Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 50
50 bíó Helgin 23.-25. mars 2012  The hunger games BaráTTa upp á líf og dauða Spennumyndin The Hunger Games byggir á gríðarvinsælum skáldsagnaþríleik Suzanne Collins um harða lífsbaráttu ungs fólks í framtíðinni þar sem Bandaríkin eins og við þekkjum þau í dag heyra sögunni til. Myndin hefur fengið prýðilega dóma ytra og er líklega magnaðasta spennumyndin sem ratar í bíó það sem af er þessu ári. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Hringleikahús framtíðarinnar Þ urrkar, eldsvoðar, hungursneyð og stríð hafa rústað Bandaríkjunum. Upp úr rústum hins fallna veldis reis landið Panem sem skiptist í höfuð- borg og tólf svæði. Landinu er stjórnað frá höfuðborginni og til þess að refsa íbúum svæðanna tólf fyrir að hafa reynt að gera uppreisn sjötíu árum áður er slegið upp svo- kölluðum Hungurleikum ár hvert. Þá eru stúlka og drengur á aldrinum tólf til átján ára á hverju svæði dregin út í ákaflega ógeðfelldu lottói. Þeim útvöldu er síðan stefnt saman úti í náttúrunni og gert að berjast innbyrðis upp á líf og dauða þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari. Sigurlaunin eru þó ekki af verri endanum enda kostar blóð, svita, tár og ófá mannslíf að öðlast þau en sigurvegarinn er sendur heim í dýrðarljóma, hlaðin gjöfum og slík- um ógrynni af mat og öðrum nauðsynjum að hann þarf aldrei að hafa áhyggjur af slíku framar. Hungurleikarnir eru einnig villimannleg afþreying þar sem öllu sem fram fer eftir að leikar hefjast er sjónvarpað og keppendur verða stjörnur í hugum þeirra sem á horfa, ekki ósvipað skylmingarþrælum Rómar- borgar fyrir margt löngu. Keppendur æfa sig fyrir baráttuna og njóta aðstoðar stílista sem reyna að gera þá eins heillandi í augum kostunaraðila og mögulegt er. The Hunger Games er nokkuð skýrt bergmál af japönsku myndinni Battle Ro- yale frá árinu 2000 sem fjallaði um krakka sem stjórnvöld smöluðu saman og létu berj- ast til síðasta manns. Og svo auðvitað The Running Man þar sem Arnold Schwarze- negger reyndi að halda lífi, hundeltur af morðingjum, í vinsælum raunveruleikasjón- varpsþætti. Sú mynd var gerð eftir nóvellu Stephen King og kom í bíó árið 1987, löngu áður en raunveruleikasjónvarpið komst langt með að heiladrepa sjónvarpsglápara endanlega. Jennifer Lawrence (Winter’s Bone, X- Men: First Class) leikur hina sextán ára gömlu Katniss Everdeen. Nafn hennar hefur verið í lottópotti dauðans frá því hún var tólf ára gömul en hún hefur hingað til sloppið við Hungurleikana. Nú er litla systir hennar orðin tólf ára og fer í pottinn í fyrsta sinn – og er dregin út. Katniss býðst þá til þess að fara í stað systur sinnar og þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum ásamt strákn- um sem fylgir henni frá svæði 12. Hún aflar sér bæði bandamanna og svar- inna óvina í keppninni en lið úr þeim hópi, sem sérhæfir sig í keppninni með ólög- legum æfingum, leggja fæð á hana vegna þess að hún verður strax mjög vinsæl meðal áhorfenda. Katniss leynir þó á sér enda veiðiþjófur með meiru og er sýnd veiði en ekki gefin. Aðrir miðlar. Imdb: -, Rotten Tomatoes: 91%, Metacritic: 73% Sigur- launin eru þó ekki af verri end- anum enda kostar blóð, svita, tár og ófá mannslíf að öðlast þau. Katniss nýtur veiðireynslu sinnar og bogfimi þegar hún þarf að berjast fyrir lífi sínu gegn krökkum á hennar reki í Hungur leikunum. Örkin hans Crowe Gengið hefur verið frá ráðningu Russell Crowe í hlutverk sjálfs Nóa í Biblíumynd Darrens Aronofsky, Noah, sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um syndaflóðið. Talið er líklegt að myndin verði tekin upp á Íslandi en Aronofsky