Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 28
F
yrr á tímum þótti það ekk-
ert merkilegt að eiga átta,
tíu, tólf eða fleiri börn, en
í dag finnst flestum þrjú,
fjögur börn í meira lagi.
„Ég held að galdurinn við að
eignast svona mörg börn sé mjög
einfaldur,“ segir Ýr Sigurðardóttir
barnalæknir stríðnislega sem sjálf á
átta börn. Við bíðum eftir algengri
útskýringu. En nei, hún kemur ekki,
heldur: „Hann er sá að byrja snemma,
halda áfram og hætta seint. Þá kemur
þetta smátt og smátt.“
Mikil vinkona Ýrar allt frá mennta-
skólaárunum í MR er Soffía Guðrún
Jónasdóttir en hún á ekki aðeins sam-
eiginlegt með Ýr að vera barnalæknir
heldur fagnar hún sama barnaláni –
með átta börn.
Aðspurðar hvort þær hafi ákveðið
snemma að eignast mörg börn segir
Ýr brosandi að hún hafi nú eiginlega
aldrei ætlað að hætta. „En ég ætlaði
mér svo sem aldrei að eiga einhvern
tiltekinn fjölda af börnum. Ég var
hraust meðan á meðgöngu stóð, mér
fannst fæðingarnar alltaf alveg sér-
staklega sársaukafullar og brjósta-
gjöfin gekk ekkert sérstaklega vel
hjá mér. Þau hafa öll vaknað svolítið
á nóttunni svo þetta ungbarnaupp-
eldi var ekkert eins og að drekka vatn
– en þetta er gaman og gefandi. Það
er hvert barn ólíkt og ég hef alveg
þurft að hafa fyrir þeim. Enda var ég
ekkert að eignast börn til að sleppa
við það.“
„Ég held að eg sé búin að vera með
börn á brjósti í sjö eða átta ár sam-
fellt,“ segir Soffía. „Það er svona eins
og meðal belja í fjósi,“ segir hún og
skellihlær. „En ég held að hvorug
okkar hafi ákveðið að eignast átta
börn. Ég man hins vegar eftir því
þegar við byrjuðum að slá okkur upp
ég og maðurinn minn að þá barst í tal
að við myndum nú kannski eignast
sex börn. Og við hlógum eins og
vitleysingar, mér fannst þetta svo
ótrúlegt að fólk myndi eignast sex
börn! Ég endaði nú reyndar á því að
eignast tvíbura og í byrjun maí verð
ég amma í fyrsta sinn. Það er næst
elsti sonur minn, Kjartan Logi, sem
var að verða 22 ára og að ljúka öðru
ári í læknisfræði, sem ætlar að gera
mig að ömmu. Þau eru hörkudugleg
bæði, hann og Þórhildur, kærastan
hans sem er í verkfræði.“
Ýr og Soffía voru báðar 21 árs
þegar þær eignuðust sitt fyrsta barn
og yngstu börn þeirra eru þriggja og
fjögurra ára.
Í framhaldsnám með fjögur börn
í farteskinu
Eftir stúdentspróf frá MR hafði Ýr
hug á að fara í dýralæknisnám en
var þá komin í samband með manni
sínum, Jóni Sæmundssyni, svo hún
ákvað að innritast í læknadeild Há-
skóla Íslands:
„Og hef aldrei séð eftir því,“ segir
hún. „Þetta er yndislegt starf, þótt
vissulega hafi oft verið erfitt að vera í
sérnáminu, fyrst með fjögur börn og
svo með fimm.“
„Ég ákvað 12 ára að verða barna-
læknir, og eiginlega kom aldrei neitt
annað til greina,“ segir Soffía.
Eftir að læknanámi hér heima lauk,
héldu þær báðar til Bandaríkjanna í
framhaldsnám í barnalækningum:
„Ég byrjaði í Wisconsin og hélt
þaðan til Kaliforníu, þar sem við
Ágúst höfum verið með annan fótinn
í næstum tuttugu ár,“ segir Soffía.
Ýr fór hins vegar fyrst til Connecti-
cut og þaðan til Fíladelfíu í Pennsylv-
Vinkonur, barnalæknar
og mæður átta barna hvor
aníu. Framhaldsnám í barnalækningum
tekur sex ár.
Þær voru ekki einar á ferð þegar þær
fluttu tímabundið frá Íslandi. Með Soffíu
í för var eiginmaður hennar og fjögur
börn á aldrinum 11 mánaða til átta ára,
en Ýr fór ein með fjögur börn, það yngsta
fjögurra vikna og það elsta átta ára:
„Maðurinn minn varð eftir heima að
vinna fyrir fjölskyldunni þegar ég fór út,“
segir Ýr. „Ári eftir að ég flutti út eignað-
ist ég Þórunni,“ segir hún, en Þórunn er
með þeim stöllum í viðtalinu, 14 að verða
15 ára og með bandarískan ríkisborgara-
rétt.
„Ég á einmitt fjóra Ameríkana og
fjóra Íslendinga,“ segir Soffía kankvís,
„svo ég get valið í hvora röðina ég fer á
flugvöllum! Ég var yfirleitt með au-pair
þó maðurinn minn væri með okkur, því
hann vann fulla vinnu. Allt í allt var ég
með fjórtán au-pair og það er einmitt
ein af bókunum sem ég ætla að skrifa
þegar ég hef lausa stund: „How to pick a
nanny.“ Þær voru allar yndislegar en það
fer alveg eftir aldri stúlkunnar, umhverf-
inu sem hún kemur úr og ýmsum öðrum
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu
Galdurinn er að byrja snemma, halda áfram og hætta seint, segir Ýr Sigurðardóttir barnalæknir sem
á átta börn. Vinkona Ýrar, Soffía Guðrún Jónasdóttir er einnig barnalæknir og á átta börn. Anna
Kristine Magnúsdóttir ræddi við þær um námið, starfið en ekki síst barnalánið.
„Ég held að
ég sé búin
að vera með
börn á brjósti
í sjö eða
átta ár sam-
fellt,“ segir
Soffía. „Það
er svona eins
og meðal
belja í fjósi,“
segir hún og
skellihlær.
Ýr Sigurðardóttir og maður hennar Jón Sæmundsson ásamt börnunum sínum átta: Tindi (24), Gunnhildi Yrsu (23), Urði (19), Ilmi (16), Þórunni (15), Sigurði Tuma (9), Sæmundi Tóka (6) og Elfu Fríðu (3). Á næstu opnu
er mynd af Soffíu og fjölskyldu. Ljósmynd/Hari
28 viðtal Helgin 23.-25. mars 2012