Fréttatíminn - 23.03.2012, Síða 8
Ragnar smíðaði borð
meistaranna
„Fischer þóttu reitir taflborðsplötunnar
að sönnu of stórir, eins og fram kom í
Fréttatímanum í síðustu viku, en það
er ekki rétt að Gunnar Magnússon
hafi smíðað sjálft borðið sem hann og
Spassky tefldu við árið 1972, það gerði
ég,“ segir Ragnar Haraldsson sem um
áratugaskeið rak Húsgagnavinnustofu
Ragnars Haraldssonar. „Gunnar Magnússon arkitekt teiknaði hins vegar
borðið að minni ósk eftir að Guðmundur G. Þórarinsson, þáverandi formaður
Skáksambandsins, fékk mig til að skoða borð fyrir einvígið,“ segir Ragnar.
Hann smíðaði meðal annars nokkrar taflborðsplötur úr tré sem notaðar voru
á skákborði meistaranna í flestum skákum einvígisins. Steinsmiðja Sigurðar
Helgasonar sá hins vegar um smíði steinplatnanna sem notaðar voru fyrir
nokkrar skákir. Ragnar smíðaði enn fremur tvö hliðarborð. Munir og myndir
sem tengjast einvígi aldarinnar eru nú á sýningu í Þjóðminjasafninu. - jh
R áða á tryggingastærðfræð-ing til að fara ofan í saum-ana á því hversu stór hluti
skuldbindingar lendir á bæjarsjóði
Hafnarfjarðar vegna ávöxtunar-
stefnu Eftirlaunasjóðs starfsmanna
Hafnarfjarðar og hversu háar fjár-
hæðirnar eru vegna reglna um opin-
bera b-deildar lífeyrissjóði. Þetta
segir Guðmundur Rúnar Árnason,
bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og
stjórnarformaður sjóðsins:
„Ég vil ekki sitja undir því að ég,
eða aðrir stjórnarmenn nú og fyrr,
hafi vanrækt störf, eða beri ábyrgð
á kerfi sem hefur verið til frá árinu
1956 – það er áður en ég fæddist,“
segir Guðmundur og vísar í stofnár
sjóðsins.
Guðmundur harmar, og segir
mistök, að Eftirlaunasjóðurinn hafi
ekki verið settur undir Lífeyrissjóð
starfsmanna sveitarfélaga, LSS,
þegar það kom til greina á árunum
1997 til 1998. Hann fagnar úttekt
Fjármálaeftirlitsins, FME, á sjóðn-
um, en athugasemdir þess teljast í
tugum.
„Við höfum lagt í gríðarlega
mikla vinnu sem ég er ekki viss
um að hefði annars verið farið í.
Það hefur ýtt á eftir og flýtt því ferli
að sjóðurinn færi í þessa vistun hjá
LSS.“ Honum finnst að aðhald eftir-
litisins hefði átt að vera meira á um-
liðnum árum. „En, þetta er fyrsta
athugasemdin sem FME gerir á
starfsemi sjóðsins.“ Spurður hvort
þetta sé einnig fyrsta skoðunin: „Ég
hugsa það, já. Þetta lýsir breyttum
áherslum FME í kjölfar hrunsins.“
Bæjarstjórinn segir það hafa
komið sér á óvart, þá er hann settist
í stól formanns stjórna að uppgötva
að engar verklagsreglur
Spurður hvort það hafi komið
honum á óvart þegar hann settist
í stól formanns stjórnar að sjá að
engar verklagsreglur voru til fyrir
sjóðinn og stjórnina, svarar hann:
„Það kom mér á óvart úr því að það
voru kröfur um það að það skyldi
ekki vera. En eins og ég segi, þá var
eftirlit með þessum sjóðum ekki
mikið að hálfu Fjármálaeftirlitsins,
fyrr en nú.“
Guðmundur segir misskilning að
skuldbindingin falli öll á bæjarsjóð.
Tölur í skýrslu lífeyrissjóðanna
um að Eftirlaunasjóðurinn sé í 8,7
milljarða mínus séu ítrustu kröfur
sem gætu lent á bæjarsjóði, ef aðrir
launagreiðendur standi ekki skil á
sínu. Til dæmis ríkissjóður, slökkvi-
liðið og Hitaveita Suðurnesja. Nú sé
áfallin skuldbinding bæjarins 5,6
milljarðar króna.
Eitt af þeim málum sem nefnd
eru í rannsóknarskýrslu lífeyris-
sjóðanna er dómsmál sjóðsins gegn
slitastjórn Byrs þar sem bitist er um
hvor eigi að greiða vel á annan millj-
arð króna vegna lífeyrisskuldbind-
inga. Guðmundur segir verulega
slæmt falli þeir á bæjarsjóð, en það
sligi hann þó ekki. Dagar sjóðsins í
þeirri mynd sem verið hafi frá 1956
séu nær taldir.
