Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 18
Léttöl
Léttöl
í Evrópukeppnina 2012
77 dagar
efnilegir á
EM í sumar
Evrópumótið í knattspyrnu er leiksvið þeirra allra
bestu. Oft á tíðum skjótast ungir leikmenn upp á
stjörnuhimininn á þessum mótum. Fréttatíminn
skoðar hér tíu leikmenn í tíu liðum sem líklegir til
að láta að sér kveða á mótinu í sumar.
Alan Dzagoev
Rússlandi
Aldur: 21 árs
Félag: CSKA Moskva (Rússlandi)
Landsleikir/mörk: 18/4
Dzageov er yngsti útispilarinn
sem hefur spilað með A-landsliði
Rússlands frá upphafi en hann var
18 ára og 116 daga gamall þegar
hann lék sinn fyrsta landsleik.
Hann er framliggjandi miðjumaður
sem Guus Hiddink, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Rússlands, lýsti
sem snjöllum leikmanni sem getur
gefið frábærar sendingar og opnað
glufur í vörnum. Dzageov var
orðaður við Real Madrid árið 2008
en hefur lýst því yfir að hann vilji
frekar fara til Englands þegar hann
yfirgefur heimalandið.
Christian Eriksen
Danmörku
Aldur: 20 ára
Félag: Ajax (Hollandi)
Landsleikir/mörk: 21/2
Eriksen þykir vera einn efnilegasti
leikmaður Evrópu. Hann spilar
sem framliggjandi miðjumaður og
tækni hans og útsjónarsemi hefur
komið mörgum andstæðingum hans
í vanda. Hann er, þrátt fyrir ungan
aldur, lykilmaður í Ajax og danska
landsliðinu og horfa Danir til
þess að hann muni verða stjarna
liðsins næstu árin. Eriksen hefur
verið undir smásjá flestra stórliða
Evrópu og goðsögnin Johan Cruyff
er í aðdáendahópi hans; telur hann
jafnvel geta náð lengra en Laudrup-
bræðurnir Michael og Brian – bestu
knattspyrnumenn í sögu Danmerkur.
Iker Muniain
Spáni
Aldur: 19 ára
Félag: Athletic Bilbao (Spáni)
Landsleikir/mörk: 1/0
Muniain er Baski og lykilmaður í
frábæru liði Athletic Bilbao sem
hefur slegið í gegn í Evrópudeild-
inni. Spænskir fjölmiðlar hafa gefið
honum viðurnefnið „hinn spænski
Messi“ sökum leikstíls hans en
Muniain er gríðarlega fljótur
og leikinn. Hann lék sinn fyrsta
landsleik í síðasta mánuði gegn
Venesúela og þótt hann sé ekki
orðinn lykilmaður í spænska liðinu
er Vincente Del Bosque, lands-
liðsþjálfari Spánar, ekki svikinn af
því að hafa leikmann sem hann
til taks.
Jack Wilshere
Englandi
Aldur: 20 ára
Félag: Arsenal (Englandi)
Landsleikir/mörk: 5/0
Wilshere er helsta vonarstjarna
enskrar knattspyrnu og
sennilega hæfileikaríkasti
miðjumaður enska liðsins
frá því að ólíkindatólið Paul
Gascoigne var og hét. Wilshere
má heita alhliða miðjumaður.
Hann hefur góða tækni, mikla
hlaupagetu, les leikinn vel og er
grjótharður í tæklingum. Hann
hefur verið meiddur allt þetta
tímabil en allir Englendingar
vona að hann verði klár fyrir
EM enda hefur Fabio Capello,
fyrrverandi landsliðsþjálfari
Englands, sagt hann algeran
lykilmann í liðinu.
John Guidetti
Svíþjóð
Aldur: 19 ára
Félag: Feyenoord (Hollandi)
Landsleikir/mörk: 1/0
Hinn sænski Guidetti hefur
viðurnefnið „Nashyrningurinn“
sökum vaxtarlagsins. Hann ólst
upp í Kenýa og spilaði fótbolta
með fílum. Guidetti, sem er á
láni frá Manchester City hjá
Feyenoord í Hollandi, hefur
slegið í gegn á þessu tímabili
og skoraði meðal annars
þrennu í þremur leikjum í röð.
