Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 2

Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 2
Annþór og Börkur í gæsluvarðhaldi Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is  Ársreikningar stóru bankarnir þrír Viðskiptavild Arion margfalt meiri en hinna s tóru bankarnir þrír; Lands-bankinn, Arion banki og Ís-landisbanki, hafa allir skil- að ársreikningi sínum fyrir árið 2011. Athygli vekur að viðskipta- vild Arion banka er langmest af öllum bönkunum þremur. Sam- kvæmt ársreikningi Arion nemur hún tæpum 4,8 milljörðum. Hún er sjö sinnum hærri en hjá Lands- bankanum þar sem viðskipta- vildin er 681 milljón og tæplega níu sinnum hærri en hjá Íslands- banka þar sem viðskiptavildin er 544 milljónir. Þegar ársreikningarnir eru skoðaðir má sjá að allir bankarnir þrír telja fjárfestingar í hugbún- aði til viðskiptavildar og er það meginþorri vildarinnar hjá bæði Landsbanka og Íslandsbanka. Stærsti munurinn er fyrirbæri sem kallast innviðir hjá Arion banka en þar eru bókfærðir tæp- lega 3,9 milljarðar í óefnislegum eignum. Haraldur Guðni Eiðsson, upp- lýsingafulltrúi Arion segir, í sam- tali við Fréttatímann, að óefnis- legar eignir [viðskiptavild] Arion banka skýrist fyrst og fremst af eignarhlut bankans í tveimur dótturfélögum, Stefni og Valitor. „Það er mat bankans að í þess- um félögum felist verðmæti um- fram bókfært virði þeirra; verð- mæti sem felast í grunnstarfsemi þeirra, upplýsingatæknikerfum, þekkingu starfsmanna, viðskipta- samböndum og góðri markaðs- stöðu. Einnig fellur undir óefnis- legar eignir fjárfestingar bankans í hugbúnaðarlausnum og innleið- ingu þeirra. Fjárfestingar í hug- búnaði eru afskrifaðar á líftíma þeirra sem er metinn 3-5 ár,“ segir Haraldur Guðni og bætir við að virðisrýrnunarpróf séu fram- kvæmd árlega til að tryggja sem réttast mat á óefnislegu eignum bankans. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi Arion banka. Ljós- mynd/Arion banki FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD s amkvæmt úttekt eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eru tólf sveitarfélög sem ráða ekki við vaxtagreiðslur af lánum sínum með eigin fjármagnsstreymi. Eina úrræði þeirra samkvæmt úttektinni, sem skilað var til sveitarfélaga í september á síðasta ári, er að taka ný lán fyrir greiðslunum eða selja eignir. Eftirlitsnefndin setur þrenns konar viðmið í úttekt sinni. Í fyrsta lagi mega heildarskuldir sveitarfélagsins ekki fara yfir 150 prósent af tekjum þess. Í öðru lagi verður framlegð rekstrar að vera 15 prósent af tekjum og í þriðja lagi verður veltufé frá rekstri að vera 7,5 prósent til að hægt sé að standa undir vaxta- greiðslum. Eins og áður sagði sýnir út- tektin að tólf sveitarfélög standast ekkert af þessum viðmiðum og segir eftirlits- nefndin í úttektinni að fundað hafi verið með fimmtán sveitarfélögum og settar fram viðvaranir um fjárhagsstöðu þeirra. Slæm staða á Reykjanesi Sveitarfélögin sem um ræðir eru mörg hver illa sett. Álftanes, sem hefur þó tekið rækilega til hjá sér á undan- förnum tveimur árum eftir að hafa fengið gjörgæslumeðferð og fjárhaldsmann frá eftirlitsnefndinni, er eitt þeirra. Álftanes skuldaði árslok 356 prósent af tekjum sínum, var reyndar með framlegð upp á 17,8 prósent en neikvætt veltufé upp á 3,3 prósent sem skýrist af þungum vaxta- greiðslum. Reykjanesbær er eina sveitar- félagið fyrir utan Álftanes sem skuldar meira en 250 prósent af tekjum sínum. Reykjanesbær skuldar átta prósentustig- um betur og ætti í raun að vera í gjör- gæslu eftirlitsnefndarinnar miðað við það  FjÁrmÁl staða sveitarFélaga Hætta á greiðslufalli hjá tólf sveitarfélögum Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skilaði inn skýrslu til sveitastjórna landsins um fjár- hag þeirra í árslok 2010. Ljóst er að ástandið hefur skánað frá því í árslok 2009 en vá er fyrir dyrum hjá fjölmörgum sveitarfélögum hverra skuldir eru að sliga þau. Staða Reykjanesbæjar er erfið. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson viðmið sem sett er í þeim efnum. Fljótsdalshérað skuldar nálægt 250 prósent af tekjum sínum en lykiltölur hjá sveitarfélaginu eru jákvæðar þegar horft er til lengri tíma og því minni hætta á greiðslufalli hjá því heldur en til að mynda Sandgerðisbæ sem skuldar 238 prósent af tekjum og var bæði með neikvæða fram- legð og neikvætt veltufé frá rekstri árið 2010. Skammt á eftir koma Hafnarfjörður og Grundarfjörður sem skulda um 225 prósent af tekjum sínum. Skuldir Grund- arfjarðar lækkuðu um tíu prósent á árinu 2010 ólíkt Hafnarfirði þar sem skuldirnar hækkuðu um sex prósent. Hvorugt sveit- arfélaganna uppfyllir þó viðmið um fram- legð eða veltufé frá rekstri. Kópavogur, Mosfellsbær, Stykkishólmsbær, Norður- þing, Djúpavogshreppur og Árborg eru einnig með meira en 150 prósent skulda- hlutfall og undir 15 prósent framlegð og 7,5 prósent veltufé frá rekstri. Tíu ára aðlögunartími Samkvæmt bréfi eftirlitsnefndarinnar til sveitastjórna á liðnu hausti hefur nefndin verið í samskiptum við fimmtán sveitarfélög vegna fjárhagsstöðu þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ára aðlögunartíma til að ná viðmiðunum sem nefndin hefur sett. Þeim ber að skila inn ársreikningum fyrir árið 2011 fyrir 15. maí næstkomandi og í kjölfarið mun nefndin fara ofan í saumana á stöðu sveitarfélaganna í árslok 2011. Enginn frá eftirlitsnefndinni vildi tjá sig við Fréttatímann og fékk blaðamaður þau skilaboð að samskipti nefndarinnar einskorðuðust við sveitarstjórnir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Þau skuldsettustu miðað við íbúafjölda* Sandgerði 2,483 Álftanes 2,177 Reykjanesbær 2,027 Fjarðabyggð 1,876 Sveitarfélagið Vogar 1,668 Grímsnes- og Grafn- ingshr. 1,654 Fljótsdalshérað 1,563 Grundarfjarðarbær 1,448 Vestmannaeyjabær 1,193 Norðurþing 1,189 Djúpavogshreppur 1,180 Hafnarfjörður 1,158 Stykkishólmsbær 1,125 Sveitarfélagið Ölfus 1,091 *Skuldir í milljónum á hvern íbúa sveitarfélags Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 31. mars næstkomandi í Héraðsdómi á miðvikudag. Annþór og Börkur voru handteknir ásamt fimm öðrum á miðvikudag í síðustu viku í tengslum við líkamsárásir, hótanir og rán. Hinum fimm, sem handteknir voru í síðustu viku, var sleppt í gær. Eins og Fréttatíminn greindi frá þá var það hrottafengin líkamsárás, sem skyldi fórnarlambið eftir fót- og handleggsbrotið, sem var kveikjan að handtöku félaganna tveggja. Þeir hafa báðir hlotið þunga dóma. Annþór fékk þriggja ára dóm fyrir líkamsárás og fjögurra ára dóm fyrir fíkniefnasmygl en Börkur hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir að höggva mann með exi. -óhþ Hagskælingar söfnuðu 1,8 milljón króna Nemendur í Hagaskóla söfnuðu rúmlega 1,8 milljón króna á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 7. mars síðastliðinn. Nemendur ákváðu að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og SPES barnahjálp. Afrakstur söfnunarinnar var afhentur við athöfn í Hagaskóla í gær, fimmtudag, þar sem Páll Óskar steig meðal annarra á svið. Upphæðinni var skipt jafnt á milli Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og SPES. -óhþ Hættulaust að fljúga yfir bensínstöðvar N1 Ekki er talin stafa sérstök hætta af bensín- stöðvum N1 við Hringbraut annars vegar og Kringlumýrarbraut hins vegar, þótt stöðvarnar lendi innan „aðflugskeilu“ flugvallarins í Vatnsmýri. Þetta kemur fram í mati slökkviliðsins sem lagt hefur verið fyrir borgarráð. Byggingarnar eru lágreistar, tankarnir niðurgrafnir og dælurnar aftengjast við rask og skemmdir. Þessi svokallaða aðflugskeila nær fimmtán gráðum og 4,5 kílómetrum frá miðju flug- vallarins út frá flugbrautunum. Náttúru- fræðistofnun Íslands, Jarðvísindastofnun og Veðurstofan komu að þessu mati, að sögn slökkviliðsstjóra. - gag Útiloka ekki fimm metra flóð yfir borgina Tveir leikskólar og 814 hús færu undir ef flóð á borð við Básendaflóðið 1799 yrði nú. Þá hækkaði yfirborðsstaða sjávar um fimm til sex metra og tók nokkurn tíma að renna til baka. Stór hluti húsa í miðbæ Reykja- víkur færu undir vatn, einnig í Örfirisey, við Klettagarða sem og í Bryggjuhverfi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur, í samráði við Veðurstofuna, hafið könnun á því hvort meistaranemar í jarðvísindum eða veðurfræði fáist til að rannsaka Básendaflóðið og smíða hermilíkan til að skoða áhrif þess á núverandi byggð á suð- vesturhluta Íslands. Slökkviliðið bendir á að á þessari öld sé búist við að sjávaryfir- borðið hækki um 90 til 100 sentimetra í skýrslu sem lögð hefur verið fyrir borgar- ráð. - gag 2 fréttir Helgin 23.-25. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.