hefur sótt landið heim tvisvar á síðustu tveimur árum. Upphaflega átti Christian Bale að fara með titilhlutverkið en hann kom því ekki við vegna vinnu við næstu mynd Terrence Malick. Aronofsky er einnig sagður vera á höttunum eftir Liam Neeson í hlutverk í myndinni. Frá París til Rómar Ákveðið hefur verið að breyta titli næstu myndar meistara Woody Allen úr Nero Fiddled í To Rome With Love þar sem Sony Pictures taldi þann titil höfða til breiðari hóps áhorfenda. Rétt eins og í fyrri myndum Allens mætir til leiks vel valinn hópur leikara úr öllum áttum, meðal annarra Alec Baldwin, Roberto Benigni, Penélope Cruz, Judy Davis, Jesse Eisenberg og Ellen Page. Þá fer Allen sjálfur með stórt hlutverk í myndinni. Allen fékk ekki alls fyrir löngu Óskarinn fyrir besta frumsamda handrit sem er Midnight in Paris. Hún er jafnframt hans vinsældasta mynd til þessa og hefur smalað 150 milljónum dala í kassann.  frumsýndar Friends with Kids er rómantísk gamanmynd um tvo vini sem ákveða að eignast saman barn en sleppa ástinni og hjóna- bandinu sem oft er undanfari getnaðar. Spurningin er auð- vitað hvort svona nokkuð geti gengið upp? Jason og Julie eru hluti af stórum og samhentum vinahópi sem samanstendur af pörum í samböndum að þeim tveimur frátöldum. Þau eru bara vinir og eru því dálítið utanveltu í hópnum. Þau eiga þó sameiginlegt að vilja eignast barn og koma hinum í hópnum verulega á óvart þegar þau ákveða að eignast barn saman án nokkurra annarra skuldbindinga. Þegar barnið kemur í heiminn er ekki annað að sjá en að þau séu bæði afar ánægð með þetta sérstaka fyrirkomulag en babb kemur í bátinn þegar þau hitta bæði, nánast á sama tíma, fólk sem þau verða ástfangin af. Aðrir miðlar: Imdb: 6.3, Rotten Tomatoes: 63%, Metacritic: 55% Barn ástlausra vina TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk  VonBrigði disney missTeig sig Stórtap á John Carter Risamyndin um ævintýri hermannsins John Carter á Mars ætlar að reynast Disney stór biti að kyngja. Aðsóknin á myndina fyrstu sýningarhelgina olli framleiðandanum miklum vonbrigðum enda myndin fokdýr í framleiðslu og hefði þurft að fara miklu betur af stað. Disney brást snarlega við áfallinu og sendi frá sér aðkomuviðvörun um að fyrirsjáanlegt tap af John Carter myndi nema 200 milljónum dollara og dælda árshlutauppgjörið hressilega. Höggið virtist þó ekki ætla að hafa mikil áhrif á gengi bréfa í Disney á Wall Street og á þeim bænum horfa menn björtum augum til sumarsins og ofurhetjumyndarinnar The Avengers og Pixar-myndarinnar Brave. John Carter virðist ekki ætla að ná upp í kostnað. K vikmynd leikstjórans Rus-sell Mulcahy naut umtals-verðra vinsælda þegar hún kom í bíó árið 1986. þar fóru þeir Christopher Lambert og Sean Connery hamförum með sverð sín á lofti sem tveir öflugir vígamenn úr hópi ódaulegra manna sem ætlað var að berjast þar til einn stæði eftir. Þeir voru nefnilega ekki ódauðlegri en svo að ef höfuð þeirra var skilið frá búknum þá var ballið búið. Leikst jórinn Juan Carlos Fresnadillo (28 Weeks Later) hef- ur viðrað draum sinn um að endur- gera Hálendinginn og leggja þá enn meiri áherslu á hversu mikil bölv- un eilífðin er vegna þess að sá sem aldrei deyr þarf að horfa á eftir öllu sem hann elskar visna og deyja. Fresnadillo segist vilja gefa þess- um þætti ódauðleikans aukið vægi en tengja tilvist Hálendingsins um leið heimi sögunnar með spurn- ingunum: „Af hverju er ég ódauð- legur?“ og „af hverju er ég sá út- valdi?“ Frakkinn Christopher Lambert í hlutverki skoska hálendingsins Connor McLeod.  TaKa TVö Ódauðlegir rísa Hálendingurinn vaknar til lífsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.