Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 8
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Með bættri hönnun á loftflæði ytra byrðis og tæknibúnaði sem tryggir hagkvæmustu aksturstilhögun er mögulegt að minnka umtalsvert eyðslu eldsneytis. Þannig er Audi A4 enn sparneytnari en áður og eyðir aðeins frá 4,5 lítrum á hverja 100 km.* Nýr A4 er því afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Audi. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Audi A4 fylgir sóllúga öllum bílum sem pantaðir eru fyrir 1. júní 2012. *M.v. 2.0TDI 143 hestafla, dísilvél, beinskiptan. Farvegur framþróunar Velkomin í reynsluakstur R íkur skyldleiki margra Íslendinga skilar sér ekki til hlítar í Íslendingabók. Þegar einstaklingur rekur sig saman við annan sem er jafnskyldur í föður- og móðurætt gefur Íslendingabók upp ættartengslin í gegnum föðurlegg. „Jú, það er feðraveldið,“ segir Þórður Kristjánsson, kerf- isfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, glettinn. „Nei, í rauninni er það ekki svo heldur virkar kerfið með þeim hætti að fyrst er skyldleikinn rakinn í gegnum föður en síðan móður. Kerfið býður svo upp á stystu tengslin sem fyrir finnst.“ Þórður segir að hann hafi ekki velt þessu fyrir sér fyrr en nú. „Besta breyt- ingin væri sú að birta allar mögulegar leiðir,“ segir Þórður. „En það hefur lítið verið unnið í því að uppfæra vefinn.“ Hann sé ókeypis og lítill akkur í að leggjast í mikla þróunarvinnu. „Margar hugmyndir hafa þó kviknað, eins og að leyfa fólki að hlaða inn ljósmyndum af sér eða ættingjum sínum. Birta fleiri möguleika á samreikningum eða sjá samreikninga sem eru lengra í burtu, jafnvel rekja sig saman við marga.“ Íslendingabók er gríðarlega vinsæl meðal landsmanna. Yfir 195 þúsund hafa sótt um aðgang frá því að vefurinn var opnaður. 2.000 til 2.500 fara inn á vefinn dag hvern. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  ÆttfRÆði Á þRiðja þúsund RekuR ÆttiR sínaR dag hveRn Það er ekki feðraveldið heldur kerfisfræðin sem stýrir Íslendingabók, segir Þórður Kristjánsson kerfis- fræðingur spurður hvers vegna vefurinn birtir ættartengsli í gegnum föðurlegg en ekki móður þegar einstaklingar er jafnskyldir í báða ættliði. Pabbinn ríkjandi í Íslendingabók Hvort viltu vita- föður- eða móðurætt? Íslendingabók kýs föðurinn fyrst Mynd/ gettyimages Sérsveitarmenn að störfum. Mynd/Vefur ríkislögreglustjóra  LögRegLan skotvopn Leynd um skotvopnaeign ríkislögreglustjóra R íkislögreglustjóri upplýsir ekki um fjölda skotvopna í eigu embættisins. Þetta kemur fram í svari frá Guðmundi Guð- jónssyni vegna fyrirspurnar Fréttatímans um kaup embættisins á skotvopnum frá árinu 2002. Beðið var um heildarfjölda sem og sundurliðun á milli ára og tegunda. Embættið ber fyrir sig upp- lýsingalög og segja upplýsingarnar, sem óskað sé eftir, varða mikilvæga almannahagsmuni og öryggistriði: „Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er réttur almennings til gagnaaðgangs afmark- aður við fyrirliggjandi gögn í tilteknu máli, með þeim takmörkunum sem leiðir af 4. – 6. gr. sömu laga. Þá er í þessu sambandi einnig til að líta þagnarskylduákvæðis 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Í 1. tl. 6. gr. upplýsingalaga er tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang almenn- ings að gögnum þegar mikilvægir almannahags- munir krefjast enda hafi þau að geyma upp- lýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Þá er byggt á því í 22. gr. lögreglulaga að þagnar- skylda lögreglu taki m.a. til upplýsinga er varða skipulag og starfsemi lögreglu og leynt skuli fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls. Upplýsingar þær sem óskað er eftir varða mikilvæga almannahagsmuni og öryggis- atriði sem embættið telur þess eðlis að ekki sé heimilt að veita aðgang að í ljósi framangreindra lagareglna,“ segir Guðmundur í svari sínu. 8 fréttir Helgin 20.-22. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.