Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 4
Þ rátt fyrir þyngdaraukningu í gegnum árin eru fleiri ís-lenskir unglingar ánægðari
með útlit sitt og líkama nú en áður.
Þetta sýnir íslensk rannsókn á
nærri 32.400 fjórtán til fimmtán ára
unglingum á árunum 1997 til 2010,
sem Rannsókn og greining gerði.
Niðurstaðan er birt í nýútkominni
grein í virtu sérfræðitímariti; Body
Image.
„Þessi jákvæða þróun er meiri
hjá stelpum en strákum og bilið
milli kynjanna er því að minnka.
En á öllum þessum árum, bæði hér
og erlendis, hafa rannsóknir sýnt
að stúlkur eru með neikvæðari
líkamsímynd en strákar,“ segir
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor
í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
sem ritaði greinina með Ingu Dóru
Sigfúsdóttur prófessor í HR og
Guðrúnu Ingólfsdóttur, sem vann
að rannsókninni fyrir meistararit-
gerð sína við skólann.
„Þessar niðurstöður sýna ekki
aðeins að kynjamunurinn minnkar
heldur einnig að líkamsímynd bæði
stráka og stúlkna er að breytast til
hins betra.“
Bryndís segir gleðilegt að ung-
lingar geti verið sáttir við sig þótt
þeir falli ekki inn í staðlaðan útlits-
ramma. „Við getum verið ánægð
með það. En hvernig við skýrum
það er ekki ljóst. Líklega spilar þar
inn í heilbrigðari lífsstíll unglinga,
meiri samvera og samræður þeirra
við foreldra sína, sem og aukið um-
burðarlyndi í samfélaginu.“
Meðal niðurstaðna rannsóknar-
innar var að aldur skiptir máli.
Þannig reyndust unglingar í tíunda
bekk almennt hafa neikvæðri lík-
amsímynd en þeir í níunda. Yngri
drengir voru líklegastir til að líta
líkama sinn jákvæðum augum.
Niðurstöðurnar eru í samræmi við
erlendar rannsóknir sem gefa til
kynna að sum ungmenni á þessum
aldri þrói með sér neikvæðari lík-
amsímynd, sem getur haft afdrifa-
rík áhrif á líðan þeirra og heilsu.
Bryndís segir niðurstöðurnar um
þessa jákvæðu þróun mjög ánægju-
legar þegar horft sé til þess að æ
oftar í umræðunni sé vitnað til þess
að unglingar verði sífellt óánægðari
með líkama sinn. „Þessi umræða
virðist sjaldan vera byggð á áreiðan-
legum gögnum. Í það minnsta sýnir
þessi rannsókn hið gagnstæða.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
HB23AB220S
Bakstursofn
124.900 kr. stgr.
(fullt verð: 159.900 kr.)
Einnig fáanlegur í stáli.
ET645EN11
Keramíkhelluborð
99.900 kr. stgr.
(fullt verð: 119.900 kr.)
Tækifærisverð
A
T
A
R
N
A
Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði
15
tilvik af 25
lægsta verð
hjá litlu fisk-
búðinni
19. mars 2012
Verðlagseftirlit ASÍ
Drykkir færri í kerrum
hlutfall drykkjarvara í innkaupum landans
í stórverslunarkeðjunni krónunni hefur
dregist saman. jafnvel mjólk selst í minna
mæli en áður, segir eysteinn helgason,
framkvæmdastjóri kaupáss. hann segir
þetta hefðbundin krepputíðindi. „fólk er
almennt að draga úr kaupum á drykkjar-
vörum: Gos, djús, kaffi og mjólk selst nú
síður en áður.“ hann segir þó samsetningu
matarkörfu landans hafa breyst til hins
betra. heilsufæði fái nú meira vægi en
áður, fólk kjósi oftar lífrænt en áður og
ávextir hafi sótt á eftir að verslunarkeðjan
fór að bjóða tíu stykki á 390 krónur. „Þetta
hefur slegið í gegn,“ segir eysteinn.
Verðlækkunin hafi fengist með því að
kaupa beint að utan. - gag
fækka á sýslumönnum
innanríkisráðuneytið leggur til að sýslu-
mannsembættum verði fækkað úr 24 í
8, að löggæsla verði skilin frá starfsemi
sýslumanna og að stofnuð verði sex ný
lögregluembætti. gert er ráð fyrir að
stjórnsýsluumdæmin verði vesturland,
Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland
eystra, austurland, suðurland, suður-
nes og höfuðborgarsvæðið. frumvarpið
kveður á um að hið nýja skipulag taki gildi
árið 2015. gert er ráð fyrir að starfsmönn-
um verði boðið starf hjá nýjum embættum,
sem taka við öllum réttindum og skyldum
hinna gömlu embætta. sýslumenn hinna
nýju embætta verða valdir úr hópi starf-
andi sýslumanna, öðrum verða boðin störf
við hin nýju embætti. - jh
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiski í 23
verslunum víða um land á mánudag. kannað var verð á 25 al-
gengum tegundum af fiskmeti. Munur á hæsta og lægsta verði
var oftast 25-75 prósent. Lægsta verðið var oftast að finna hjá
Litlu Fiskbúðinni Miðvangi í Hafnarfirði eða í 15 tilvikum af 25.
