Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 23.03.2012, Síða 14
S tarfsmenn Orkustofn- unar voru kátir í febrúar þegar frá því var skýrt að olía hefði fundist í lögsögu Íslands en þá staðfestu tvö leitarfélög, norskt og breskt, olíufund á svokölluðu Drekasvæði. Fundurinn var í hlíð- um neðansjávarfjalls, sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan lögsögumarka við Jan Mayen. Haft var eftir Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra að tíðindin léttu lundina talsvert enda væri óvissu eytt. Nú er hægt að fara að tala um að þarna er olía undir. Spurning er hvort hún er í vinnanlegu magni og þá hvar? Olíuleitarfélögin TGS og Volc- anic Basin Petroleum Research til- kynntu að þau hefðu fundið olíu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni síðastliðið haust. Meira en 200 kíló af grjóti og seti náðust á tólf sýna- tökustöðum. Að því er fram hefur komið hjá Orkustofnun gefa nýju sýnin spennandi innsýn í olíujarð- fræði Drekasvæðisins. Setbergi frá ýmsum tímum miðlífsaldar, fyrir 250 til 65 milljón árum, var safnað. Engin sýni eldri en 50 milljón ára höfðu verið tekin á svæðinu með borun eða öðrum aðferðum fyrir síðasta sumar. Ummerki um olíu úr móðurbergi frá Júratímabilinu, fyrir 200 til 150 milljón árum, fund- ust sem staðfestir að virkt kolvetnis- kerfi sé á Drekasvæðinu. Á fundarstaðnum, á íslensku haf- svæði rétt innan markanna við Jan Mayen, eiga Norðmenn fjórðungs nýtingarrétt. Fram að þessum fundi var gert ráð fyrir því að leggja þyrfti tugi milljarða króna í olíuleit á svæð- inu. Því var litið á niðurstöðu leitar- skipanna sem lottóvinning, það er að segja að fá ótvíræða vitneskju um að þarna sé olíu að finna. Olíuleitarútboð Íslands, númer tvö, stendur nú yfir en umsóknar- frestur rennur út eftir rúma viku, mánudaginn 2. apríl. En hvað þýðir þetta fyrir Íslendinga? Hvað fáum við út úr olíufundi á þessu svæði, fari menn að pumpa upp svarta gullinu í vinnanlegu magni á hafs- botni, þar sem á yfirborði ríkir kalt úthafsloftslag en hafdýpi og fjarlægð eru þó innan tæknilegra marka fyrir olíuiðnaðinn? Þórar- inn Sveinn Arnarson er verkefnis- stjóri Orkustofnunar í olíuleit. Hann segir Orkustofnunarfólk vissulega finna fyrir áhuga á málinu en getur ekki, á þessu stigi, sagt til um hvort umsóknir um rannsóknarleyfi hafi borist, enda aðeins rúm vika þar til umsóknarfrestur rennur út. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið. Langt ferli fram undan „Þetta eru sérleyfi til rannsóknar og vinnslu,“ segir Þórarinn. „Þau byrja sem rannsóknarleyfi en á seinni stigum, háð því hvernig gengur, geta fyrirtækin sótt um að breyta rannsóknarleyfinu í vinnsluleyfi. Það finnst ekkert nema leitað sé. Með sérleyfinu fá fyrirtækin einka- rétt til að rannsaka ákveðin svæði. Þar með hafa þau að nokkru tryggt Skattgreiðslum ætlað að skapa olíuríkið Ísland Fram kemur í nýjum sýnum að olíu er að finna í lögsögu Íslands, á Drekasvæðinu. Umsóknarfrestur vegna olíuleitarútboðs rennur út eftir rúma viku en bjartsýni vegna þess gætir hjá Orku- stofnun. Olíuleitarfyrirtækin taka alla fjárhagslega áhættu við olíuleit og vinnslu en skattalög frá liðnu hausti eiga að tryggja hag Íslendinga sem olíuríkis. Fast gjald, óháð hagnaði fyrirtækjanna, og hlutfall hagnaðar þeirra munu renna í íslenskan ríkis- kassa. Jónas Haraldsson rýnir í hugsanlegan hag næstu kynslóðar af hinu eftirsótta svarta gulli. Öryggismálin eru á ábyrgð fyrirtækjanna. Þau þurfa að sýna fram á tæknilega getu og öryggiskerfi. Olíuborpallur Norðmanna. Gangi allt eftir verður olíu dælt upp með svipuðum hætti af íslenskum hafsbotni. Ljósmynd Getty Images Framhald á næstu opnu 14 fréttaskýring Helgin 23.-25. mars 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.