Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 24
Þ að er ekki ætlun mín að fara í stríð á síðum fjölmiðla en aftur á móti finn ég mig tilneydda að svara í stuttu máli bláköldum lygum Bryndísar Schram (konu, eiginkonu, móður, ömmu, systur, frænku og feminista) fyrir hönd okkar fjöl- skyldunnar. Þar sem enginn okkar er með sína eigin heimasíðu kemur þetta svar fram hér á sömu síðum og Bryndís valdi sér. Um staðreyndavillur, siðblindu og útúr- snúninga Jóns Baldvins á heimasíðu sinni væri hægt að skrifa heila bók en ég finn mig alls ekki knúna til að svara honum. Þar dæmi hver fyrir sig. Eins og Guðrún systir mín sagði frá í Nýju lífi hefur þetta mál verið að plaga hana í nokkuð mörg ár. Um árabil hefur fólk úti í bæ og blaðamenn verið að sækja að henni, og okkur, nánustu fjölskyldu hennar, og beðið um upplýsingar um málið. Nú fannst henni kominn tími til að segja frá staðreynd- um málsins. Eins og ritstýra Nýs lífs hefur svo réttilega bent á þá snýst viðtalið ekki um „meint kynferðisbrot“ og upplifun þolanda af þeim, heldur um haldbærar staðreyndir og hegðun Jóns Baldvins sem opinbers emb- ættismanns. Viðbrögð fjölskyldu Jóns Baldvins og blaðafárið í kringum þau var nokkuð sem ég hafði að sjálfsögðu búist við og reyndi ég, eins og aðrir í fjölskyldunni, af fremsta megni að leiða það hjá mér. Við erum orðin nokkuð vön þörf þeirra fyrir að spegla sig í almenningsálitinu. Ég ákvað með sjálfri mér að réttast væri að láta ásakanir þeirra í garð Guðrúnar og fleiri í fjölskyldu okkar, og jafn- vel haturspósta og hótanir um líf okkar, sem vind um eyru þjóta og halda áfram með líf mitt í sátt heldur en að blanda alþjóð frekar í málið, sem ég get verið sammála um að sé frekar vafasöm leið til að ná fram réttlæti. Hvar liggja mörkin? Það er vitanlega erfitt að hlusta á ásakanir í garð eiginmanns síns, ég get vel skilið það, og örugglega enn frekar ef maður hefur runnið saman í eitt form og er hætt að vera sjálfstæð persóna, eins og þú Bryndís hefur svo ítrekað bent alþjóð á. Það vekur athygli mína að það skuli „svíða sárt“ þegar 10 ára barn á í hlut, líkt og þú nefnir í grein þinni í Fréttatímanum, en að það skuli vekja „af- brýðisemi og undrun“ þegar Guðrún var komin á kynþroskaaldurinn, eins og þú kall- ar upplifun þína í DV. Af þessari sviðatilfinn- ingu og orðum þínum í fjölmiðlum dreg ég þá ályktun að þú/þið dragið einhverskonar siðalínu við kynþroskaaldurinn. Það virðist því vera nokkurn veginn í lagi, þó það kallist dómgreindarbrestur, að girnast stelpur með brjóst en alls ekki í lagi að girnast stelpur sem eru að byrja að fá brjóst. Án þess að fara út í óþarfa smáatriði þá vil ég bara minna þig á eitt: Kynferðisleg áreitni byggist á UPPLIFUN ÞOLANDA, en ekki geranda eða eiginkonu hans eða fjölskyldu eða fólksins sem var í partýinu eða stofunni við hliðina á þegar atburðir áttu sér stað. Ekkert af þinni upplifun á „gamansemi“ eiginmanns þíns og „ertni“ á sér hliðstæðu í upplifun Guðrúnar. Þetta atriði, þar sem „karlmennirnir hentu ykkur konunum í öld- urnar“ er eins og atriði úr ítölsku melodrama sem Guðrún var alls ekki stödd í. Það á sér einfaldlega enga hliðstæðu í raunveruleik- anum. Guðrún og eiginmaður þinn voru tvö, ásamt börnum Kolfinnu, í sjónum. Auk þess „fékk“ Guðrún ekki að koma með ykkur til Spánar heldur var hún beðin um að koma með sem barnapía fyrir börn Kolfinnu, sem var því alls ekki með í ferðinni. Í umræddri ferð bar enginn nema eiginmaður þinn sólarolíu á Guðrúnu. Þegar eiginmaður þinn „gantaðist“ við Guðrúnu í ferð númer tvö, í Róm, þá voru allir nema þau tvö farin að sofa, svo nei, hvorki þú né dóttir þín voruð staddar í herberginu. Vindlar og viskí Að bjóða upp á viskí og vindil þarf alls ekk- ert að vera „óhugnanlegt“ fyrir 13 ára barn, enda hefur enginn sagt það. Heldur er það samhengið, eins og þú svo réttilega bendir á sjálf, sem er mikilvægt undir svona kring- umstæðum. Þú veist fullvel að okkar heimili var líka mannmargt og gestkvæmt og að við vöndumst snemma á að spjalla við fullorðna um daginn og veginn og ósjaldan voru vín og vindlar á boðstólum. Það er því út í hött að setja atvikin upp sem einhverskonar tepru- skap af hálfu þess sem upplifir atburðinn. Staðreyndin er sú að Guðrún vaknaði tvisvar sinnum upp um miðja nótt, inni á okkar heimili, við eiginmann þinn. Í bæði skiptin var um virkan skóladag að ræða, og það eru vitni að báðum þessum atburðum. Að breyta kringumstæðum og segja að þetta hafi verið „áramótateiti“ og „húsið undirlagt af