Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 10
Ögn fleiri stúlkur en strákar í fimmta bekk segjast eiga gsm-síma. S jónvarpsáskrift í dag byggir æ meira á þjónustu sem krefst móttökubún-aðar. Það sem drífur hana áfram eru möguleikar áskrifenda til að geta valið það sjónvarpsefni sem þeir vilja sjá á þeim tíma sem hentar. Þeir vilja geta horft á sjónvarps- þætti á öðrum tíma en þegar þeir eru sendir út. Það er þessi þörf sem Síminn er að upp- fylla og til þess þarf áskrifandinn að hafa móttökutæki og gagnvirka sjónvarpsteng- ingu,“ segir Tryggvi G. Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans – heildsölu, þar sem hann svarar Ásbirni R. Jóhannessyni, forstöðu- manni rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins, sem hann segir hafa gefið í skyn í síðasta tölublaði Fréttatímans að ekki þyrfti mót- tökutæki nema fyrir útsendingar gegnum fjarskiptalagnir. Ásbjörn sagði það algengan misskilning að ekki væri hægt að taka á móti stafrænni sendingu gegnum loftnet auk þess sem greint var frá umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Landssambands útvegsmanna til Alþingis þar sem hvatt var til þess að hagkvæmasti kosturinn til móttöku hljóðvarps- og sjónvarps yrði ekki fyrir borð borinn. Tryggvi mótmælir ýmsu því sem haft var eftir Ásbirni, meðal annars því að Síminn hafi lokað Breiðbandinu. „Síminn lokaði ekki Breiðbandinu,“ segir hann, „heldur var það uppfært í gagnvirkt IP flutningskerfi. Það eina sem lokaðist var hliðræn útsending RÚV. Öll önnur þjónusta var áfram í boði og mikið af nýrri þjónustu bættist við án aukakostnaðar.“ Þá andmælir Tryggvi því að aukakostnaður vegna sendinga um síma- lagnir sé mannréttindabrot. „Það er sami kostnaður fyrir áskrifendur hvort þeir eru með Breiðbandslykil eða IPTV myndlykil,“ segir Tryggvi og bætir því við að skipulags- yfirvöld í Hafnarfirði hafi ekki bannað loft- net á húsum vegna Breiðbandsins. Þau hafi bannað loftnet á þeim húsum sem tengdust kapalkerfi sem sveitarfélagið stóð sjálft að. Það bann hafi verið sett á 15 árum áður en Síminn lagði sínar fyrstu Breiðbandslagnir. Tryggvi vísar einnig til þess sem sagði í fréttinni að betur sé staðið að málum hjá 365, sem hann segir hvorki reka né setja upp senda fyrir. „365 rekur sjónvarpsstöðv- ar sem dreift er á kerfum Símans og Voda- fone. Vodafone rekur umtalað sendakerfi en það streyma áskrifendur frá loftnetakerfum yfir í IP kerfin vegna þeirrar þjónustu sem gagnvirkt sjónvarp yfir fjarskiptalagnir býð- ur upp á. Ástæðan er augljós því kostnaður- inn er sá sami en þjónustan mun meiri.“ „Það efast enginn um,“ bætir Tryggvi við, „að hægt sé að taka við stafrænu sjónvarps- merki með loftneti. En það er hins vegar erf- iðara að veita gagnvirka þjónustu gegnum loftnet þar sem fólk getur til dæmis pantað sjónvarpsefni utan útsendingartíma. Þess vegna eru loftnetin að fara halloka á þeim svæðum sem fólk getur valið milli lotnets og fjarskiptalagna.“ Tryggvi segir enn fremur að sjófarendur geti ekki reitt sig á loftnet enda sé þar notuð gervihnattadreifing. Ágæt lausn sé hins vegar að reka loftdreifingu á strjálbýlum svæðum en það stöðvi ekki þróunina í þétt- býli. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 86,3 90,6 Síminn lokaði ekki Breið- bandinu.  FjarSkipti LoFtnet og Lagnir Áskrifendur vilja geta horft á sjónvarps- þætti á öðrum tíma en þegar þeir eru sendir út. Til þess, segir Tryggvi G. Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans, þarf móttökutæki og gagnvirka tengingu. Erfiðara að veita gagnvirka þjónustu gegnum loftnet Erfiðara er að veita gagnvirka þjónustu gegnum loftnet þar sem fólk getur til dæmis pantað sjónvarpsefni utan útsendingar- tíma. Ljósmynd Hari Hugmyndarík hársnyrting Vilji fólk sjá hárgreiðslu með stíl og jafnvel ævintýralega hársnyrtingu gefst tækifæri til þess í dag, föstudaginn 23. mars klukkan 20. Hársnyrtiskólinn verður með útskriftar- sýningu í Súlnasal Hótels Sögu. Sýningin er hugsuð sem lokakafli og uppskera námsins þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín og leika lausum hala. Sýningin er unnin af nemendum undir leiðsögn kennara Hár- snyrtiskólans.- jh Stýrivextir hækkaðir Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað á miðvikudaginn að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Í umsögn nefndarinnar segir að horfur um efnahagsumsvif séu í meginatriðum eins og í febrúarspá bankans en gengi krónunnar sé hins vegar veikara en í febrúar og verðbólguhorfur til skamms tíma hafi versnað nokkuð frá því sem var gert ráð fyrir í spánni. „Litið lengra fram á veginn er hætta á að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en spáð var, styrkist krónan ekki á komandi mánuðum. Í hvaða mæli þétting á glufum í gjaldeyrislögum mun hafa áhrif á gengi krónunnar kemur í ljós á næstunni,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Þar kemur enn fremur fram að batni verðbólguhorfur ekki sé líklegt að hækka þurfi nafnvexti frekar á næstunni. - jh Stærsta útflutningsverkefni Odda í bókum Prentsmiðjan Oddi lauk nú nýverið prentun á bókinni „Norges Nasjonalretter“ fyrir norska bókaforlagið Norsk Fakta Forlag sem hefur aðsetur í Osló. Um er að ræða stærsta einstaka upplag á harðspjaldabók sem prentað hefur verið á Íslandi, en upplagið var 60 þúsund eintök. Þetta er stærsta útflutningsverkefni Odda í bókum og til marks um umfangið voru fjórir 40 feta gámar eða um 100 tonn af bókum sendir til Noregs, að því er fram kemur í tilkynningu Odda. Bókin er hluti af ritröð vinsælustu matreiðslubóka Norðmanna og er sú sextánda í röðinni. Norges Na- sjonalretter er alls 352 blaðsíður og er ríku- lega myndskreytt og inniheldur uppskriftir flokkaðar eftir svæðum í Noregi. - jh Íbúðaverð lækkar lítillega Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent í febrúar, samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem Þjóðskrá Íslands birti. Sérbýli lækkaði í verði um 1 prósent frá fyrri mánuði en verð íbúða í fjölbýli stóð í stað. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu nánast staðið í stað. Sérbýli hefur lækkað um 0,3 prósent og verð íbúða í fjölbýli er óbreytt. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hins vegar hækkað um 7,8 prósent, sérbýli um 7,6 prósent og íbúðir í fjölbýli um 7,9 prósent. Að teknu tilliti til verðbólgu nem- ur hækkunin á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka, 1,7 prósentustigum að raunvirði. Greiningin spáir því að íbúðaverð fari hækkandi á næstu misserum. - jh 0,2% LækkUN ÍBúðArVErðS Febrúar 2012 Þjóðskrá Íslands Heimild: Skýrsla rannsókna og greininga ehf um ungt fólk 2011 10 fréttir Helgin 23.-25. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.