Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 30
þáttum hvernig ungum stúlkum gengur að flytja að heiman til Bandaríkjanna í heilt ár. Þetta starf hentar alls ekki öllum.“ „Ég var fyrsta árið með tvíbura sem au-pair,“ segir Ýr, „og í annað skipti með par – því ég var á bundn- um vöktum að það þýddi ekkert að hafa eina manneskju með fimm krefjandi börn. Þegar ég flutti til Fíladelfíu voru vaktirnar að heiman og þá var ég sjaldnar með au-pair. Börnin hafa forgang Þær telja það báðar kost að mennir þeirra séu ekki læknar – hvað þá barnalæknar en Jón, eiginmaður Ýrar, er framkvæmdastjóri á aug- lýsingastofu. Eiginmaður Soffíu heitir Ágúst Sverrir Egilsson og er doktor í stærðfræði. Hvernig rammið þið inn daglegt líf með svona mörg börn, fyrst í námi, svo í starfi? „Mér fannst auðveldara að vera með börn þegar ég var í námi,“ svarar Soffía. „Þá gat maður betur skipulagt tíma sinn í kringum börnin en eftir að maður er kominn í fullt starf inni á sjúkrahúsi.“ Ýr tekur undir þessi orð og bætir við: „Þetta er allt í lagi meðan þau eru heilsuhraust. Ég hef fengið mjög góða aðstoð frá tengdaforeldrum mínum, þau hafa hjálpað okkur rosalega mikið, passað fyrir okkur og slíkt. En um leið og verða ein- hver alvarleg veikindi eða eitthvert áfall dynur yfir, þá verður maður að taka ákvörðun um að láta börnin ganga fyrir öllu. Það er til dæmis ekki þannig að maður verði svekkt- ur á að komast ekki í líkamsrækt eða slíkt! Um leið og maður hefur ákveðið að börnin hafi forgang þá er maður sáttur.“ Soffía segist oft fá spurninguna: Og hvenær hefurðu tíma fyrir þig? „Mér finnst þetta í raun mjög skrýtin spurning,“ segir hún. „Vegna þess að við njótum þess að vera með börnunum okkar og vera fjölskylda. Það er sá tími sem við höfum fyrir okkur sjálf til að njóta. Mér finnst ég aldrei hafa misst af neinu sem ég hefði átt að gera „fyrir mig“. Mér finnst mjög skrýtið hversu margir telja sig þurfa að eiga tíma fyrir sig frá börnunum sínum eða barninu sínu. Þetta er okkar líf og við erum mjög ánægð og sátt með það eins og það er. Ég held að við höfum kannski Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA kynnst því meira í Bandaríkjunum því Ameríkanar sinna börnunum sínum miklu meira en Íslendingar gera. Fjölskyldan er svo mikilvæg þar, en fólk hér er meira tætt og vill vera alls staðar, fara eitthvað og gera eitthvað. Í Bandaríkjunum vorum við í vinnunni og svo með fjölskyldunni. Við erum tiltölulega nýflutt aftur heim. Það byrjaði á að sá elsti vildi fara í menntaskóla hér, svo sá næsti og næsti og þá ákváðum við að flytja alveg heim aftur. Það er mjög fínt ef við undan- skiljum kannski veðrið eins og það hefur verið hér í vetur!“ Ekki til umræðu að vera heima yfir veiku barni En á hvaða aldri eru börnin? „Ég á Egil Almar, sem er 24 ára, og var að útskrifast sem hag- fræðingur,“ svarar Soffía og heldur áfram upptalningunni: „Næstur er Kjartan Logi 22 ára, annars árs læknanemi, sem er að gera mig að ömmu í maí, Stefán Snær 18 ára, er í 5. bekk í MR, Gunnar Jökull 15 ára, Alma Hildur 12 ára, Ágúst Bjarki 10 ára – öll í Hörðuvallaskóla og Atli Freyr og Breki Freyr eru fjögurra ára í leikskóla.“ Það er því líflegt á heimilinu hjá þeim, líka hjá Ýr, þótt tvö elstu börn hennar séu flutt að heiman. „Sá elsti, Tindur, 24 ára býr ekki heima, Gunnhildur Yrsa, 23 ára býr hjá kærastanum sínum, en ekki mjög langt frá heimili okkar sem betur fer,“ segir hún brosandi. „Hún er í námi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík og er lands- liðskona í fótbolta, Urður, 19 ára, er að verða stúdent úr MR í vor og virðist eiga mun betur með að skipuleggja námið en ég átti á sama aldri. Ilmur, sextán ára, er að ljúka 10. bekk og Þórunn fimmtán ára er í 9. bekk; báðar forfallnar fótbolta- konur. Sigurður Tumi er að verða 9 ára og með Asperger-heilkenni og stundar nám er í þriðja bekk í Flataskóla, Sæmundur Tóki, sex ára er í fyrsta bekk og Elfur Fríða, þriggja ára er á leikskóla. Þannig að við erum átta í heimili ennþá – sem betur fer.