Fréttatíminn - 23.03.2012, Síða 44
44 heilsa Helgin 23.-25. mars 2012
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
MS.IS
PRÓTEINDRYKKURINN
SEM ÍSLENDINGAR FÁ
ALDREI NÓG AF
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.IS
M
S
A
5
86
99
0
3/
12
NÚ EINNIG MEÐ
BRÓMBERJABRAGÐI
Þ egar leitað er svara hjá mat-vælaframleiðendum hvers vegna svona mikill sykur er notaður er oftar en ekki
viðkvæðið að þetta sé það sem neyt-
andinn kalli eftir og hann taki vörur
sem eru sætari fram yfir minna sykr-
aðar vörur. Hér þarf að eiga sér stað
hugarfarsbreyting.
Meðvitund neytenda er mikilvæg,
og sem betur fer fær þetta hugtak
aukið vægi í umfjöllun og vitund
fólks. Við getum ekki einugis valið
mat út frá því hversu bragðgóður
hann er. Það er mikið óheillaspor
ef matarmenning okkar deyr vegna
þess að matvælaframleiðendur bregð-
ast við óskum neytenda sem vilja að
allur matur verði eins á bragðið og
allt annað en það sem er ofursykrað
sé ekki talið boðlegt.
Mikilvægi þess að borða hreinar
og náttúrulegar afurðir verður seint
ofmetið. Þá er yfirleitt sá matur sem
kemur úr næsta nágrenni ferskast-
ur og næringarríkastur. Sem betur
fer þá hefur á undanförnum árum
orðið mikil vakning í að nýta betur
það sem landið gefur af sér og mikið
frumkvöðlastarf unnið um allt land
sem hefur skilað sér í skemmtilegum
margbreytileika. Um allt land er unn-
ið að framleiðslu á mismunandi mat-
vælum og afurðum svosem ís, sult-
um, tei, harðfiski, ostum, og jafnvel
hunangi, íslensku hunangi. Hunang
er einmitt eitt af þessum gersemum
sem náttúran hefur gefið okkur. Eðal-
vökvi sem hunangsflugan er til í verja
með stungum og sjálfsmorðsárásum.
Saga hunangsræktunar nær langt
aftur og er talið elsta sætuefnið sem
maðurinn hefur notað og lengi vel
var hunang eina sætuefnið sem not-
að var í Evrópu. Hér áður fyrr var
hunang notað í lækningaskyni m.a.
til að lækna brunasár því í hunangi
er náttúrlegt bakteríudrepandi efni.
Þá hefur hunang þótt gott út í heita
mjólk á kvöldin til að róa taugar og
auðvelda svefn.
Þessi gullni vökvi sem bragðast
svona undursamlega vel er meira
að segja hollur í hófi. Unninn sykur
og unnið kornsíróp innihalda hvorki
vítamín eða steinefni né nokkur
önnur næringarefni. Hunang aftur
á móti inniheldur smávegis af bæti-
efnum, margskonar vítamínum og
fjölbreytt steinefni sem gera okkur
gott. Hunang flokkast því undir mat-
væli. Að borða lúku af bláberjum úr
móanum er annað en að kaupa sér
tilbúin berjadjús úr búðinni. Þannig
er tvennt ólíkt að fá íslenskt hunang
í krukku eða poka af strásykri.
Hunang getur bragðast misjafn-
lega og veltur það á því í hverskon-
ar blóm hunangsflugan sækir í. Til
dæmis er acacia hunang sætt, ava-
cado hunang með smjörkeim líkt
og alfa alfa örlítið kryddað en það
hentar einnig vel í bakstursgerð. Þó
fjölbreytileikinn sé mikill og litur,
áferð, lykt og bragð séu endalaus í
samsetningum þá eigum við ekki
að láta það stoppa okkur í að njóta
þessarar afurðar sem hefur fylgt
manninum frá upphafi. Hér á landi
er ekkert af þessum blómum þannig
að hunangið bragðast aðeins öðru-
vísi en það er alls ekki verra.
Saga býflugnaræktar hér á landi
var ekki beysin lengi framan af.
Eins og fylgir frumkvöðlastarfsemi
þá hefur þetta gengið upp og ofan og
sum árin hafa nánast öll búin dáið
en smátt og smátt hefur þekking
safnast upp og stofninn sem lifir af
er sterkari og hefur aðlagast betur
að íslenskri náttúru. Mildari vetur
undanfarin ár hafa einnig hjálpað til.
Frá árinu 1998 hefur verið nær
samfelld býflugnarækt. Hér á landi
er því framleitt hunang við góðan
orðstír og frumkvöðlar hafa látið
til sín taka með athyglisverðum ár-
angri.
Við mælum sérstaklega með því
að hunang sé notað til matargerðar
frekar en önnur sætuefni og reynið
að forðast eins mikið og mögulegt
er unninn sykur. Eins og Michael
Pollan, hinn virti pistla og bókar-
höfundur segir, þá er besta leiðin að
sykra matinn sinn sjálf/ur. Þannig
og aðeins þannig, getum við vitað
hvað við innbyrðum mikið af sætu-
efnum. Einnig er ekki síður mikil-
vægt að vera meðvitaður um upp-
runa og gerð sætuefnana því það
er ekki sama Jón og séra Jón. Með-
vitund neytenda er einnig mikilvæg
þegar kemur að hunanginu sjálfu
því það getur verið mikill gæða-
munur á hunangi. Hrátt litið unnið
hunang er best. Það er jú dýrara en
á móti kemur að við getum ekki leyft
okkur að borða mikið hunang þann-
ig að smá hunang er munaður sem
flestir ættu að leyfa sér. Það eitt að
velja svona sjaldgæfa útgáfu af sykri
stuðlar strax að breyttu mataræði
og jafnvel hugsunarhætti. Þar er
„spari“ lykilhugtakið.
Hunang er unaðslega gott og hollt
Það dylst engum að við borðum alltof mikið af unnum sykri og það er í raun mjög alvarlegt mál hversu mikill sykur er notaður í matvælaframleiðslu. Það þarf að
bregðast við þessu með upplýstri umræðu um hversu slæm áhrif sykur hefur á heilsu okkar.
Hunang Getur bragðast misjafnlega og veltur það á því í hverskonar blóm hunangs-
flugan sækir í. Til dæmis er acacia hunang sætt, avacado hunang með smjörkeim
líkt og alfa alfa örlítið kryddað en það hentar einnig vel í bakstursgerð. Ljósmyndir/
Nordicphots Getty-Images