Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 35
Má færa þér 1.000 krónur? *Gegn framvís un mið ans. Kl ipptu ú t miðan n og ta ktu han n með þér í A póteka rann. Einn m iði veit ir 1.00 0 kr. a fslátt ef vers lað er fyrir 5. 000 kr . eða m eira. Gildir t i l 31. m ars 20 12. gegn f ramvís un mið ans.1.000 kr. a fsláttur Afslátturinn gildir jafnt fyrir lyf sem aðrar vörur. Afslátturinn gildir í öllum apótekum Apótekarans til 31. mars 2012. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 20 95 0 Þú færð 1.000 kr. afslátt í Apótekaranum ef þú verslar fyrir 5.000 kr. eða meira* www.apotekarinn.is Er Apótekarinn nálægt þér? Bíldshöfði (Húsgagnahöllin) Mjóddin, Álfabakka Melhagi, Vesturbæ Reykjavík Fjarðarkaup, Hafnarfirði Salavegur, Kópavogi Smiðjuvegur, Kópavogi Þverholt, Mosfellsbæ Hafnarstræti, Akureyri Helgin 16.-18. mars 2012 viðhorf 35 Í umræðu um fyrir-hugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum, sem miða að því að leyfa hjúkr- unarfræðingum og ljósmæðrum að skrifa út hormónagetnaðar- varnarlyf, hefur sér- staklega verið fjallað um skólahjúkrunar- fræðinga sem heppi- lega aðila til að sjá um p-pillu lyfjagjafir. Nútíma skólaheilsu- gæsla er framhald ung- barnaheilsuverndar og fylgist með vexti og þroska barna, annast bólusetningar og heilbrigðis- fræðslu. Með bólusetningum höfum við fækkað alvarlegum smitsjúkdómum í umhverfi okkar. Skólahjúkrunarfræðingar fræða börn um hvíld, hreyfingu, hollt matarræði, hreinlæti, hamingju, slysavarnir, kynheilbrigði og skað- semi vímuefna. Þeir eru fulltrúi heilbrigðiskerfisins sem börn og unglingar þurfa að læra að nota. Nú á að breyta þessu kerfi. Það á að senda skólahjúkrunarfræð- inga á námskeið til að kenna þeim að skrifa upp á p-pillur fyrir börn í grunnskóla, skipulögð skóla- heilsugæsla er ekki til í framhalds- skólum. Fullyrt er að þetta sé til að stemma stigu við þungunum unglingsstúlkna. Lítum á tölur um tíðni: Á vef landlæknisembættisins má sjá að fjöldi fóstureyðinga og þungana hjá ungum stúlkum hefur minnkað undanfarin ár. Fóstureyðingar hjá stúlkum 15 ára og yngri hafa verið á bilinu 0 til 11 á ári á þessu 30 ára tímabili og að meðaltali 5 á ári. Börn sem stunda kynlíf undir hinum 15 ára lögaldri, eru í ekki alltaf sjálfráða hvað kynhegðun varðar. Sum verða fyrir þrýst- ingi, ofbeldi eða eru í annarlegu ástandi vímugjafa þegar þau hafa samræði. Verður þannig athöfnum af- stýrt með getnaðarvörnum? Væri ekki nær að styðja við fræðslu skólaheilsugæslunnar um kynheil- brigði, siðfræði kynlífs og vímu- varnir? Hingað til hafa heimilslæknar og kvensjúkdómalæknar séð um út- skriftir á p-pillum. Metið er hvaða lyf hentar hverjum einstaklingi miðað við önnur lyf, sjúkdóma og fjölskyldusögu og læknar sinna einnig mögulegum aukaverkunum. Aðgangur að heimilislæknum er auðveldur og gjaldfrjáls fyrir börn undir 18 ára. Getnaðarvarnarlyf eru í ýmsum formum og gerðum. Auka- verkanir eru fáar en sú alvarleg- asta er aukin tíðni blóðtappa. Eitt getnaðarvarnarlyf fæst í lausasölu í apótekum en það er neyðarpillan sem hentar mjög vel fyrir konur/ stúlkur sem ekki lifa reglulegu kynlífi. Smokkurinn er eina getn- aðarvörnin sem einnig ver gegn kynsjúkdómum en kynsjúkdómar eru mun algengari en þunganir hjá unglingum. Með nýju frumvarpi velferðarráðherra stendur til að leggja nýja ábyrgð á herðar hjúkr- unarfræðinga. Eftirfylgd aukaverk- ana hormónagetnaðarvarna er hins vegar lítið rætt. Skólahjúkrunarfræðingar hafa mun mikilvægara hlutverk í lífi stúlkna sem lifa kynlífi á ungum unglingsaldri en að deila út p- pillum til þeirra. Skólahjúkrunar- fræðingurinn er í sumum tilfellum einn af fáum fullorðnum