“ En á tímabili voruð þið tíu á heimilinu, hvernig ferðu að því að sjá um börn, heimili, eldamennsku og allt sem gera þarf og vera í fullu starfi sem læknir? „Maðurinn minn eldar allt, enda er ég heimsins versti kokkur,“ segir Ýr og brosir. „Við kaupum inn til skiptis og svo er ég með heimilishjálp sem hjálpar mér að þrífa. Tengdaforeldrar mínir eru mjög hjálplegir eins og ég sagði áðan. Þau sjá um að sækja og keyra krakkana þegar ég er á vöktum því maðurinn minn vinnur alltaf fram að kvöldmat. Svo er náttúrlega gott að eiga börn á löngum tíma, því þau eldri hjálpa til með þau yngri. Þetta bara gengur. Mér finnst heimilis- haldið mun auðveldara núna en þegar ég var með fimm börn undir tíu ára aldri. Nú er ég með næstum fullorðin börn sem geta skotist út í búð og slíkt, passa yngri systkinin þegar ég fer út í búð. Það var mikið mál í Ameríku með fimm lítil börn og þurfa að setja alla í bílinn og taka halarófuna með að versla. Ég man þegar ég var gengin 38 vikur með Þórunni og spurði hvort ég mætti hætta að taka vaktir, ég gæti alveg unnið dagvinnuna, en þá svaraði læknirinn – sem var karlmaður – „Ég veit ekki hvers vegna þú ættir ekki að geta tekið vaktir. Þú ert ekkert veik, þú ert bara ófrísk.“ Afstaðan í Ameríku er sú að þó allir séu hrifnir af því að þú eignist börn, þá sinnir þú þeim sjálfur og færð bara fjögurra vikna fæðingarorlof og tveggja vikna sumarfrí og það kemur ekki til greina að hringja og segjast vera með veikt barn. Hér heima er kúltúrinn allt annar, leikskólarnir góðir. Munurinn er kannski sá að í Bandaríkjunum leysir leikskólinn dagvinnuna manns. Þar má barnið vera frá sjö á morgnana til sex síðdegis en hér á landi er gert ráð fyrir átta klukkustunda veru barns á leikskóla. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir hjúkrunarfræðing sem á að mæta klukkan 8 í vinnuna og taka rapport (vaktaskipti og upp- lýsingar um sjúklinga) að gera það, þegar leikskólarnir opna ekki fyrr en um klukkan átta. Hvernig áttu að geta unnið átta tíma vinnudag ef barnið getur bara verið í átta tíma á leikskóla? Það þarf að finna ein- hvern milliveg þarna milli Íslands og Bandaríkjanna. Þegar maður er í sérnámi lærir maður mest á því að vera í vinnunni inni á sjúkrahúsun- um, læra, sjá hluti, vera þátttakandi og vera á löngum vöktum.“ „Já, það var mikil viðvera fyrstu árin, en að sama skapi finnst okkur það hafa verið góð menntun,“ segir Soffía. „Við hefðum aldrei viljað fara annað en til Bandaríkj- anna, þótt við værum með stóran barnahóp. Ég held að við höfum komið heim reynslunni ríkari. Á mínu heimili gerðum við skriflegan samning á okkar fyrsta búskap- arári, undirritaðan og vottaðan og þar var verkaskiptingin okkar. Fyrsta veturinn okkar með Egil Almar var Ágúst skráður fyrir elda- mennsku og ég sá um þvottinn og ótrúlegt er að þessi skipting helst enn, enda Ágúst afbraðskokkur og ég passa að hrósa honum sem mest,“ segir Soffía. Skilningsríkar á líðan foreldra „Á hverjum einhverjum einasta degi í vinnunni á Barnaspítalanum að uppgötva ég hvað ég hef tekið með mér að heiman í samskiptum mínum við mín eigin börn,“ segir Ýr. „Við Soffía erum með börn á öllum aldri, við vitum hvað er í tísku, hvaða íþróttafélög eru í gangi og þannig eigum við betra með að ná góðum samskiptum við börnin. Svo þekkir maður þessa tilfinn- ingu: Ég myndi gera hvað sem er fyrir barnið mitt! Og ef foreldrar eru áhyggjufullir og finnst ekki nóg gert fyrir barnið, þá skil ég þau full- komlega. Ég væri alveg eins með veikt barn. Ég skil foreldra mjög vel þegar þeir sýna lítinn vilja til sam- skipta vegna þess að ég skil þau. Þau eru bara hrædd.“ „Þetta er áskorunin við að vera barnalæknir,“ segir Soffía. „Við erum ekki bara með barnið, heldur foreldrana og alla fjölskylduna og það eru mismunandi sjónarmið og við þurfum að sinna öllum þessum þáttum þannig að allir gangi sáttir frá borði. Þess vegna er þetta öðru- vísi en þegar læknar eru sérhæfðir í fullorðinslækningum.“ „Það er örugglega erfitt að vera að eignast sitt fyrsta barn á þessum árum, foreldrarnir fá einar ráð- leggingar frá ömmum, aðrar frá barnalækni og þær þriðju af Barna- „Nú koma pabbarnir einir með barnið til læknis, það þekktist nú ekki fyrir 24 árum. Fyrst þegar ég kom fram á bið- stofu að sækja barn og sá bara ungan karl- mann með lítið barn spurði ég undrandi: „Hvar er mamman?“ Pabbar í dag vita allt,“ segir Ýr. Soffía Guðrún Jónasdóttir og Ágúst Sverrir Egilsson ásamt sínum átta börnum: Agli Almari (24) Kjartani Loga (22), Stefáni Snæ (18), Gunnari Jökli (15), Ölmu Hildi (12), Ágústi Bjarka (10) og tvíburunum Atla Frey og Breka Frey (4). Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 23.-25. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.