Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 40
40 framkvæmdir Helgin 23.-25. mars 2012 Að gefnu tilefni vegna umræðunnar um siðferði í viðskiptum og pólitík Stefnumótun Að gera jörðina mennska og að stuðla og hvetja til mannræktar og samræmis Markmið: 1. Að hvetja til gleði og kærleika í matargerð neytandans 2. Að lúta lögmálum Náttúrunnar, innræðum og útræðum 3. Að dafna og vaxa í sátt og samvinnu við Guð og menn 4. Að sýna náungakærleik í viðskiptum Janúar 1996 Sigfríð Þórisdóttir Frumkvöðull Greiðslur í framkvæmdasjóð Fyrirspurn hefur borist frá hús- félagi í litlu fjöleignarhúsi sem áætlar að koma á fót framkvæmda- sjóði, en eigendur eru ekki á eitt sáttir um það hversu mikið á að greiða í sjóðinn. Spurt er hversu háar fjárhæðir er eðlilegt að innheimta í framkvæmdasjóð á mánuði, og hvort rétt sé að miða upphæðir við tiltekið hlutfall af fasteignamati hússins? Svar: Allur gangur er á því hversu háar fjárhæðir eru innheimtar í framkvæmdasjóð. Eðlilegt er að hafa hliðsjón af ástandi hússins þegar framkvæmdasjóðurinn er stofnaður, en fjárhæðir greiðslna eru almennt ótengdar fasteigna- mati. Það er húsfundur sem hefur síðasta orðið um fjárhæð greiðslna í framkvæmdasjóð en gert er ráð fyrir að ákvörðun þar að lútandi sé tekin á aðalfundi húsfélagsins. Aðalfund á alltaf að halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert og getur meirihluti viðstaddra eigenda á fundinum (miðað við hlutfallstöl- ur) ráðið því hversu háar greiðslur í framkvæmdasjóðinn eiga að vera. Undirbúningur fyrir svalalokanir Formaður húsfélags í stóru fjöl- eignarhúsi hafði samband og sagði frá því að undanfarið hefði mikið verið rætt um það meðal eigenda hússins að setja upp svalalokanir. Spurt er hvernig best er fyrir stjórn húsfélagsins að undirbúa slíkar framkvæmdir og að hverju þarf að huga? Svar: Stjórnin þarf að byrja á að boða og halda húsfund, þar sem málið er tekið fyrir og rætt. Fyrsta skrefið er að afla samþykkis meiri- hluta á húsfundi fyrir því að hús- félagið láti hanna og teikna svala- lokanirnar upp. Þegar teikningar liggja fyrir eru þær svo bornar undir húsfund til samþykktar og í kjölfarið þarf að sækja um bygg- ingarleyfi. Algengast er að lagt sé til að hverjum og einum eiganda verði heimilað að setja upp svalalokanir á eigin kostnað á grundvelli sam- þykktra teikninga. Sé þessi leið farin þarf almennt samþykki 2/3 hluta eigenda á húsfundi, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, að því gefnu að um sé að ræða svokallaðar léttar svalalokanir. Ef um er að ræða veigameiri og varanlegri lokanir þarf hins vegar samþykki allra eigenda. Þá þarf jafnframt samþykki allra eigenda hússins ef ætlunin er að húsfélagið kaupi og setji upp svalalokanir á allar svalir. Eru raflagnir íbúða í fjölbýli sameign? Eigandi íbúðar í fjórbýli sendi inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar raflagna í íbúðinni. Eigendur í húsinu eru ósammála um það hvort endurnýjun lagn- anna sé sameiginlegt mál allra eig- enda eða sérmál hvers eignarhluta fyrir sig. Spurt er hvort telst rétt? Svar: Samkvæmt lögum um fjöl- eignarhús eru jafnan líkur á því að lagnir í fjöleignarhúsi séu í sam- eign allra eigenda. Þetta á við um raflagnir sem og aðrar lagnir, svo sem fyrir heitt vatn, kalt vatn, frá- rennsli, síma, dyrasíma og fleira. Í undantekningartilvikum geta lagnir tilheyrt sameign sumra eða séreign, en þar sem sameign allra er meginreglan samkvæmt fjöl- eignarhúsalögunum þarf sá, sem heldur því fram að tilteknar lagnir séu í sameign sumra eða séreign, að sýna fram á að svo sé, til dæmis með vísan í þinglýst gögn sem staðfesta það. Takist honum það ekki verður almennt litið á lagn- irnar sem sameign. Nauðsynlegt er að bera tillögu um endurnýjun lagna, ásamt tilboðum í verkið, undir húsfund og afla samþykkis fyrir verkinu áður en hafist er handa við framkvæmdina. Lekt þak í þríbýli og nágrannar vilja ekki viðgerð Spurning barst frá hjónum sem eiga íbúð á efstu hæð í þríbýli. Fyrir um tveimur árum síðan byrj- aði þakið á húsinu að leka. Aðrir eigendur hússins hafa ekki viljað ráðast í viðgerðir í allan þennan tíma vegna kostnaðarins sem þeim fylgir og nú er svo komið að fjölskyldan á efstu hæðinni getur varla brugðið sér af bæ – ávallt þarf einhver að vera heima þegar von er á rigningu því annars er viðbúið að vatn leki út um allt og skemmi gólfefni og húsgögn. Þá er auðvitað engin sérstök prýði af því að hafa fötur og bala staðsetta um alla íbúðina í langan tíma. Spurt er hvað hægt er að gera þegar meðeigendur fást ekki til að taka þátt í nauðsynlegum viðgerðum á sameign? Svar: Meðal helstu skyldna eig- enda í fjöleignarhúsum er skyldan til þess að halda húsinu vel við og stuðla þannig að því að hagnýting þess sé ávallt með eðlilegum hætti og að verðgildi eigna haldist. Eng- inn eigandi á að þurfa að búa við vatnsleka í lengri tíma. Ef sameign eða séreignarhlutar í húsinu liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á viðhaldi sam- eignar, og húsfélagið eða aðrir eigendur hafa ekki fengist til sam- vinnu í því efni þrátt fyrir tilmæli og áskoranir, getur einn eigandi (eða fleiri) látið framkvæma nauð- synlegar viðgerðir á sameigninni á kostnað allra. Áður en hafist er handa þarf þó að afla sönnunar á nauðsyn viðgerðarinnar, áætluðum kostnaði við hana, og að lokum þarf að liggja fyrir að reynt hafi verið til þrautar að afla samþykkis fyrir henni á húsfundi. Höfundur svara Helga Þórhallsdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu  HúsHornið Sérfræðingar HúSeigendafélagSinS og Samtaka iðnaðarinS leySa vandann Álitamál við viðhald húsa Húshornið er helgað framkvæmdum og viðhaldi húsa. Þátturinn er einnig með útibú í Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt á þriðjudögum en í aðalhlutverkum á báðum stöðum eru vitringar frá Húseig- endafélaginu og Samtökum iðnaðarins. Lesendum og hlustendum geta sent inn fyrirspurnir á net- fangið: hushorn@huso.is og verður þeim svarað af sérfræðingunum. HúSHornið snýr aftur í næsta blaði. Lesendur Fréttatímans geta sent fyrirspurnir er varða framkvæmdir og viðhald húsa á netfangið hushorn@huso.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.