einstak- lingum sem barn í vanda telur sig geta leitað til. Af línuritinu hér að ofan má sjá að engin brýn nauðsyn er nú til að breyta verklagi frá því sem þegar er til staðar. Hefur vel- ferðarráðuneytið ekkert betra að gera en að breyta kerfi sem er í góðum farvegi? Stöndum vörð um skólaheilsu- gæsluna, breytum henni ekki í útdeilingu á hormónagetnaðar- vörnum. Frumvarp velferðarráðherra P-pillur í skólanum? Fjöldi fóstureyðinga og þungana hjá ungum stúlk- um hefur farið fækkandi undanfarin ár. Sóttvarnalæknir LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ T A L N A B RU N N U R 5. árg. 4. tölublað. Apríl 2011. Fréttabréf landlæknis um heilbrigðistölfræði E F N I : Fóstureyðingar á Norðurlöndum 2009 bls. 1 Skil gagna frá sjálfstætt starfandi læknum á stofum 2010 bls. 2 Austurströnd 5 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 Bréfasími: 510 1919 Netfang: mottaka@landlaeknir.is Veffang: www.landlaeknir.is LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ HEILBRIGÐISTÖLFRÆÐISVIÐ Ritstjórn Lilja Sigrún Jónsdóttir sviðsstjóri, ábm. Anna Björg Aradóttir Svanhildur Þorsteinsdóttir Ritstjóri Jónína M. Guðnadóttir Heimilt er að nota efni þessa fréttabréfs, sé heimildar getið. fædda, sem er heldur meira en í Finnlandi en nokkuð minna en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Sé tekið mið af 1.000 lifandi fæddum þá hefur fóstureyðingum fækkað nokkuð á Íslandi undanfarinn áratug, úr 228 árið 1999 í ríflega 193 árið 2009. Fóstureyðingar miðað við 1.000 konur 15–49 ára Fóstureyðingar miðað 1.000 konur á aldrinum 15–49 ára voru fæstar í Finnlandi (8,9) árið 2009 en flestar í Svíþjóð (17,8). Tölurnar fyrir Noreg eru hins vegar nálægt hinu norræna meðaltali (14,1) en aðeins lægri fyrir Danmörku (12,9) og Ísland (12,4). Aldursdreifing er svipuð á öllum Norður- öndunum. Þannig eru fóstureyðingar algengastar meðal kvenna á aldrinum 20– 24 ára en hlutfallslega fæstar konur í elsta aldurshópnum, 45–49 ára, gangast undir fóstureyðingu. Öll Norðurlöndin eiga þetta sammerkt. Greina má nokkra breytingu í þróun fóstureyðinga meðal ungra kvenna, (Framhald bls. 2) Skýrslan Induced abortions in the Nordic countries 2009 kom út fyrir skömmu, en þar er að finna samanburð á fjölda fóstureyðinga á Norðurlöndunum fram til ársins 2009. Um 80.900 fóstureyðingar voru fram- kvæmdar á Norðurlöndum árið 2009, 37.500 í Svíþjóð, 16.200 í Danmörku, 15.800 í Noregi, 10.400 í Finnlandi og 970 á Íslandi. Samanlagður fjöldi fóstur- eyðinga á Norðurlöndunum hefur verið nokkuð stöðugur upp á síðkastið en þó aukist lítillega undanfarinn áratug, eða úr 72.500 árið 1999 í 80.900 árið 2009. Fóstureyðingar miðað við 1.000 lifandi fædda Nokkur munur er á milli Norðurlandanna hvað varðar fjölda fóstureyðinga á hverja 1.000 lifandi fædda. Í Svíþjóð voru framkvæmdar hlutfallslega flestar fóstureyðingar árið 2009, 335 á hverja 1.000 lifandi fædda en fæstar í Finnlandi, 172 á hverja 1.000 lifandi fædda. Á Íslandi voru hins vegar framkvæmdar 193 fóstureyðingar á hverja 1.000 lifandi F Ó S T U R E Y Ð I N G A R Á N O R Ð U R L Ö N D U M 2 0 0 9 Fóstureyðingar á Norðurlöndum 2009 miðað við 1.000 lifandi fædda 0,0 50,0 100,0 150,0 200,0 250,0 300,0 350,0 400,0 Finnland Ísland Danmörk Noregur Norðurlönd Svíþjóð Á vef landlæknisembættisins má líka sjá að Ísland sker sig ekki út hvað varðar fjölda fóstureyðinga á Norðurlöndum. Tíðni fóstureyðinga á 1.000 fædd börn er hæst í Svíþjóð en þar er löng hefð fyrir að ljósmæður sjái um getnaðarvarnir og skrifa út lyfseðla fyrir pillunni. Salome Ásta Arnar- dóttir, heimilislæknir og skólalæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.