafa lent í öðru sæti í keppninni áður? Þeir töpuðu úrslitaleiknum árið 2008 gegn Spáni, 1-0. Christian Eriksen. Robin Van Persie. Thomas Müller. Eusebio. Cristiano Ronaldo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.