Fréttatíminn - 23.03.2012, Síða 34
... til framtíðar mun sameinaður Landspítali við Hringbraut
styrkja miðborgina mikið.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
S
Sjálfstæðismenn í borginni hafa ákveðið að
gera andstöðuna við byggingu nýs Land-
spítala við Hringbraut að sínu hjartans
máli. Að ala á ótta við breytingar í skipulagi
hefur enda löngum reynst freistandi vopn
í stjórnmálaátökum. Davíð Oddsson rak
til dæmis mjög vel heppnaða
kosningabaráttu 1982 þegar
hann sigldi í stól borgarstjóra
undir seglum þess að byggð við
Rauðavatn, í Selási, á Ártúns-
holti og í Norðlingaholti væri óðs
manns æði: Þar væri stórhættu-
legt sprungusvæði og því ætti
frekar að byggja við Grafarvog
og áfram í átt að Mosfellsbæ.
Eins og varð raunin.
Seinna var svo, fyrir rest, líka
byggt á hinum stöðunum. Og
sjálfur sækir nú borgarstjórinn fyrrverandi
vinnu á hið háskalega sprungusvæði.
Eftir nokkur ár sem borgarstjóri lenti
Davíð í öðrum skipulagsátökum nema hvað
hlutverkunum hafði verið snúið við; nú var
það minnihlutinn sem fann fyrirætlunum
hans allt til foráttu. Davíð vildi sem sagt
byggja ráðhús við Tjörnina. Og hafði sitt
fram; ráðhúsið hefur staðið stásslega við
Tjörnina í tuttugu ár.
Þegar baráttan gegn byggingu ráðhús-
ins er skoðuð öllum þessum árum síðar er
erfitt annað en að undrast þann mikla til-
finningahita sem þá gaus upp. Meðal þess
sem var teflt fram gegn byggingunni var að
fuglalíf við Tjörnina – og reyndar gjörvallt
lífríki hennar – átti að verða gereyðingu að
bráð. Og svo er auðvitað spá eins borgarfull-
trúa minnihlutans um að ekki væri hægt að
byggja ráðhús á þessum stað því það myndi
annað hvort sökkva eða fljóta upp, sérstak-
lega minnisstæð.
Flest önnur rök gegn húsinu voru á hinn
bóginn þekkt leiðarstef í andófi gegn nýjum
byggingum og forvitnilegt að rifja upp
þau helstu og máta forspárgildi þeirra við
raunveruleikann: Húsið er alltof stórt. Það
mun yfirskyggja aðrar byggingar. Ráðhúsið
mun auka mjög umferðarvanda á svæðinu.
Framtíðarsýn skorti þegar lóðin var valin,
hún liggur í útjaðri Reykjavíkur og verður
á komandi tímum þeim mun afskekktari,
sem uppbyggingu borgarinnar miðar meir
áfram. Ráðhús á að byggja annars staðar.
Ljótast af öllu þótti svo málsmeðferðin,
hvernig átti að ryðja á málinu í gegn.
Sömu athugasemdir eru nú settar fram
til höfuðs stækkun Landspítala við Hring-
braut. Vel kann að vera að þær eigi betur við
heldur en þegar þeim var beitt gegn ráðhús-
inu á sínum tíma. Rétt eins og þá segja hins
vegar þeir sem höndla með skipulagið að
þetta sé ástæðulaus ótti.
Í þessum efnum ætti að róa þá sem hafa
áhyggjur að stækkun Landspítalans við
Hringbraut á sér mjög langan aðdraganda.
Deiliskipulag fyrir nýjum spítala á þessum
slóðum hefur verið í gildi frá 1976, eða í
næstum því fjóra áratugi, og í aðalskipulagi
Reykjavíkur hefur hann verið við Hring-
brautina frá 1984.
Stærð og umfang nýbygginganna falla
líka vel við vinningstillögu alþjóðlegu hug-
myndasamkeppninnar um skipulag Vatns-
mýrarinnar frá 2008. Þar er gert ráð fyrir
húsum af svipaðri hæð, fjórar til sex hæðir
eða sömu hæðar og eru nú þegar víða í
gamla miðbænum.
Það er mikil synd ef stjórnmálamennirnir
í borginni geta ekki sameinast um að nýr
spítali rísi við Hringbrautina því til fram-
tíðar mun sameinaður Landspítali styrkja
miðborgina mikið.
Nýr Landspítali við Hringbraut
Kunnugleg leiðarstef í
andófi gegn byggingum
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Landsnet býður til opins kynningarfundar um
rekstrarumhverfi fyrirtækisins og framtíðarþróun
raforkuflutningskerfisins á Hilton Reykjavík
Nordica, 2. hæð (salur H-I), fimmtudaginn 29. mars
kl. 9:00 - 12:00.
Starfsumhverfi Landsnets:
Tekjurammi og hlutverk Landsnets
í framtíðarskipan orkumála.
