Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 52

Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 52
Söngkonan Beyonce sættir sig ekki við minna en að klæða tveggja mánaða dóttur sína í hátísku-merkjavöru. Um helgina sáust þær mæðgur að spóka sig í New York þar sem báðar klæddust skóm úr sömu línu frá hönnuðnum Marc Jacobs. Skór Beyonce voru gylltir með kattarandlit en sú stutta var í silfruðum músar- skóm. Helgin 23.-25. mars 201252 tíska Gestapistla- höfundur vikunnar er Elísabet Gunnars­ dóttir tískubloggari 5 dagar dress Systurnar duglegar að skipta á fötum Katrín Alma Stefánsdóttir er 22 ára lyfjafræðinemi við Háskóla Íslands. Sam- hliða náminu vinnur hún í Garðsapóteki og gegnir formannsstöðu hjá nemandafélaginu Tinktúra. „Ég reyni að klæða mig í þægileg en samt flott föt,“ segir Katrín um stílinn sinn. „Ég fæ mikinn innblástur í tísku við að skoða tískublogg og þá helst þessi skandinavísku. Vinkonur mínar og fólk almennt í kringum gefur mér líka mikla innsýn í tísku sem hefur mikil áhrif á mig. Fötin mín kaupi ég mest í útlöndum og þá helst í H&M, Topshop og Zöru. Föt frá systur minni er ég líka dugleg að fá lánuð og er þetta yfirleitt jöfn skipti hjá okkur.“ Fimmtudagur Skór: Vagabond Leggings: H&M Kjóll: Gina Tricot Hálsmen: Kolaportið Pels: Frá ömmu minni Miðvikudagur Skór: Din sko Buxur: Lindex Peysa: American Apperal Skyrta: Forever21 Hálsmen: Forever21 Fólk er innblástur Ein af mínum uppáhalds stundum er þegar ég get sest niður með kaffibollann á „kósý“ kaffihús með útsýni út á fjölfarna verslunargötu. Þar get ég skoðað öll þau ókunnugu andlit sem leggja leið sína hjá. Hugarflugið fer á fullt og ég byrja að velta ótrú- legustu atriðum fyrir mér: Þessi er skrítin! Þessi er flott! Þessi er pottþétt ríkur, hvar ætli hann búi, og hvernig? Aumingja þessi og svo framvegis. Þetta get ég gert klukkutímum saman og gjarnan með tískutímarit við hönd til að fá enn aðra sýn á hlutina – yndisleg tilfinning. Fólk er minn helsti innblástur, sama hvernig það er. Það áhugaverðasta við það er hversu ólík við erum. Gamlar og sætar konur veita mér jafn mikinn inn- blástur og helstu tískudísir, þó á mjög ólíkan hátt. Ég reyni að fanga það besta frá báðum. Þó kaffihúsa „mómentið“ sé enn mitt uppáhalds þá hafa tímarnir breyst undanfarin ár og flestir hafa flutt kaffihúsið heim til sín fyrir framan tölvuna. Á netinu finnur maður ógrynni blogga og tísku- síður sem halda okkur upplýstum um tískustefnur, götustíl og persónulegan stíl. Hjá persónulegum bloggurum finnst okkur jafnvel eins og við þekkjum einstaklinginn því við höfum fylgt eftir hans daglega lífi í netheimunum. Nýjungar í netheiminum eru af hinu góða því þar gerast hlutirnir. Það sem er auðvitað frábærast er að það skiptir ekki máli hvar í veröldinni þú ert, allir hafa aðgang. Þar fæ ég minn helsta innblástur, frá þér og öllu hinu fólkinu. Selena með nýja línu Keppa við helstu hönnuði heims Þriðjudagur Skór: Monki Buxur: Gina Tricot Skyrta: Monki Jakki: H&M Hálsmen: H&M Mánudagur Skór: Timberland Sokkabuxur: Janus Kjóll: H&M Peysa: Topshop Vesti: Forever21 Hálsmen: Leonard Föstudagur Skór: Jeffrey Campell Pils: Zara Skyrta: Zara Jakki: Topshop Amerísku tískuverðlaun- in CFDA Fas- hion Awards verða haldin hátíðleg þann 4. júní næstkomandi þar sem helstu hönn- uðir þessa árs verða verð- launaðir. Tilnefningar voru tilkynntar seint í síðustu viku og voru þær Mary Kate og Ashley Olsen tilnefndar í flokki hönnuða kvenfatnaðar. Skóhönnuðirnir Marc Jacobs, Jack McCollough og Lazaro Hernan- dez hlutu einnig tilnefningu. Fleiri þekkt nöfn voru tilnefnd í flokkum á borð við hönnun karlmannsfatnaðar og fylgihluta en voru Olsen-syst- urnar þær einu úr Hollywood fjölskyldunni sem náðu á listann í ár. Mæðgur í kattar- og músarskóm frá Marc Jacobs Fyrirsætan Selita Ebanks hefur nú slegist í hóp þeirra Victoria’s Secret-fyrir- sæta sem hafa hannað sína eigin bað- fata- og fylgihlutalínu. Lína Ebanks ber nafnið Sass sem stendur fyrir Selita’s Accessories, Shoes and Swimwear og er þar að finna gommu að allskonar flottum sundfötum, töskum, skóm og fleiri fylgihlutum sem sækja innblástur sinn til Victoria’s Secret-fyrirtæksins. Selena kynnti línuna fyrr á árinu á tískusýningunni Rip the Runway og hefur hún fengið gríðarlega góðar við- tökur kvenna um allan heim. -kp Kattarskór Beyonce. Músarskór Blue Ivy.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.