fiskbúðin trönuhrauni var næst oftast með lægsta verðið eða
í 5 tilvikum. Keisarinn, fiskbúð og veitingastaður Grandagarði,
var með lægsta verðið í 3 tilvikum. Mikil dreifing var á hæsta
verði en það hæsta var oftast hjá Melabúðinni Hagamel og Gall-
erý fiski Nethyl eða í 5 tilvikum af 25. Allar 25 tegundirnar sem
skoðaðar voru í könnuninni voru til hjá Fiskbúðinni Mosfellsbæ
en næst mest úrval var hjá fiskbúðinni sundlaugavegi, fisk-
búðinni Sjávarhöllin Háaleitisbraut og hjá Litlu Fiskbúðinni Mið-
vangi eða 24 af 25. Fæstar tegundirnar voru til hjá Fylgifiskum
suðurlandbraut eða 8 af 25 og hjá hagkaupum kringlunni 11 af
25. fiskbúðin bryggjuhúsið neitaði þátttöku í könnuninni. - jh
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
S-átt og Hlýindi. Víða Væta, einkum
framan af degi.
HöfuðborgarSVæðið: RiGNiNG uM MoRGuN-
iNN, eN SÍðAN Að MeStu þuRRt.
lítur út fyrir Hið beSta Verður, SÓl og
Hiti 8-10 Stig.
HöfuðborgarSVæðið: SóL oG Létt GoLA.
Hiti uM 10 StiG yFiR dAGiNN.
rigning um miðjan daginn VíðaSt á land-
inu, Síður þÓ norðauStan og auStan-
landS. áfram Hlýtt.
HöfuðborgarSVæðið: sunnan slagveður
oG RiGNiNG, eN StyttiR upp SÍðdeGiS.
algjör umskipti
Það er ekki oft sem maður verður vitni að því-
líkum umskiptum í veðrinu sem virðast vera
handan við hornið. frá útsynningsveðráttu
með krapa- og éljum yfir í sannkallaðan
vorþey. væta framan af í dag, en síðan styttir
upp. á morgun laugardag er hins vegar spáð
bjartara veðri og sólin mun skína á flesta
landsmenn. hitatölur sem minna
frekar á síðari hluta maí en mars.
á sunnudag verða skil með rign-
ingu um mest allt land, en áfram
milt í veðri. Þessi vorveðrátta
gæti haldist í 4 til 5 daga
áður en aftur kólnar.
6
5 7
7
5 10
7 10 9
7
8
7 11
12
8
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Michelsen_255x50_K_1110.indd 1 02.11.10 10:09 líkamsímynd íslensk rannsókn sýnir jákvæða Þróun
Unglingum fjölgar sem
eru sáttir við líkama sinn
Íslenskir unglingspiltar eru þeir fyrstu til að sýna að þeir séu nú með jákvæðari líkamsímynd en
var fyrir þrettán árum. Rannsókn á 32.400 íslenskum fjórtán til fimmtán ára unglingum sýnir að
það dregur úr bilinu milli kynjanna þótt bæði séu þau jákvæðari en áður gagnvart líkama sínum,
og það þrátt fyrir þyngdaraukningu.
Hver er ástæða þess að ungling-
arnir eru ánægðari með útlit sitt
en áður? „Þetta eru krakkarnir
sem eru meira með foreldrum
sínum og upplifa meiri stuðn-
ing frá þeim en áður var,“ segir
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lekt-
or í sálfræði. Hún segir þó skýr-
inguna líklegast fleiri en eina.
„Menningunni [í kringum
unglinga] hefur verið breytt á
Íslandi á síðasta áratug,“ segir
hún. „Þetta hefur gerst samhliða
öflugu forvarnarstarfi frá 1998,
þar sem lagt er mikil áherslu á
fleiri samverustundir foreldra
og barna, eftirliti foreldra með
börnum sínum og breyttum úti-
vistartíma. Við sjáum í kjölfarið
að vímuefnaneysla hefur dregist
mikið saman í níunda og tíunda
bekk og að samverustundum fjöl-
skyldna hefur fjölgað. Tekist hef-
ur að skapa heilbrigðari lífsstíl,
meiri stuðning og tengsl milli
kynslóða.“
Íslenskir unglingar eru með jákvæðari líkamsímynd nú en fyrir þrettán árum. hér
eru nokkrir 9. og 10. bekkingar í grunnskólanum á hólmavík, hressir og sáttir.
breytt menning unglinga á íslandi
4 fréttir helgin 23.-25. mars 2012