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Rekstrarumhverfi Landsnets:
Þróun gjaldskrár og framkvæmdir.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
Þróun flutningskerfis Landsnets:
Þjóðhagslegur ávinningur.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets.
Flutningskerfið og umhverfið:
Háspennulínur og strengir.
Íris Baldursdóttir, deildarstjóri kerfisstjórnar Landsnets.
Fundarstjóri:
Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets.
Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu
Landsnets, www.landsnet.is.
Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8:30.
Allir velkomnir!
Opinn
kynningarfundur
Landsnets
Dagskrá:
www.landsnet.is
Í síðasta tölublaði Fréttatímans, sem kom út föstudaginn 16. mars, skrifar Kristín Cecilsdóttir undir grein um
aðalfund Dýraverndunarsambands Ís-
lands þar sem dregin er mjög einkennileg
mynd af mínum þætti í fundarstörfunum.
Í fyrstu ætlaði ég ekki að svara greininni
því að þessi innansveitarkróníka um for-
mannsslag í DÍ á ekkert erindi í fjölmiðla
nema þá kannski helst til að koma við-
horfum frambjóðendanna á framfæri. Þar
sem Kristín skellir skuldinni á mig um
hvernig fór, sem sagt að Árni St. Árnason
fékk einungis 29 ákvæði (þar af hans eig-
ið) og Sif Traustadóttir 105, verð ég þó að
leiðrétta rangfærslur og fyrst og fremst
benda á að það skiptir kannski ekki öllu
máli hver er formaður DÍ, heldur að mál-
efnið, sem sagt velferð dýra (gæludýra og búfjár), sé
á höndum allra sem geta lagt málinu lið. Við þurfum
að standa öll saman og horfa í sömu átt í staðinn fyrir
að ýta undir deilur manna á milli. Hver hefur svo sínar
aðferðir til að ná markmiðinu.
Ég er formaður Slow Food í Reykjavík og meðlimur
í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda, í
hvorum tveggja samtökunum hef ég verið frá stofnun
og er því þar stofnmeðlimur. Aftur á móti er ég algjör-
lega óbreyttur meðlimur í DÍ og hljóp í skarðið kvöldið
fyrir aðalfund sem fundarstjóri, þar sem ég er vön
fundarstjórn. Það er rangt sem Kristín staðhæfir að
stuðningsmenn Árna hafi ekki fengið orðið á fundin-
um, Kristín sjálf fékk 5 mínútur í pontu (allir hinir voru
með innlegg sem tók innan við mínútu) og á mælenda-
skrá voru fleiri stuðningsmenn Árna en Sifjar. Aftur
á móti voru teknar fyrir persónulegar
árásir á fráfarandi formann DÍ, Ólaf Dýr-
mundsson, enda sáu tveir fundarmenn
sig knúna til að taka til máls til að biðja
fundargesti um að hætta slíkum árásum.
Svo er manni spurn: Hefur fundarstjóri
virkilega þau áhrif að einungis 28 af
stuðningsmönnum Árna mættu á fund-
inn?
Sömuleiðis settur Kristín út á það að ég
hafi skrifað undir eigin nafni færslu á Fa-
cebook-síðu Samtaka lífrænna neytenda
til stuðnings Sif – stuðningsmenn Árna
voru með margar síður á netinu, meðal
annars á Facebook, og það er ekki að sjá
að þessi eina færsla hafi haft mikil áhrif
nema til að æsa upp stuðningsmenn Árna
og þess vegna var hún fjarlægð. Þeir sem
segja að ég hafi neitað því að ég þekkti Ólaf Dýrmunds-
son fara með fleipur. Mér dytti aldrei í hug að fara með
þannig ósannindi enda hefur Ólafur verið meðlimur í
Slow Food frá upphafi og setið í ráðgjafarnefnd Sam-
taka lífrænna neytenda frá stofnun samtakanna þannig
að við höfum starfað náið saman á þeim vettvangi í
mörg ár eins og allir vita sem til þekkja.
Ég hef engar áætlanir um að sækjast eftir ábyrgðar-
stöðu í DÍ en vil styrkja sambandið í þeim málefnum
sem eru sameiginleg (meðal annars velferð búfjár)
með þeim samtökum sem ég er í forsvari fyrir. Það
eina sem ég gerist sek um hér er að hafa kosið ákveðna
manneskju með mínu atkvæði. Þeir sem töpuðu í
þessari kosningu ættu að líta í eigin barm frekar en að
kenna öllum öðrum um og muna að við erum að vinna
að sama málefni, sem er verðugt og þarft.
Aðalfundur Dýraverndunarsambands Íslands
Innansveitarkróníka
Dominique Plédel Jónsson,
formaður Slow Food í
Reykjavík.
34 viðhorf Helgin 23.-25. mars 2012