Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 59
menning 59Helgin 16.-18. mars 2012 PIPA R \ TBW A • SÍA • 120868 Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00 hz eta eh f. SALURINN - hljómar vel ERTU TÓNLISTARMAÐUR? Salurinn auglýsir eftir umsóknum fyrir Tíbrá og fleira fyrir starfsárið 2012 – 2013. Sóst er eftir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og nýrri sýn hvort heldur í klassík, poppi, pönki, jazzi eða annarri tónlistarstefnu. Eftirfarandi þarf að fylgja umsóknunum: ferilskrá, efnisskrá, myndir af flytjendum, símanúmer og netföng. Einnig væri gott að fá upplýsingar um óskatíma flytjenda. Umsóknir sendist á salurinn@salurinn.is merkt UMSÓKN 2012-2013. Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að því loknu. Lumar þú á hugmyndaauðgi og vilt stuðla að nýbreytni í tónleikahaldi og tónlistarupplifun? Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2012 Nýtt snjallsímaapp fyrir HönnunarMars Síminn hefur í samstarfi við HönnunarMars hannað app fyrir hönnunarhátíðina sem fram fer í Reykjavík dagana 22. – 25. mars. Appið, sem er á íslensku og ensku, býður fólki upp á dagskrá hátíðarinnar í gegnum símann. Henni má raða eftir atburðum, flokkum, hverfum og áhuga hvers og eins. Í appinu er einnig kort sem sýnir staðina sem hýsa HönnunarMars; viðtöl við hönn- uði, tengingar við blogg, twitter og fréttir af hátíðinni. Þá hefur sá sem hleður niður appinu möguleika á að taka myndir og deila með öðrum í gegnum forritið. G aflaraleikhúsið í Hafnarfirði frumsýndi á fimmtudags-kvöld nýtt íslenskt leikverk með söngvum sem byggir á ótrúleg- um ýkjusögum hins heimsþekkta lygara: Þýska barónsins Múnkhá- sen. „Það er gamall draumur Ágústu Skúladóttur leikstjóra að setja upp ævintýri Múnkhásen og við í fátæka leikhúsinu hérna suður í Hafnarfirði ákváðum bara að stökkva út í djúpu laugina og gera þetta almennilega. Við leggjum allt undir og ætlum að gera þetta með bravúr,“ segir Lárus Vilhjálmsson hjá Gaflaraleikhúsinu. Lárus segir Ágústu hafa tekist að smala saman einvalaliði og að val- inn maður sé í hverju rúmi. Sævar Sigurgeirsson skrifar handritið og semur tónlistina í verkinu ásamt félögum sínum úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sævar er einn höfunda áramótaskaupa síðustu ára og leikstjóri skaupanna, Gunn- ar Björn Guðmundsson, stígur nú á leiksvið aftur eftir nokkurt hlé. Með honum á sviðinu verða meðal annarra Gunnar Helgason, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Magnús Guð- mundsson sem meðal annars hlaut Grímutilefningu fyrir leik sinn í Fool 4 love. „Það vill nú svo til að það eru tveir Múnkhásenar í sýningunni. Sá eldri, sem Gunnar Helgason leikur en hann segir söguna, og síðan leik- ur Magnús Guðmundsson Múnkhá- sen á yngri árum.“ Mikið er sungið í verkinu og Lárus segir leikhúsið tefla fram frábærri söngkonu, Söru Blandon, og Ágústu Evu sem getur heldur betur sungið. „Svo erum við með alþjóðlegt krydd í þessu vegna þess að ástr- alska leikkonan Virginia Gillard leikur í sýningunni. Hún hefur lengi starfað í London en kynntist Íslend- ingi og er flutt til Íslands. Í Hafnar- fjörðinn og við njótum þess,“ segir Lárus. Við leggjum allt undir og ætlum að gera þetta með bravúr.  Gaflaraleikhúsið síGildar lyGasöGur á svið Ljótu hálfvitarnir leika undir hjá Múnkhásen Múnkhásen er fyrsta stóra sýning Gaflaraleikhússins sem er nýtt atvinnu- leikhús með aðsetur við Víkingastræti í Hafnarfirði. Næstu sýningar eru sunnu- daginn 25. mars klukkan 14 og síðan 29. mars klukkan 20, 31. mars klukkan 14 og sunnudaginn 1. apríl klukkan 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.