„Greiðslurnar frá LSS hefjast um
næstu mánaðamót. Það sem er eftir
er því aðeins að fara með möppurn-
ar og skrá gögnin.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
FRéttAviðtAl GuðmunduR RúnAR ÁRnAson BæjARstjóRi
Lætur kafa ofan í sjóðinn
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ætlar að ráða tryggingastærðfræðing
til að reikna út hvort fjárfestingaákvarðanir hafi sett bæinn í verri stöðu en ella vegna Eftir-
launasjóðs starfsmanna hans. Hann gagnrýnir slakt eftirlit FME á lífeyrissjóðunum í gegnum árin.
Ekkert gefið upp um starfslok
framkvæmdastjórans
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, segir að
Sigurjóni Björnssyni, framkvæmdastjóra Eftirlauna-
sjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar hafi ekki verið sagt
upp störfum, þvert á það sem blaðamanni skildist
á svörum Fjölnis Sæmundssonar stjórnarmanns
fyrir viku þegar hann bar málið undir hann; og biðst
afsökunar á.
„En það liggur fyrir að hann mun láta af störfum
þegar sjóðurinn fer inn í LSS.“ Spurður hvers vegna
ekki þar sem sjóðurinn fari í vistun hjá LSS 1. apríl,
segir hann Sigurjón ganga frá lausum endum.
Spurður hvort hans bíði starfslokasamningur
svarar hann: „Ég get ekki
rætt um það hvernig frá
því verður gengið.“
Fjármálaeftirlitið gerði
fjölmargar
athugasemdir
við störf
sjóðsins.
Sigurjón var
eini starfs-
maðurinn.
- gag
Sama
stjórn þótt
framkvæma-
stjórinn hætti
Þrátt fyrir að Eftirlaunasjóður
starfsmanna Hafnarfjarðar verði
færður í vistun til Lífeyrissjóða starfs-
manna sveitarfélag verður sama stjórn
yfir honum og áður. Það segir Jón
Kristjánsson, framkvæmdastjóri LSS.
Hann segir það fyrirkomulag ríkja
innan allra sjóða LSS en heppilegast
væri að sameina stjórnirnar.
Þrír sitja í stjórn Eftirlaunasjóðsins.
Árslaun fyrir formennsku voru rúmar 816
þúsund krónur árið 2010 en 546 þúsund fyrir aðra setu.
Framkvæmdastjórinn fékk tæpar 8,2 milljónir í árslaun
2010, samkvæmt ársreikningi. Laun og annar rekstrar-
kostnaður samtals voru tæpar 44 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum bæjarins greiðir hann um 5
milljónir króna til sjóðsins á mánuði í lífeyrisiðgjöld
vegna starfsmanna sem enn eru í sjóðnum. Út frá því
má áætla að einungis um það bil sextán milljónir af
sextíu standi eftir af greiðslunum. En aðrar stofnanir
greiða einnig til sjóðsins, sem er þá umfram rekstrar-
kostnað. - gag
Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri í Hafnarfirði. Mynd/Hari
Fyrirlestramaraþon HR
Árlegt Fyrirlestramaraþon Háskólans í
Reykjavík fer fram í dag, föstudaginn 23.
mars frá klukkan 10.30 til 16. Þar flytja
vísinda- og fræðimenn háskólans 42 fyrir-
lestra sem hver er að hámarki 7 mínútna
langur. Meðal þess sem fjallað er um að
þessu sinni er tölvustutt tungumálanám,
stofnfrumuferðamennska, nýting jarðgufu
frá djúpborunarholu, áhrifin af koffínneyslu,
fasteignakaup í kreppu, menningarlegir
þættir íslensks samfélags og fjármála, for-
setinn og fullveldið, hver það er sem borgi
almenningi lífeyri við lok starfsævinnar og
uppruna forsetaframbjóðenda í Bandaríkj-
unum. Fyrirlestramaraþonið, sem er haldið í
stofu M101, er byggt upp með þeim hætti að
áheyrendur geti setið hluta fyrirlestranna,
það er öllum opið og er aðgangur ókeypis. - jh
Lloret de Mar á Costa Brava er nýr áfangastaður Express ferða
á Spáni. Lloret de Mar er heillandi strandbær sem býður upp á
frábæra og ölskylduvæna afþreyingu; skemmtigarða, köfun,
sólarstrendur, golfvelli og barnvæn leiksvæði.
Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 3 börn, 2–11 ára í junior-svítu.
Flogið út 8. júní. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna frá 117.800 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sólarferðir
Costa Brava
Verð á mann
í 7 daga, frá:
ALLTINNIFALIÐ!
Guitart Central Park I Gold
SP
ÁN
N
98.200 kr.
expressferdir.is
5 900 100
4, 7, 10, 11 OG 14 DAGA FERÐIR Í BOÐI
Skemmtileg
t
að skafa!
100.000 kr.
á mánuði í 15 ár!
Fundir og ráðstefnur
Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn
fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa.
Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi,
flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf
varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.
GLÆSILEGUR VEISLUSALUR!
Náttúruparadís í hjarta borgarinnar
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660
8 fréttir Helgin 23.-25. mars 2012