Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 62
 ElEttra WiEdEmann Féll Fyrir Íslandi Glæpamyndin Svartur á leik hefur gengið fyrir fullum bíósölum frá frumsýningu og nú hafa rúmlega 40.000 manns séð þennan harða krimma sem byggir á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Gagnrýnendur hafa ausið myndina lofi og stjörnum og hún hefur spurst gríðarlega vel út. Myndin fékk síðan stuðning úr óvæntri átt þegar Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri, mætti í Kastljós í vikunni og sagði myndina afar góða og bókina enn betri. Þá sagði lögreglustjóri myndina veita fólki mikil- væga innsýn í það sem lögreglan er að glíma við og ætti að auka skilning fólks á beiðnum lög- reglunnar á auknum rannsóknarheimildum og banni við skipulögðum glæpahópum. Svartur leikur í kröfugerð lögreglu Einar hættur á Kananum Skjárinn keypti Kanann, útvarpsstöð Einars Bárðarsonar, í janúar og Einar fylgdi með í kaupunum. Honum var þá ætlað að leiða útvarpssvið Skjásins eins og Friðrik Frið- riksson, framkvæmdastjóri, orðaði það þá. Nú hafa hins vegar leiðir skilið og Einar er hættur á Kananum. Friðrik segir í samtali við Fréttatímann að allt sé þetta í góðu og litið hafi verið svo á að frumkvöðlahlutverki Einars væri lokið og framtíðarstefnumótun útvarps- stöðvarinnar væri nú í höndum nýráðins dag- skrárstjóra: Sigvalda Kaldalóns. Friðrik á þó ekki von á öðru en að Einar muni dúkka upp í einhvers konar samstarfi við Skjáinn. Nýjar bækur frá Nesbö og Läckberg Út eru komnar hjá Upp- heimum bækur eftir skandinavísku glæpasagna- og metsöluhöfundana Jo Nesbö og Camillu Läckberg. Bókin Snjókarlinn eftir Norðmann- inn Nesbö er fimmta bók hans sem er þýdd á íslensku en hinar fjórar, Rauðbrystingur, Nemesis, Djöflastjarnan og Frelsarinn, hafa allar slegið í gegn. Englasmiðurinn er áttunda bókin sem þýdd er á ís- lensku eftir hina sænsku Läckberg. Bækur hennar um hjónin Patrick og Eriku í Fjällbacka hafa slegið í gegn á Íslandi sem og annars staðar. Nesbö og Läckberg eru á meðal mest seldu glæpasagnahöfunda í heiminum í dag og hafa hvort um sig selt hátt í tíu milljónir eintaka af bókum sínum. -óhþ Fyrir mér eru þær [Ingrid Bergmann og Isabella Ros- sellini] bara mamma mín og amma. Fyrirsætan og lífeindafræð- ingurinn Elettra Wiedemann er 28 ára gömul. Hún verður andlit komandi haustlínu Lancome og hefur vakið mikla lukku með GOODNESS veitingastaðnum. Ljósmynd/Hari Skýtur upp kollin- um með gæðafæði Lancome-fyrirsætan Elettra Wiedenmann kynnti veitingastað sinn, GOODNESS, til sögunnar á tískuvikunni í New York í fyrra. Um er að ræða hreyfanlegan veitingastað, svokallaðan „pop- up“ sem skýtur upp kollinum í stuttan tíma og býður upp á hollan og bragðgóðan mat sem unninn er úr nærumhverfinu hverju sinni. Ellettra er dóttir Isabellu Rossellini og því barnabarn sjálfrar Ingrid Bergman. F ólkið sem lifir og hrærist í tískuheim-inum tók GOODNESS fagnandi í fyrra og leikurinn var endurtekinn í New York í fyrra og nú ætlar Elettra að koma með GOODNESS til Reykjavíkur í fjóra daga, frá 22. til 25. mars, í tengslum við HönnunarMars. „Ég dvaldi í tvær vikur á Íslandi með bestu vinum mínum og fjölskyldu og kolféll fyrir landinu,“ segir Elettra í samtali við Frétta- tímann. „Þannig að ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með að GOODNESS opni á Íslandi í tengslum við HönnunarMars.