Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 16
COSTA TUNGUSÓFI ! betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík og Skeiði 1, Ísafirði Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Kominn aftur á 20% afslætti Til í svörtu og hvítu með hægri eða vinstri tungu einnig til í taui. Sjá tilboð á betrabak.is Olíuleit á Drekasvæðinu Hafdýpi allt að tveimur kílómetrum  Jarðfræði norðurhluta Drekasvæðisins svipar til vel þekktrar jarðfræði beggja vegna Atlantshafsins.  Aldursgreining á sýnum bendir til þess að jarðlög frá því fyrir tíma opnunar Norður-Atlantshafsins séu fyrir hendi – geymisberg, móðurberg.  Hafdýpi er 800-2000 metrar.  Fjarlægð frá landi er nálægt ystu mörkum fyrir stórar þyrlur með varatank fyrir eldsneyti.  Allt að eins sólarhrings sigling frá næstu þjónustuhöfn.  Tæknilega krefjandi að á Drekasvæð- inu fer saman mikið hafdýpi og mikil fjarlægð frá landi.  Hafdýpi og fjarlægð frá landi er hvort um sig innan tæknilegra marka fyrir olíuiðnaðinn. Veðurfar og hafís  Kalt úthafsloftslag – meðalhiti undir 10° C allt árið – um 5 til 8° C á sumrin og -2 til 0° C á veturna. Hitasveifla frá -15° C í 13° C.  Meðalvindhraði um 10 m/s á veturna en 6 m/s á sumrin.  Hafísröndin hefur legið norður og vestur af svæðinu síðan á hafísárunum 1965-71.  Hafís eykur mjög ísingarhættu.  Veðurfar er innan tæknilegra marka fyrir olíuiðnaðinn.  Litið er til Noregs og annarra nágrannaríkja með öryggiskröfur. Útboð sérleyfa  Annað útboð sérleyfa hófst 3. október 2011 en umsóknarfrestur er til 2. apríl 2012.  Noregur á rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi innan íslenska hlutans og Ísland á rétt á 25% þátttöku í olíu- starfsemi á svæði þar norður af innan norskra lögsögu.  Ef umsóknir berast er metið hvort umsækjendur uppfylla kröfur sem gerðar eru til leyfishafa.  Engin skuldbinding er til að veita leyfi í útboði þótt umsóknir berist.  Norðmenn hafa mánuð til að taka ákvörðun um þátttöku frá því að Orkustofnun hefur tilkynnt þeim um áætlaða leyfisveitingu.  Stefnt er að leyfisveitingu fyrir lok nóvember 2012.  Sérleyfi til rannsóknar kolvetnis er veitt til 12 ára, framlengjanlegt til tveggja ára í senn að hámarki til 16 ára.  Ef til vinnslu kemur er vinnsluleyfi veitt til 30 ára, að uppfylltum öllum skilyrðum. Heimild: Staða olíuleitar á Drekasvæðinu – Þórarinn Sv. Arnarson Orkustofnun. sér það svæði til að vinna og halda áfram með.“ Þórarinn segir að í vændum sé langt ferli á Drekasvæðinu enda um jaðarsvæði að ræða og á byrj- unarstigi leitar. „Leyfi eru veitt til 12 ára og hægt er að framlengja þau til 16 ára. Fyrirtækin geta því sett fram rannsóknaráætlun til 12 ára. Áætlunin er kaflaskipt. Fyrstu þrjú árin geta menn til dæmis stefnt að endurkastsmælingum fyrir allt svæðið. Að þeim þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvort halda á áfram eða ekki. Á öðru tímabili gætu menn farið í þrívíðar endur- kastsmælingar og þá er hugsanlega til skoðunar lítill blettur sem áhugi gæti verið á bora í. Á þriðja þriggja ára tímabilinu gæti síðan komið að borun. Á þessum tíma kemur alltaf að þessum ákvörðunarpunktum þar sem tekin er ákvörðun um það hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með leyfið eða gefa það eftir.“ Þessar rannsóknir eru, að sögn Þórarins, algerlega fjármagnaðar af því fyrirtæki eða þeim fyrirtækjum sem fengið hafa rannsóknarleyfi. Þau leggja í kostnaðinn í þeirri von að hagnast síðar. Sá hagnaður getur orðið gífurlegur enda hefur þróun á olíuverði sífellt verið á uppleið – sem réttlætir kostnað við rannsóknir á ónumdum svæðum sem þessu út- hafssvæði. „Á rannsóknartímabilinu fá Ís- lendingar þau gögn sem verða til við rannsóknirnar,“ segir Þórarinn aðspurður um hag íslensku þjóðar- innar, „og meðan á rannsóknum stendur gætu rannsóknarskip kom- ið til hafnar og fengið þjónustu, olíu og vistir. Við endurkastsmæling- arnar koma skip á svæðið. Hugsan- leg þjónusta við þau gæti farið eftir lengd úthaldsins. Komið gæti til áhafnaskipta, þyrluflugs og annars sem slíku fylgir. Menn gætu því haft ákveðinn hag af þessu á Norð- ur- og Austurlandi, þar sem styst er í land frá rannsóknarsvæðinu.