Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 36
Rökrétt ályktun
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
E
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Sjónvarpið og alls konar myndir í mynd-
tækjum, tölvum og símum eru barnapíur
samtímans. Það sé ég á eigin barnabörn-
um og raunar öðrum börnum sem ég veit
af. Einhver kann að hneykslast á þessu en
varla er ástæða til þess. Langlúnir foreldr-
ar þurfa örlítinn frið þar sem báðir vinna
langan vinnudag. Sama gildir um morgna
um helgar. Það er óneitanlega blessun
fyrir sömu foreldra að vita af barnaefni
sjónvarpsstöðvanna sem hefst snemma. Þá
má lúra svolítið lengur.
Allir þeir foreldrar ungra barna sem ég
þekki lesa líka fyrir börnin áður en þau
fara að sofa. Þau fara því ekki á mis við
þær ljúfu stundir rétt áður en Óli lokbrá
vitjar þeirra. Myndefnið í sjónvarpinu,
tölvunum og símunum er því aðeins viðbót
við það sem tíðkaðist þegar við hjónakorn-
in ólum upp okkar börn, foreldra ungra
barna í dag. Bækur eru því enn yndi
þótt tölur um lestrarkunnáttu
barna, einkum drengja, sýni að
betur má gera. Í bókunum býr
undraheimur sem gott er að
halla sér að hvenær sem er
ævinnar.
En slíkur heimur
er líka í kvik- og
teiknimynd-
um fyrir
unga og
gamla.
Barnabörnin taka ömmu og afa, einkum af-
anum, langt fram í tækniþekkingu og með-
ferð þeirra tóla sem til þarf, hvort heldur
er afspilunartæki, sjónvarp, tölva eða sími.
Þetta á ekki síst við um símana sem eru
hrein undratól og fjarri gamla afasímanum
sem aðeins er notaður til að hringja og
svara og senda og lesa stöku skilaboð.
Þannig syngur afadrengur á öðru ári
og dansar fugladansinn í takt við mynd
og hljóð símans og önnur barnabörn, litlu
eldri, finna sér leiki og annað skemmtilegt.
Börnin eru alin upp í tækniheimi og því
er þessi búnaður sem framlenging handa
þeirra þar sem þau rata vandræðalaust um
óravegu.
Þótt afar og ömmur eigi kannski að vera
árrisulli en foreldrar lítilla barna geta hin
fyrrnefndu líka hugsað sér að sofa út um
helgar – einnig þegar barnabörnin fá að
gista. Þá er gott að vita af barnaefninu
m/ost
i, gúrk
u,
lauk,p
apríku
,
iceber
g,
smok
ey BB
Q sós
u
og gri
ll “fla
vour”
marin
eringu
MÁLT
ÍÐ
MÁNA
ÐARIN
S
1095.-
M/FRÖNSKUM
& COKE
Er lesblinda hindrun á vegi þínum eða barnsins
þíns?
Viltu ná árangri í námi?
Viltu betri einbeitingu?
Viltu skrifa af meiri leikni?
Viltu fá ánægju af lestri?
Nýtt! Lestrarhjálpin.
Styttri námskeið ætluð 7 til 10 ára.
Nýtt! Hugarkort.
Einföld og árangursrík glósutækni, frá 9 ára.
Davis® lesblinduráðgjafar Lesblindulistar eru:
Áslaug - Hugrún - Ingibjörg - Sigrún - Sigurborg
Við höfum 8 ára frábæra reynslu af Davis® aðferðinni
Erum á kyrrlátum stað í Mosfellsbænum að Völuteigi 8.
NÁÐARGÁFAN LESBLINDA
www.lesblindulist.is
Helgin 23.-25. mars 2012