“ Elettra hefur verið fyrirsæta hjá Lancome frá árinu 2006 og fetar þannig í fótspor móð- ur sinnar, leikkonunnar og fyrirsætunnar Isabellu Rossellini, sem var andlit Lancome á árum áður. „GOODNESS spratt að hluta til upp úr reynslu minni af fyrirsætustörfum. Ég ferðaðist mikið til dásamlegra borga en hafði aldrei tíma til að prufa alla þá frábæru veitingastaði sem voru á þessum stöðum. Síðan gefur augaleið að starfs míns vegna verð ég að borða heilsusamlega þannig að á matseðlum GOODNESS eru aðeins hollir réttir sem næra sál og líkama.“ Elettra er ekki kona einhöm því hún er samhliða þessum afrekum með meistara- gráður í lífeindafræði frá London School of Economics. „Segja má að veitingastaðurinn sé framhald af námi mínu og fræðiritgerð minni sem fjallaði um framtíð fæðuöflunnar fyrir fólk í þéttbýli.“ Elettra segir módelstörf og fræðilegt nám ekki beinlínis fara vel saman en ... „ég hef alltaf haft áhuga á vísindum og módelstörf mín eru sveigjanleg að því leyti að þar er ekki um níu til fimm vinnu að ræða. Það var dálítið erfitt að sinna starfinu og náminu á sama tíma en ég komst í gegnum þetta og er mjög ánægð að hafa farið í námið.“ Isabella, móðir Elettru, er ekki síður þekkt sem leikkona en hún var í slagtogi við leikstjórann David Lynch á níunda ára- tugnum og lék í myndum hans Blue Velvet og Wild at Heart. Isabella er dóttir leikkon- unnar goðsagnakenndu Ingrid Bergman og ítalska leikstjórans Roberto Rossellini þann- ig að frændgarður fyrirsætunnar er ekki af verri endanum. En hafa móðir hennar og amma haft einhver áhrif á sýn hennar á lífið og tilveruna? „Nei. Það held ég ekki. Fyrir mér eru þær bara mamma mín og amma.“ toti@frettatiminn.is Þ ýski barinn, sem stað-settur verður í gamla hús-næði Gauks á Stöng á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis, opnar í kvöld, föstudagskvöld, með pompi og prakt. Eins og nafnið gef- ur til kynna verður þýskt þema alls- ráðandi á staðnum. Boðið verður upp á þýska smárétti og bjór í lítra- könnum. Barinn verður fótboltabar en auk þess er stefnt að því að lif- andi tónlist verði á hverju kvöldi. Á föstudögum og laugardögum mun síðan húsband ráða ríkjum en það er skipað þeim Birgi Ragnarssyni bassaleikara, Kristjáni Grétarssyni gítarleikara og Benedikt Brynleifs- syni trommuleikara. Allir eru þeir hoknir af reynslu úr tónlistarlífinu og spilaðu meðal annars saman í hljómsveitinni Ísafold, sem var hús- band Idolsins á Stöð 2 árið 2006. Kristján spilaði með föður sínum Grétari í Stjórninni og Benedikt er sjálfsagt þekktastur fyrir að vera einn af Vinum Sjonna sem fluttu framlag Íslendinga í Eurovision í fyrra. Bassaleikarinn Birgir segir í samtali við Fréttatímann að hús- bandið muni rótera söngvurum. „Þetta byrjar með Magna á föstu- daginn og síðan verður Svenni Þór úr Lúxor á laugardaginn. Fleiri ball- haukar á borð við Hreim og Matta Matt munu dúkka upp. Þetta eru allt vinir okkar. Við verðum ekki alltaf með sama lagalistann. Það fer eftir söngvurum hverju sinni. Hver þeirra hefur sitt sérsvið og sinn lagapott en þetta gerir það að verkum að kvöldin verða fjölbreytt og vonandi skemmtileg,“ segir Birg- ir. -óhþ Húsbandið er skipað Benedikti Bryn- leifssyni, Kristjáni Grétarssyni og Birgi Ragnarssyni. Ljósmynd/Hype  skEmmtanalÍFið Þýski barinn opnar Húsband um helgar og þýskt þema Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% 62 dægurmál Helgin 23.-25. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.