“ Sérstök lög um skattlagningu á olíuvinnslu Komi hins vegar til olíuvinnslu og að hið svarta gull flæði úr iðrum jarðar á íslenskum hafsbotni er allt annað og meira undir. „Það voru sett sérstök lög um skattlagningu á olíuvinnslu í september síðast- liðnum, það er að segja skattlagn- ing kolefnisvinnslu. Þetta er sérstök auðlind í eigu þjóðarinnar og óvenju verðmæt. Því er hún skattlögð ofan á venjulegan fyrirtækjaskatt, það er að olíufyrirtækin greiða fyrir- tækjaskatt og síðan bætist við hann sérstakt framleiðslugjald sem er 5 prósent af öllu söluandvirði, óháð afkomu fyrirtækisins. Þó fyrirtæk- in sem dæla upp olíunni sýni ekki neinn hagnað þá greiða þau samt þetta framleiðslugjald,“ segir Þór- arinn. Taka má sem dæmi að fáist 100 dollarar fyrir hverja olíutunnu ganga alltaf 5 dollarar beint í ríkis- sjóð Íslands, óháð því hvort fyrir- tækið skilar hagnaði eða ekki. Þórarinn segir að mikill upp- safnaður rannsóknarkostnaður muni hvíla á fyrirtækjunum í upp- hafi vinnslu. Sá kostnaður sé frá- dráttarbær frá skatti. „En um leið og fyrirtækin fara að skila hagnaði kemur sérstakur kolvetnisskattur sem bætist við almennan 20 pró- senta fyrirtækjaskatt. Þetta er skattur sem er línulegt fall af hlut- falli gróðans sem er 0,45 sinnum gróðahlutfallið. Þegar gróðahlut- fallið eykst, að 100 prósentum, ef hagnaðurinn er gífurlegur og all- ur kostnaður orðinn lítill þá væri þessi tala að hámarki 45 prósent af hagnaði. Skattlagningin næmi þá 20 prósentum til viðbótar við 45 prósent, það er að segja 65 pró- senta skattur.“ Þórarinn tekur þó fram að þrátt fyrir gríðarlegan hagnað olíudælingarfélaga, þegar best gengur, nái hann aldrei 100 prósentum. Skattprósentan verður því, gangi allt að óskum, eitthvað lægri en þessu nemur. Það fer síðan eftir stærð olíu- lindar og hversu mikill rannsókn- arkostnaðurinn er hve langan tíma tekur að borga þann kostnað upp en Þórarinn segir að miðað við verðmæti framleiðslunnar ættu það ekki að vera mörg ár, þótt auð- vitað sé um mjög háar upphæðir að ræða. „Rannsóknirnar eru dýrar og það er dýrt að hefja framleiðslu vegna allra þeirra mannvirkja sem þarf, meðal annars á hafsbotni,“ segir hann. Fjárhagsleg áhætta er fyrir- tækjanna „Fyrirtækin taka alla fjárhagslega áhættu, ekki Íslendingar,“ segir Þórarinn. „Hluti af okkar kröfum er að þau séu með fullnægjandi tryggingar gagnvart til dæmis um- hverfisslysum. Öryggismálin eru á ábyrgð fyrirtækjanna. Þau þurfa að sýna fram á tæknilega getu og öryggiskerfi. Það er hluti af mati á umsóknum þeirra að þessir hlut- ir séu í lagi. Á þetta er lögð mikil áhersla. Við erum í mjög góðu samstarfi við norsk yfirvöld að þessu leyti sem öðru enda ætlum við að skipu- leggja okkar mál út frá reynslu þeirra. Norðmenn hafa lengi verið í þessu en reynslan er ekki mikil á Íslandi. Við fáum því að nýta okk- ur þeirra reynslu. Leitarsvæðið er á mörkum lögsögu þjóðanna en samningur þar um frá árinu 1981 er í gildi. Þeir eiga rétt á hluta svæðis- ins okkar megin og við þeirra meg- in sem nemur 25 prósent. Félög sem fá rannsóknarleyfi dreifa oft áhættunni, eru kannski tvö til þrjú um leyfið. Þá kæmi Noregur inn sem 25 prósenta aðili. Ef til dæmis einhver einn aðili myndi sækja um 100 prósent leyfi þá myndi sá hlutur minnka í 75 prósent. Noregur kæmi inn með 25 prósenta hlut en bæri þá hlutfallslega sama kostnað af rann- sóknunum.“ Örnefni á Drekasvæðinu eru ný en með sögulega skýrskotun. Sýnin sem staðfestu olíufund voru tekin úr hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundi sem er á milli Völsungahryggs og Niflunga- hryggs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Upphafsstafir og dagsetning Dokkan, 8. des. 2011 ÞSA Myndun og varðveisla olíu eða gass Þakberg Upphafsstafir og dagsetning Dokkan, 8. des. 2011 ÞSA Lykil endurkastsmælingar á Drekasvæðinu Gögn í ríkiseigu Gögn einkaaðlia TGS Endurkastsmæling- ar á Drekasvæðinu. Mynd Orkustofnun Myndun og varðveisla olíu eða gass. Aldursgreining sýna bendir til þess að jarðlög frá því fyrir tíma opnunar Norður-Atlantshafsins séu fyrir hendi. Mynd Orkustofnun 16 fréttaskýring Helgin 23.-25. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.