gestum“ er því hrein og klár lygi. Ef það er eitthvað sem ætti að vekja óhug í þessu samhengi þá held ég frekar að það sé sú staðreynd að eiginmaður þinn hafi verið að væflast að rúmstokk 13 ára systurdóttur þinnar um miðja nótt, í tvígang, frekar en nokkuð annað. En það má svo sem vel vera rétt að hann hafi líka boðið henni upp á viskí og vindil í einum af okkar mörgu áramótateitum, en það væri þá í þriðja skiptið. Kannski er það í sama áramótapartýi og hann stærði sig af því við vinkvennahóp Guðrúnar að hann hefði sko „ætlað að fleka hana“ sumarið góða á Ítalíu, en að þeim orðum voru líka vitni. Fyrirgefa – fyrirgefa hvað ef engin er sök? Þú talar um fyrirgefningu. Það er mjög auðvelt að biðjast fyrirgefningar og líka mjög auðvelt að gefa hana. En til að fyrirgefa þarf sá seki að viðurkenna brot sín, sem hefur ekki gerst í þessu tilfelli. Sá seki hefur alltaf borið fyrir sig ölæði og dómgreindarbrest en gleymir því að hann póstlagði bréfin allsgáð- ur. Að sama skapi hefur hann alltaf haldið því fram að það eina ósiðlega hafi verið þetta eina bréf – upplifun Guðrúnar var auðvitað allt önnur. Þú spyrð hvað hinn brotlegi geti gert til að bæta fyrir glöp sín. Viðurkenna þau mundi ég segja. Þú leyfir þér að vona að við fjölskyldan þurfum ekki á fyrirgefningu að halda á ókomnum dögum, ég leyfi mér að vona að enginn annar í minni fjölskyldu þurfi að ganga í gegnum það sama og Guðrún. Horft í spegil Og nú skal ég láta þig vita að ég er líka búin að fá nóg. Af siðblindu og meðvirkni. Þú hefur það svo erfitt og börnin þín og barna- börnin þín. Er það Guðrúnu að kenna? Og ritstýru Nýs lífs? Væri ekki rétt að líta sér aðeins nær? Hvernig getur þetta skyndilega verið svona erfitt? Fyrst að þetta var ekki neitt neitt og meiri hlutinn lygar, af hverju er þetta þá svona erfitt núna? Nú hafa stað- reyndirnar komið fram, loksins, og þá getur hver dæmt fyrir sig. Getur verið að það erfiðasta af öllu sé að horfa í spegil almenn- ingsálitsins og sjá brotna mynd? Samsæri mannvonskunnar Ef að þú hefðir strax í byrjun séð brengl- unina sem felst í hegðun eiginmanns þíns þá hefði þetta kannski ekki verið jafn erfitt ferli. Ef að þú hefðir orðið reið í stað þess að vera afbrýðisöm, þá kannski hefði Guðrún látið málið niður falla. Ég veit það ekki. Ég bara veit það að Guðrún þurfti á stuðningi að halda, þurfti á því að halda að einhver trúði henni. Ekki bara sjálfrar sín vegna heldur líka vegna annara barna sem hafa mátt eða munu þola svipaða hluti. Að þurfa að sverja af sér lygar og geðveiki er bara þreytandi til lengdar og vegna þess vildi hún setja stað- reyndirnar fram, og bara staðreyndir, til að fá uppreisn æru. Og það er einmitt þetta sem býr að baki. Það er ekkert flóknara en svo. Það er ein- faldlega ekki hægt að smíða neina samsæris- kenningu um þetta mál. Fyrst átti þetta allt saman að vera pólitískt samsæri, runnið undan rifjum kvenna úr gamla Kvennalistan- um, og svo síðar sprottið úr „fjölskylduharm- leik“. Að ýja að því að annað fólk sé að fylla hausinn á Guðrúnu af órum og neikvæðum áróðri til þess eins að klekkja á ykkur hjón- um jaðrar að mínu mati við einhverskonar mikilmennskubrjálæði eða ofsóknaræði. Þú talar um mannvonsku. Mannvonsku af hálfu blaðamanna, sem eru að vinna sitt starf. Væri nú ekki betra að líta sér nær og spyrja sig hvort það felist ekki mannvonska í því að blanda saklausu fólki í uppspunnar samsæriskenningar til að breiða yfir hátta- lag eiginmanns síns. Í hvaða hlutverki ertu hér? Hlutverki konu, systur, frænku, ömmu, eiginkonu eða móður? Guðrún er fullorðin og fullfær um að taka afstöðu með sjálfri sér. Það er einfaldlega ekki samhengi hlutanna að önnur öfl en upp- lifanir Guðrúnar séu hér að verki. Og ef þú átt einhvern tíma eftir að gera þér grein fyrir því þá mun væntanlega fara um þig, aftur, „ískaldur hrollur“. Halla Harðardóttir. Ef að þú hefðir strax í byrjun séð brenglunina sem felst í hegðun eigin- manns þíns þá hefði þetta kannski ekki verið jafn erfitt ferli. Svar við bréfi Bryndísar Halla Harðardóttur svarar hér grein eftir Bryndísi Schram sem birtist í Fréttatím- anum fyrir viku. Halla er systir Guðrúnar Harðardóttur sem lýsti í tímaritinu Nýju lífi þungbærri reynslu sinni af samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson, eiginmanni Bryndísar. Halla Harðardóttir: Eins og Guðrún systir mín sagði frá í Nýju lífi hefur þetta mál verið að plaga hana í nokkuð mörg ár. 24 andsvar Helgin 23.-25. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.