Hann er fljótur, nautsterkur og
með gríðarlegt þol – martröð
varnarmanna. Hann er mað-
urinn sem Svíar horfa til að taki
við af Zlatan þegar hann hættir.
Kyriakos
Papadopoulos
Grikklandi
Aldur: 20 ára
Félag: Schalke (Þýskalandi)
Landsleikir/mörk: 7/2
Þrátt fyrir ungan aldur er Pa-
padopoulos lykilmaður í vörn
þýska liðsins Schalke. Hann
þykir vera gríðarlega öflugur
varnarmaður og mikill leiðtogi
sem varð fyrirliði U-21 árs liðs
Grikkja einungis sautján ára.
Papadopoulos er ekki hár í
loftinu en mjög hættulegur í
föstum leikatriðum og hefur
til að mynda skorað tvö mörk
fyrir Grikki í aðeins sjö lands-
leikjum.
Luuk de
Jong
Hollandi
Aldur: 21 árs
Félag: Twente (Hollandi)
Landsleikir/mörk: 7/1
Luuk de Jong er hávaxinn
framherji og lykilmaður í
sterku liði Twente. Hann
hefur farið á kostum á
þessu tímabili og skorað
19 mörk í 22 leikjum.
Samkeppnin um fram-
herjastöðurnar í hollenska
liðinu er mikil og því óvíst
hvort de Jong spili stórt
hlutverk á Evrópumótinu.
Hann hefur hins vegar sýnt
að hann er fullfær um að
spila með þeim allra bestu
og hefur þegar skorað sitt
fyrsta mark fyrir hollenska
liðið.
Mamado
Sakho
Frakklandi
Aldur: 22 ára
Félag: Paris St. Germain
(Frakklandi)
Landsleikir/mörk
Sakho er stór og sterkur
miðvörður sem getur líka
spilað sem vinstri bak-
vörður. Hann varð yngsti
leikmaðurinn í sögu efstu
deildar í Frakklandi til leiða
lið sitt út á völlinn sem
fyrirliði Paris St. Germain
aðeins sautján ára að aldri.
Leiðtogahæfileikar hans
eru miklir og þegar þeim
er blandað saman við
vinnusemi, styrk og hraða
er útkoman góð. Sakho er
af flestum talinn vera fram-
tíðarfyrirliði Frakka.
Mario Balotelli
Ítalíu
Aldur: 21 árs
Félag: Manchester City (Eng-
landi)
Landsleikir/mörk: 7/1
Undrabarnið og ólíkindatólið
Mario Balotelli er án nokkurs
vafa einn af efnilegustu leik-
mönnum heims um þessar
mundir. Balotelli er stór, sterkur,
fljótur, með góða tækni og
frábærar spyrnur með báðum
fótum. Þrátt fyrir óteljandi upp-
átæki utan vallar sem innan er
hann þegar orðinn lykilmaður í
stjörnumprýddu liði Manchester
City og gæti reynst Ítölum dýr-
mætur á EM – ef hann á annað
borð nennir því.
Mario Götze
Þýskalandi
Aldur: 19 ára
Félag: Borussia Dortmund
(Þýskalandi)
Landsleikir/mörk: 12/2
Mario Götze er einn eftir-
sóttasti leikmaður Evrópu um
þessar mundir. Þjóðverjar
halda ekki vatni yfir honum
og hefur Mathias Sammer,
yfirmaður knattspyrnumála hjá
þýska landsliðinu og goðsögn í
boltanum, lýst Götze sem einum
þeim hæfileikaríkasta sem komið
hefur fram í Þýskalandi. Götze er
eldfljótur, gríðarlega leikinn og
hugmyndaríkur og á eftir að leika
stórt hlutverk í frábæru þýsku
liði á Evrópumótinu.
18 fótbolti Helgin 23.-25. mars 2012